Ferðast í sólarhring til að spila á Íslandi og kvíða ekki kuldanum Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2024 08:30 Stefan Mugosa, hér með mottu, er lunkinn markaskorari. Getty/Alex Nicodim Tveir leikmenn svartfellska landsliðsins í fótbolta hafa þurft að hafa ansi mikið fyrir því að mæta Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. Svartfellski hópurinn lendir í Keflavík eftir hádegi og æfir svo á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn við Ísland sem hefst klukkan 18:45 á morgun. Í liði Svartfjallalands eru meðal annars þeir Marko Tuci, varnarmaður, og Stefan Mugosa sem skorað hefur 15 mörk fyrir landslið Svartfjallalands og er næstmarkahæstur á eftir fyrirliðanum Stevan Jovetic. Þeir Tuci og Mugosa leika báðir með suður-kóreskum félagsliðum og þurftu samkvæmt svartfellskum miðlum að ferðast í meira en sólarhring bara til þess að komast heim til Svartfjallalands. Við það bætist svo fimm klukkutíma flug til Íslands í dag. Marko Tuci til varnar gegn James Maddison í æfingaleik gegn Tottenham í Seúl í sumar.Getty/Han Myung-Gu Leikmennirnir spila svo heima í Svartfjallalandi gegn Wales á mánudaginn áður en þeir þurfa að ferðast aftur til Asíu. Allt þetta ferðalag á tíu dögum. „Eftir ferðalagið frá Kóreu þá er nú bara ekkert mál að ferðast til Íslands,“ sagði Tuci fyrir flugið til Íslands. „Þetta er svolítið erfitt ferðalag en ég vona að það komi ekki niður á undirbúningi okkar eða frammistöðu,“ bætti hann við. „Við erum svo sannarlega tilbúnir að byrja. Við erum búnir að greina íslenska liðið og sáum að þetta er mjög agað lið. Þeir nota langar sendingar en eru líka góðir á seinni boltanum. Við sáum líka gallana þeirra sem ég vona að við getum nýtt okkur,“ sagði Tuci og kvaðst ekki kvíða yfir hitamismuninum við það að spila í besta falli í tíu stiga hita í Reykjavík. Hann þæði frekar meiri kulda en meiri hita. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 á morgun, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarlega er fjallað um leiki Íslands á Vísi. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Sjá meira
Svartfellski hópurinn lendir í Keflavík eftir hádegi og æfir svo á Laugardalsvelli í dag, fyrir leikinn við Ísland sem hefst klukkan 18:45 á morgun. Í liði Svartfjallalands eru meðal annars þeir Marko Tuci, varnarmaður, og Stefan Mugosa sem skorað hefur 15 mörk fyrir landslið Svartfjallalands og er næstmarkahæstur á eftir fyrirliðanum Stevan Jovetic. Þeir Tuci og Mugosa leika báðir með suður-kóreskum félagsliðum og þurftu samkvæmt svartfellskum miðlum að ferðast í meira en sólarhring bara til þess að komast heim til Svartfjallalands. Við það bætist svo fimm klukkutíma flug til Íslands í dag. Marko Tuci til varnar gegn James Maddison í æfingaleik gegn Tottenham í Seúl í sumar.Getty/Han Myung-Gu Leikmennirnir spila svo heima í Svartfjallalandi gegn Wales á mánudaginn áður en þeir þurfa að ferðast aftur til Asíu. Allt þetta ferðalag á tíu dögum. „Eftir ferðalagið frá Kóreu þá er nú bara ekkert mál að ferðast til Íslands,“ sagði Tuci fyrir flugið til Íslands. „Þetta er svolítið erfitt ferðalag en ég vona að það komi ekki niður á undirbúningi okkar eða frammistöðu,“ bætti hann við. „Við erum svo sannarlega tilbúnir að byrja. Við erum búnir að greina íslenska liðið og sáum að þetta er mjög agað lið. Þeir nota langar sendingar en eru líka góðir á seinni boltanum. Við sáum líka gallana þeirra sem ég vona að við getum nýtt okkur,“ sagði Tuci og kvaðst ekki kvíða yfir hitamismuninum við það að spila í besta falli í tíu stiga hita í Reykjavík. Hann þæði frekar meiri kulda en meiri hita. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 á morgun, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarlega er fjallað um leiki Íslands á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02 Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Sjá meira
Fékk góð ráð frá pabba: „Alltaf til staðar til að hjálpa okkur“ Andri Lucas Guðjohnsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á morgun þegar liðið mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í fótbolta. Andri er núna orðinn leikmaður Gent í Belgíu, eftir að hafa þegið ráð frá fyrrverandi landsliðsþjálfarateymi Íslands. 5. september 2024 08:02