Flokkurinn þurfi ekki „nýútskrifaðar stúlkur sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig“ Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2024 11:52 Bolli Kristinsson vill að stofnað verði viðbótarframboð við framboð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismaður segir stofnun nýs framboðs tengdu flokknum vera mikilvægt til að sækja þá kjósendur sem hafa yfirgefið flokkinn síðustu ár undir núverandi forystu. Einungis þeir sem hafa áorkað eitthvað í lífinu fengju sæti á lista framboðsins. Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Ásgeir Bolli Kristinsson, betur þekktur sem Bolli í Sautján, sendi miðstjórn Sjálfstæðisflokksins bréf fyrir tveimur mánuðum þar sem hann óskaði eftir leyfi til að bjóða fram viðbótarlista tengdan Sjálfstæðisflokknum í þingkosningum á næsta ári, svokallaðan DD-lista. Hann hefur enn ekki fengið svar en þeir þingmenn sem DD-listinn fengi myndu ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðismanna að loknum kosningum. Bolli segir fjölda fólks hafi lýst yfir ánægju sinni á hugmynd hans. „Til þess að reyna að smala saman sjálfstæðismönnum sem hafa kosið flokkinn í þrjátíu, fjörutíu, fimmtíu, sextíu ár. Upp í sextíu ár! Áttræðir karlar sem ætla ekki að kjósa flokkinn og mig sárnar þetta. Mig langaði að koma með einhverja lausn til að þau gætu sætt sig við fólk á DD-listanum,“ segir Bolli. Árið 2019 sagði Bolli sig úr flokknum vegna ósættis með orkupakka þrjú. Hann skráði sig hins vegar aftur í flokkinn hálfu ári síðar. Sjálfstæðisflokkurinn sé hans flokkur og Bjarni hans formaður. Hins vegar þurfi að bregðast við minnkandi fylgi. Þá yrði DD-listinn ekki með prófkjör. „Það er sagt að Áslaug Arna og Guðlaugur Þór hafi í síðasta prófkjöri eytt sitthvorum fimmtán milljónunum. Þrjátíu milljónir farið í súginn. Við að rembast á innbyggðum sjálfstæðismönnum um að kjósa mig en ekki þig. Þetta er náttúrulega rugl,“ segir Bolli. Einungis þeir sem hafa áorkað einhverju fengju sæti á listanum og myndu gamlir framámenn flokksins sjá um uppstillingu. „Við erum ekkert að leita að einhverjum, hvað á ég að kalla það. Einhverjum nýútskrifuðum stúlkum sem ætla bara að blása á sér hárið og naglalakka sig. Þó ég hafi fulla virðingu fyrir ungu fólki þá þurfum við fólk með reynslu og eitthvað fólk sem hefur áunnið sér eitthvað í lífinu,“ segir Bolli.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira