Ræðst á morgun hvort Ísland taki þátt í Eurovision Bjarki Sigurðsson skrifar 4. september 2024 12:46 Reynsluboltinn Hera Björk lét tæknivandræði ekki trufla sig og stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2024. Vísir/Hulda Margrét Ríkisútvarpið mun á morgun tilkynna hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision í Basel á næsta ári. Fararstjóri íslenska hópsins sagði eftir keppnina í ár að hann gerði ráð fyrir því að Ísland tæki aftur þátt í ár, en ekkert væri meitlað í stein. Mikil óánægja var meðal hluta þjóðarinnar eftir þátttöku Íslands í keppninni í ár. RÚV og fleiri sjónvarpsstöðvar voru hvattar til að draga atriði sitt úr keppni vegna þátttöku Ísraels og báðu Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) fólk um að hætta að áreita keppendur vegna þátttöku þeirra. Fulltrúi Íslands, Hera Björk, tók hins vegar þátt og lenti í síðasta sæti keppninnar með þrjú stig. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. Eftir keppnina, sem svissneska atriðið vann, sagði fararstjóri íslenska hópsins, Rúnar Freyr Gíslason, að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Rúnar segir í dag í samtali við fréttastofu að á morgun verði ákvörðun Ríkisútvarpsins um þátttöku Íslands í Eurovision kynnt þjóðinni. Þá verður fyrirkomulag Söngvakeppninnar kynnt og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Nú þegar hafa 25 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni sem fer fram í Basel í Sviss á næsta ári. Þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári en tók ekki þátt í ár er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Mikil óánægja var meðal hluta þjóðarinnar eftir þátttöku Íslands í keppninni í ár. RÚV og fleiri sjónvarpsstöðvar voru hvattar til að draga atriði sitt úr keppni vegna þátttöku Ísraels og báðu Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) fólk um að hætta að áreita keppendur vegna þátttöku þeirra. Fulltrúi Íslands, Hera Björk, tók hins vegar þátt og lenti í síðasta sæti keppninnar með þrjú stig. Gunna Dís sá um að lýsa keppninni í stað Gísla Marteins Baldurssonar sem hætti við að lýsa vegna framgöngu Ísraela á Gasa. Eftir keppnina, sem svissneska atriðið vann, sagði fararstjóri íslenska hópsins, Rúnar Freyr Gíslason, að þátttaka Ísraela hafi haft neikvæð áhrif á keppnina. Hún hafi ekki verið sá sameiningarvettvangur sem hún á að vera. Hann sagðist gera ráð fyrir því að Ísland tæki þátt aftur á næsta ári en það væri alls ekkert staðfest. Rúnar segir í dag í samtali við fréttastofu að á morgun verði ákvörðun Ríkisútvarpsins um þátttöku Íslands í Eurovision kynnt þjóðinni. Þá verður fyrirkomulag Söngvakeppninnar kynnt og væntanlega dagsetningar um hvenær listamenn geta sent inn atriði og fleira. Nú þegar hafa 25 ríki staðfest að þau taki þátt í keppninni sem fer fram í Basel í Sviss á næsta ári. Þar á meðal eru öll hin Norðurlöndin og Ísrael. Eina ríkið sem hefur staðfest að það taki þátt á næsta ári en tók ekki þátt í ár er Svartfjallaland sem snýr aftur eftir tveggja ára hlé.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira