Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2024 07:52 Svona mun gagnaverið líta út. Mynd/atNorth Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að gagnaverið verði byggt frá grunni á 174 hektara lóð og að það fái nafnið DEN02. Í gagnaverinu verður bæði hægt að fá hýsingu og sérsniðnar lausnir. DEN02 er fjórða gagnaverið sem atNorth hefur í byggingu á Norðurlöndum, en fyrir er atNorth með í rekstri þrjú gagnaver á Íslandi, tvö í Svíþjóð og tvö í Finnlandi. Taka á DEN02 gagnaverið í notkun síðla árs 2026. Í fyrsta áfanga verður það með afkastagetu upp á 250 megavött, en frekari stækkun möguleg í mörg hundruð megavatta afkastagetu. Stækkun verður í takti við eftirspurn líkt og gert er ráð fyrir í einingahönnun gagnavera atNorth. DEN02 er annað gagnaver atNorth sem rís í Danmörku, en hið fyrra, DEN01, er í grennd við Ballerup. Stefnt er að opnun þess fyrir annan ársfjórðung 2025. Í gagnaverinu verður, samkvæmt tilkynningu, sérstaklega verði hugað að þörfum fyrirtækja sem nota mikið magn gagna. Sem dæmi fyrirtæki sem bjóða upp á skýjaþjónustu auk mikillar reiknigetu [e. hyperscalers] og fyrirtæki sem keyra gervigreind og þunga tölvuvinnslu. „Óhætt er að segja að DEN02 sé fyrirmynd gagnavera framtíðar. Það er lifandi dæmi um nýsköpun í geiranum, með áherslu á orkunýtingu í hönnun og notkun nýjustu tækni á sviði endurnýtingar varma, góðu staðarvali í Danmörku og áherslu atNorth á sjálfbærni. Gagnaverið er kjörið fyrir hyperscale fyrirtæki og fyrirtæki á sviði gervigreindar sem vilja draga úr kolefnispori þungrar tölvuvinnslu sinnar,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth í tilkynningu. Kalda loftslagið henti vel Þar kemur einnig fram að það henti afar vel að reka gagnaver á Norðurlöndum. Kalda loftslagið kæli gagnaverin og lækki orkukostnað. Þá segir einnig að í uppbyggingu sinni leggi atNorth áherslu á hringrásarhagkerfið og hafi þegar skrifað undir samstarfssamning við Wa3rm sem er leiðandi fyrirtæki á sviði þróunar lausna til nýtingar úrgangstrauma. Með samstarfinu verður hægt að endurnýta varma frá DEN02 í iðnaðargróðurhúsum. Þá getur gagnaverið séð nærsamfélaginu fyrir upphitun húsa og heitu vatni í samstarfi við hitaveitu svæðisins. Eins skoðar atNorth möguleikann á því að laða að sjálfbæra orkuframleiðslu við gagnaverið með nýtingu vind- og sólarorku. „Það gleður okkur mjög að ganga til samstarfs við atNorth í sameiginlegri skuldbindingu okkar við hringrásarhagkerfið. Fyrsta flokks gagnaver á borð við DEN02 geta með markverðum hætti stutt aukna endurnýtingu með því að nýta hluti á borð við umframvarma. Í atNorth höfum við fundið samstarfsaðila sem deilir sýn okkar á endurnýtingu,“ Jacques Ejlerskov, forstjóri Wa3rm. Danmörk Tækni Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum. 2. ágúst 2024 12:49 Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7. maí 2024 14:26 Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. 23. apríl 2024 11:11 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Örn Yngvi til atNorth frá Controlant Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra á Íslandi. 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að gagnaverið verði byggt frá grunni á 174 hektara lóð og að það fái nafnið DEN02. Í gagnaverinu verður bæði hægt að fá hýsingu og sérsniðnar lausnir. DEN02 er fjórða gagnaverið sem atNorth hefur í byggingu á Norðurlöndum, en fyrir er atNorth með í rekstri þrjú gagnaver á Íslandi, tvö í Svíþjóð og tvö í Finnlandi. Taka á DEN02 gagnaverið í notkun síðla árs 2026. Í fyrsta áfanga verður það með afkastagetu upp á 250 megavött, en frekari stækkun möguleg í mörg hundruð megavatta afkastagetu. Stækkun verður í takti við eftirspurn líkt og gert er ráð fyrir í einingahönnun gagnavera atNorth. DEN02 er annað gagnaver atNorth sem rís í Danmörku, en hið fyrra, DEN01, er í grennd við Ballerup. Stefnt er að opnun