Fær tíu milljónir á dag í útborguð laun Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 09:01 Ivan Toney er mættur til Sádi-Arabíu og líklegur til að raða inn mörkum þar. Getty/Yasser Bakhsh Peningar gætu hafa haft eitthvað með það að gera að hinn 28 ára gamli framherji Ivan Toney skyldi ganga til liðs við Al-Ahli í Sádi-Arabíu. Þar fær hann að minnsta kosti svimandi há laun. The Telegraph greinir frá því að Toney, sem var seldur frá Brentford fyrir 40 milljónir punda, fái 400.000 pund á viku í laun. Það jafngildir rúmlega 70 milljónum króna, eða 10 milljónum á dag. Þar að auki er enginn tekjuskattur í Sádi-Arabíu og því er um útborguð laun að ræða. He’s here! 📍🤩Welcome, Ivan Toney! pic.twitter.com/aBR1GBEAt2— Al-Ahli Saudi Club (@ALAHLI_FCEN) September 1, 2024 Ekki nóg með það heldur fara laun Toney hækkandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og hann gæti því fengið 500.000 pund á viku eða rúmar 90 milljónir króna, sem gerir 12,9 milljónir á dag eða meira en hálfa milljón króna á hverjum einasta klukkutíma, líka þegar hann sefur. Ivan Toney has already got himself a new chant at Al Ahli in Saudi Arabia… pic.twitter.com/uHWmr3H9rG— george (@StokeyyG2) September 3, 2024 Toney fer til Al-Ahli á þeim aldri sem að fótboltamenn eru oft við það að ná toppnum á sínum ferli. Hann var í enska landsliðshópnum á EM í sumar og kom þrisvar inn á sem varamaður, þar á meðal í úrslitaleiknum gegn Spáni. Toney skoraði grimmt fyrir Brentford og var til að mynda með 20 mörk tímabilið 2022-23, og skoraði svo fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum eftir að hafa snúið aftur úr átta mánaða banni fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann lék ekkert með Brentford í fyrstu leikjum yfirstandandi tímabils, á meðan að óvissa ríkti um framtíð hans, og var heldur ekki valinn í landsliðshóp Lee Carsley fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
The Telegraph greinir frá því að Toney, sem var seldur frá Brentford fyrir 40 milljónir punda, fái 400.000 pund á viku í laun. Það jafngildir rúmlega 70 milljónum króna, eða 10 milljónum á dag. Þar að auki er enginn tekjuskattur í Sádi-Arabíu og því er um útborguð laun að ræða. He’s here! 📍🤩Welcome, Ivan Toney! pic.twitter.com/aBR1GBEAt2— Al-Ahli Saudi Club (@ALAHLI_FCEN) September 1, 2024 Ekki nóg með það heldur fara laun Toney hækkandi, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og hann gæti því fengið 500.000 pund á viku eða rúmar 90 milljónir króna, sem gerir 12,9 milljónir á dag eða meira en hálfa milljón króna á hverjum einasta klukkutíma, líka þegar hann sefur. Ivan Toney has already got himself a new chant at Al Ahli in Saudi Arabia… pic.twitter.com/uHWmr3H9rG— george (@StokeyyG2) September 3, 2024 Toney fer til Al-Ahli á þeim aldri sem að fótboltamenn eru oft við það að ná toppnum á sínum ferli. Hann var í enska landsliðshópnum á EM í sumar og kom þrisvar inn á sem varamaður, þar á meðal í úrslitaleiknum gegn Spáni. Toney skoraði grimmt fyrir Brentford og var til að mynda með 20 mörk tímabilið 2022-23, og skoraði svo fjögur mörk í fyrstu fimm leikjunum eftir að hafa snúið aftur úr átta mánaða banni fyrir brot á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins. Hann lék ekkert með Brentford í fyrstu leikjum yfirstandandi tímabils, á meðan að óvissa ríkti um framtíð hans, og var heldur ekki valinn í landsliðshóp Lee Carsley fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira