Ákæra leiðtoga Hamas vegna árásanna 7. október Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 09:32 Yahya Al-Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna og fimm aðrir voru ákræðir. EPA/MOHAMMED SABER Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna opinberuðu í gær ákærur á hendur Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas, og annarra leiðtoga samtakanna. Er það vegna árásanna á Ísrael þann 7. október í fyrra en ákærurnar snúast meðal annars að morðum, mannránum og hryðjuverkastarfsemi. Sinwar tók við stjórn Hamas eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Íran í júlí. Auk Sinwar eru fimm aðrir ákærðir. Þeirra á meðal er Mohammad Al-Masri, sem var leiðtogi al-Qassam-stórfylkisins svokallaða, sem er herskár armur Hamas. Marwan Issa er einnig ákærður en hann var næstráðandi al-Qassam og er talinn hafa fallið í mars. Khaled Meshaal, er æðsti erindreki Hamas-samtakanna en hann heldur til í Katar en hann var einnig ákærður auk Ali Baraka, sem er einni erindreki Hamas-samtakanna en hann er talinn halda til í Líbanon. Þá var Haniyeh einnig ákærður en eins og áður segir var hann ráðinn af dögum í sumar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði ákærurnar í gærkvöldi.AP/Mark Schiefelbein Bandaríkjamenn saka einnig Íran og Hezbollah-samtökin í Líbanon um að styðja Hamas fjárhagslega og efnislega með vopnum og öðrum hergögnum. Bandaríkin skilgreindur Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök árið 1997. Nærri því 1.200 manns féllu í árásum Hamas-liða og annarra vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október og var fjölda fólks einnig rænt og þau flutt til Gasa-strandarinnar. Rúmlega fjörutíu Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem dóu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er með málið til rannsóknar. Þrír af sex látnir Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ákærurnar, sem voru fyrst gefnar út í febrúar en innsiglaðar, þar til í gær, gætu í rauninni haft lítil áhrif þar sem Sinwar er talinn vera í felum í neðanjarðargöngum undir Gasa og að þrír af þeim sex sem eru ákærðir eru taldir látnir. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í gær að von væri á frekari aðgerðum gegn Hamas. Ákærurnar voru opinberaðar á sama tíma og erindrekar Bandaríkjanna, auk erindreka frá Egyptalandi og Katar, vinna að því að reyna að koma á vopnahléi milli Ísraela og Hamas og binda enda á stríðið á Gasaströndinni, sem staðið hefur yfir í tæpa ellefu mánuði. AP hefur eftir bandarískum embættismanni sem kemur að viðræðunum að ákærurnar ættu ekki að koma niður á þeim viðræðum. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26 Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Sinwar tók við stjórn Hamas eftir að Ismail Haniyeh var ráðinn af dögum í Íran í júlí. Auk Sinwar eru fimm aðrir ákærðir. Þeirra á meðal er Mohammad Al-Masri, sem var leiðtogi al-Qassam-stórfylkisins svokallaða, sem er herskár armur Hamas. Marwan Issa er einnig ákærður en hann var næstráðandi al-Qassam og er talinn hafa fallið í mars. Khaled Meshaal, er æðsti erindreki Hamas-samtakanna en hann heldur til í Katar en hann var einnig ákærður auk Ali Baraka, sem er einni erindreki Hamas-samtakanna en hann er talinn halda til í Líbanon. Þá var Haniyeh einnig ákærður en eins og áður segir var hann ráðinn af dögum í sumar. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, opinberaði ákærurnar í gærkvöldi.AP/Mark Schiefelbein Bandaríkjamenn saka einnig Íran og Hezbollah-samtökin í Líbanon um að styðja Hamas fjárhagslega og efnislega með vopnum og öðrum hergögnum. Bandaríkin skilgreindur Hamas-samtökin sem hryðjuverkasamtök árið 1997. Nærri því 1.200 manns féllu í árásum Hamas-liða og annarra vígamanna á suðurhluta Ísrael þann 7. október og var fjölda fólks einnig rænt og þau flutt til Gasa-strandarinnar. Rúmlega fjörutíu Bandaríkjamenn voru meðal þeirra sem dóu. Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) er með málið til rannsóknar. Þrír af sex látnir Í frétt AP fréttaveitunnar segir að ákærurnar, sem voru fyrst gefnar út í febrúar en innsiglaðar, þar til í gær, gætu í rauninni haft lítil áhrif þar sem Sinwar er talinn vera í felum í neðanjarðargöngum undir Gasa og að þrír af þeim sex sem eru ákærðir eru taldir látnir. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði í yfirlýsingu í gær að von væri á frekari aðgerðum gegn Hamas. Ákærurnar voru opinberaðar á sama tíma og erindrekar Bandaríkjanna, auk erindreka frá Egyptalandi og Katar, vinna að því að reyna að koma á vopnahléi milli Ísraela og Hamas og binda enda á stríðið á Gasaströndinni, sem staðið hefur yfir í tæpa ellefu mánuði. AP hefur eftir bandarískum embættismanni sem kemur að viðræðunum að ákærurnar ættu ekki að koma niður á þeim viðræðum.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26 Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Bretar afturkalla sum leyfi fyrir vopnaútflutningi til Ísrael Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa ákveðið að afturkalla heimildir til vopnaútflutnings til Ísrael, vegna hættunnar á því að vopnin verði notuð við brot á alþjóðalögum. 3. september 2024 06:26
Bað ísraelsku þjóðina afsökunar Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels baðst afsökunar á að hafa ekki beitt sér nægilega fyrir lausn gísla í haldi Hamas á blaðamannafundi fyrr í kvöld. 3. september 2024 00:19
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“