þess fyrir annan ársfjórðung 2025. Í gagnaverinu verður, samkvæmt tilkynningu, sérstaklega verði hugað að þörfum fyrirtækja sem nota mikið magn gagna. Sem dæmi fyrirtæki sem bjóða upp á skýjaþjónustu auk mikillar reiknigetu [e. hyperscalers] og fyrirtæki sem keyra gervigreind og þunga tölvuvinnslu. „Óhætt er að segja að DEN02 sé fyrirmynd gagnavera framtíðar. Það er lifandi dæmi um nýsköpun í geiranum, með áherslu á orkunýtingu í hönnun og notkun nýjustu tækni á sviði endurnýtingar varma, góðu staðarvali í Danmörku og áherslu atNorth á sjálfbærni. Gagnaverið er kjörið fyrir hyperscale fyrirtæki og fyrirtæki á sviði gervigreindar sem vilja draga úr kolefnispori þungrar tölvuvinnslu sinnar,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri atNorth í tilkynningu. Kalda loftslagið henti vel Þar kemur einnig fram að það henti afar vel að reka gagnaver á Norðurlöndum. Kalda loftslagið kæli gagnaverin og lækki orkukostnað. Þá segir einnig að í uppbyggingu sinni leggi atNorth áherslu á hringrásarhagkerfið og hafi þegar skrifað undir samstarfssamning við Wa3rm sem er leiðandi fyrirtæki á sviði þróunar lausna til nýtingar úrgangstrauma. Með samstarfinu verður hægt að endurnýta varma frá DEN02 í iðnaðargróðurhúsum. Þá getur gagnaverið séð nærsamfélaginu fyrir upphitun húsa og heitu vatni í samstarfi við hitaveitu svæðisins. Eins skoðar atNorth möguleikann á því að laða að sjálfbæra orkuframleiðslu við gagnaverið með nýtingu vind- og sólarorku. „Það gleður okkur mjög að ganga til samstarfs við atNorth í sameiginlegri skuldbindingu okkar við hringrásarhagkerfið. Fyrsta flokks gagnaver á borð við DEN02 geta með markverðum hætti stutt aukna endurnýtingu með því að nýta hluti á borð við umframvarma. Í atNorth höfum við fundið samstarfsaðila sem deilir sýn okkar á endurnýtingu,“ Jacques Ejlerskov, forstjóri Wa3rm.
Danmörk Tækni Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum. 2. ágúst 2024 12:49 Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7. maí 2024 14:26 Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. 23. apríl 2024 11:11 Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10 Örn Yngvi til atNorth frá Controlant Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra á Íslandi. 11. mars 2024 10:01 Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Viðskipti innlent Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Fleiri fréttir Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Sjá meira
Tekjur stærsta gagnaversins jukust um milljarð en rekstrarafkoman versnaði Umsvif atNorth, sem starfrækir meðal annars þrjú gagnaver á Íslandi, héldu áfram að aukast á liðnu ári sem birtist meðal annars í liðlega sextán prósenta veltuaukningu en rekstrarhagnaður félagsins minnkaði hins vegar lítillega á sama tíma. Gagnaverið hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu í því skyni að fá hnekkt þeirri ákvörðun Skattsins að atNorth beri að greiða virðisaukaskatt hér á landi af þjónustu sem félagið veitir erlendum viðskiptavinum. 2. ágúst 2024 12:49
Hætta skerðingum til stórnotenda Skerðingar Landsvirkjunar á afhendingu raforku til stórnotenda hafa nú verið afnumdar. 7. maí 2024 14:26
Anna Kristín nýr framkvæmdastjóri hjá atNorth Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þróunar og nýsköpunar (e. CDO, Chief Development Officer) gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth. 23. apríl 2024 11:11
Áfram skerðingar vegna „fádæma lélegs vatnsárs“ Landsvirkjun mun skerða afhendingu raforku til viðskiptavina sinna, sem flokkast sem stórnotendur, lengur fram á vorið en vonast hafði verið til. Ástæðan er fádæma lélegt vatnsár þar sem gengið hefur hratt á uppistöðulón. 11. apríl 2024 10:10
Örn Yngvi til atNorth frá Controlant Örn Ingvi Jónsson hefur verið ráðinn til gagnavers- og ofurtölvufyrirtækisins atNorth í stöðu rekstrarstjóra á Íslandi. 11. mars 2024 10:01