Þingmenn allra flokka missa þingsæti sín Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2024 20:01 Sextíu og þrír kjörnir fulltrúar eiga sæti á Alþingi. Þegar þing kemur saman í næstu viku bíða þingmanna nýir stólar sem leysa af stóla sem komu í þingsalinn árið 1987. Stöð 2/Sigurjón Þingmenn allra flokka sem kosnir voru til Alþingis árið 2021 hafa í einni svipan misst þingsæti sitt, nú þegar aðeins tæp vika er þar til þing kemur saman á ný. Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann. Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Nei, það er ekki þannig að búið sé að fremja byltingu á Íslandi og þingmenn beinlínis misst þingsæti sitt. „Það eru komnir nýir stólar í þingsalinn. Þeir sem voru fyrir voru frá árinu 1987. Það þykir nú nokkuð góð ending. Við vonumst auðvitað til að þessir endist jafn lengi,” segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis þar sem hún sýnir okkur nýju þingsætin. Stólarnir væru ljósari en þeir sem fyrir voru eins og leðurklæðningin í borðplötunum. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis er hæstánægð með nýju stólana og vonar að þeir eigi eftir að endast vel.Stöð 2/Sigurjón „Þetta er íslensk hönnun. Hönnuðurinn er Erla Sólveig Óskarsdóttir. Það er Á. Guðmundsson sem sá um að bólstra þessa stóla. Áklæðið er valið af Önnu Leoniak hönnuði. Síðan er það forsetastóllinn og stólar starfsfólksins, aðstoðarfólks á þingfundum. Það er bólstrarinn á Langholtsvegi sem bólstraði þessa stóla. Það er búið að laga líka sessurnar, þannig að ég myndi segja að þeir væru mun þægilegri fyrir vikið,” segir Ragna. Hluti þingsalarins frá sjaldséuðu sjónarhorni frá stóli forseta Alþingis, sem einnig hefur verið klæddur upp á nýtt.Stöð 2/Sigurjón Og forsetastóllinn er auðvitað gamall og virðulegur stóll. Hann var smíðaður á árunum 1924 til 1925 og Ríkharður Jónsson skar út í hann skjaldarmerkið og annað skraut. Ráðherrastólarnir voru einnig endurnýjaðir en skjaldarmerkið á þeim var farið að láta á sjá með tímanum. Nýju þingsætin eru töluvert ljósari að liti en fyrri stólar.Stöð 2/Sigurjón „Þannig að það kom sú hugmynd að sauma frekar skjaldarmerkið í. Okkur þykir það koma ótrúlega vel út. Það er saumastofan Óli Prik sem sá um það. Þetta kemur mjög vel út.” Heldur þú að þræðirnir í þessu séu það sterkir að þeir þoli núning ráðherranna? Ráðherrastólarnir eru auðkenndir með skjaldarmerki lýðveldisins. Það var farið að láta á sjá á eldri stólum og því var ákveðið að sauma merkið í nýju stólana.Stöð 2/Sigurjón „Já, þeir gera það. Það er ekki nokkur vafi, þú sérð það,“ segir skrifstofustjóri Alþingis og tekur fram að gömlu stólarnir verði geymdir eins og enn eldri stólar sem skipt var út árið 1987 og eru ekki til sölu, þrátt fyrir auðsýndan áhuga á að kaupa þá. Þeir muni nýtast við alls kyns tilefni. Á ég ekki að prófa að taka mér sæti á þingi og athuga hvort þetta eru góðir stólar og hönnun? „Jú, gerðu það,” svarar Ragna. Eftir að hafa nýtt sér þetta einstaka tækifæri fannst fréttamanni tilvalið að nýta einnig atkvæðagreiðslukerfi þingmanna og greiða atvkæði um gæði stólanna. Eru þeir góðir? „Það er bara já,“ segir fréttamaðurinn sáttur og þrýstir á Já-takkann.
Alþingi Tíska og hönnun Arkitektúr Hús og heimili Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira