Eurovision 2025

Fréttamynd

Vin­sælir í Basel en hversu hátt ná þeir?

Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega.

Lífið
Fréttamynd

Svona verður röð laganna á laugar­daginn

Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­skylda truflaði flutning Ís­raela

Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 

Lífið
Fréttamynd

Þessi tíu lög komust í úr­slit

Seinna undankvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld. Sextán atriði stigu  á svið og kepptust um tíu laus sæti á úrslitakvöldinu á laugardaginn. Veðbankar voru ekki vissir hvaða atriði kæmust áfram og niðurstaðan olli ekki vonbrigðum hjá hinum hlutlausu. 

Lífið
Fréttamynd

Hera Björk mun kynna stigin

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Komast ekki á­fram nema þeir séu á skjánum

Fyrirkomulaginu um hvernig tilkynnt er hverjir komast áfram af undanúrslitakvöldi Eurovision hefur verið breytt lítillega í ár. Til að fanga viðbrögð þeirra sem komast áfram kemst atriði ekki áfram nema það sé á skjánum þegar verið er að tilkynna úrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Norður­ljósin séu svalasta undur veraldar

Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­rael sendir kvörtun til EBU

Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 

Lífið
Fréttamynd

Næsta lag fjalli um hið ís­lenska gufu­bað

Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Söngva­keppnin og stríðs­rekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“

Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma.

Lífið
Fréttamynd

VÆB opnar verslun í Kringlunni

Tónlistardúettinn VÆB, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár, hefur opnað verslun í Kringlunni í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis konar varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenski Eurovision-hópurinn lagður af stað

Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið.

Lífið
Fréttamynd

Syngja Húsa­vík á Húsa­vík með stúlknakórnum

Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er allt partur af plani hjá guði“

„Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina.

Tónlist
Fréttamynd

Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður

Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. 

Lífið