Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 07:03 Caitlin Clark og Sir Charles Barkley. Hann hrósar henni og skilur ekki í allri neikvæðninni. Getty/Sam Hodde/Mitchell Layton NBA goðsögnin Sir Charles Barkley er allt annað en hrifinn af meðferðinni á nýliðanum Caitlin Clark í umfjöllun kvenna um WNBA deildina í Bandaríkjunum. Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) WNBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Clark á mikinn þátt í auknum áhuga á kvennakörfunni í Bandaríkjunum enda falla met allt í kringum hana. Þá erum við að tala um met tengdum áhuga, áhorfi og sölu varnings. Komnar inn í úrslitakeppnina Clark sjálf er síðan að setja hvert metið á fætur öðru inn í vellinum og lið hennar er búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum. Eftir mjög erfiða byrjun þá tókst Indiana Fever að snúa við blaðinu og hefur nú unnið fjóra leiki í röð og 16 af síðustu 24 leikjum sínum. Caitlin hefur verið valin leikmaður vikunnar undanfarnar tvær vikur. Þrátt fyrir þetta og 18,7 stig og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik þá tekur Barkley eftir því að fyrrum leikmenn og margir sérfræðingar í WNBA tala Clark niður við hvert tækifæri. Hefðu ekki getað klúðrað þessu meira „Ég er aðdáandi WNBA deildarinnar en þessar konur hefðu ekki getað klúðrað þessu meira þótt að þær hefðu reynt að gera það,“ sagði Sir Charles Barkley í viðtali í hlaðvarpsþætti Bill Simmons. „Fólk trúir því sem það heyrir okkur segja í sjónvarpinu. Bara af því að fólki líkar ekki við þig eða við þinn persónuleika þá finnst því bara í lagi að tala illa um þig. Það er bara algjört rugl,“ sagði Barkley. Þessi stelpa er ótrúleg „Þessi stelpa er ótrúleg. Hvernig hún hefur náð í alla þessa athygli og fengið öll þessi augu til að fylgjast með háskólakörfunni og WNBA. Það að þessar konur skuli verða svona smásálarlegar og öfundsjúkar er óskiljanlegt,“ sagði Barkley. „Þú segir við sjálfan þig: Hvað er eiginlega í gangi hérna? Það sem ég elska líka við hana er að hún segir aldrei neitt. Þrátt fyrir að þessa konur, sem ég elska og virði sem leikmenn, hafi ekkert getað klúðrað þessu meira. Það hefur verið svo rosaleg neikvæðni í gangi,“ sagði Barkley. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
WNBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum