„Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2024 10:36 Gisele Pelicot í dómshúsinu í Avignon í Frakklandi í morgun. AP/Lewis Joly Frönsk kona sem nauðgað var ítrekað af ókunnugum mönnum eftir að eiginmaður hennar til fimmtíu ára byrlaði henni yfir tíu ára tímabil, segir lögregluna hafa bjargað lífi sínu með því að koma upp um hann. Réttarhöld yfir manninum og 51 öðrum sem nauðguðu henni standa nú yfir en þau fara fram fyrir opnum dyrum, að kröfu konunnar. Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að eiginmaður konunnar, sem er 72 ára gömul og heitir Gisele, byrlaði henni og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Í dómsal í morgun rifjaði konan upp þegar lögregluþjónar sýndu henni fyrst hluta af því myndefni sem eiginmaður hennar, Dominique Pelicot (71), hafði tekið á meðan verið var að nauðga henni. Hún sagði veröld sína og líf hennar sem hún hefði byggt á fimmtíu árum hafa fallið saman. Þetta var í lok árs 2020 en hún sagðist ekki hafa haft kjark til að horfa á myndbönd sem Pelicot tók upp fyrr en í maí 2022. Lögregluþjónar fundu rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga konunni í fórum Pelicot, eftir að hann var gómaður við að reyna að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. „Þetta var hreinlega hrollvekja,“ sagði konan í morgun. „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku.“ „Ég ligg þarna hreyfingarlaus á rúminu, á meðan það er verið að nauðga mér,“ sagði hún einnig í dómsal samkvæmt AFP fréttaveitunni. Pelicot er sagður hafa verið álútur í dómsal meðan eiginkona hans fyrrverandi sagði sögu sína. Höfðu aldrei samband við lögreglu Hann hefur játað brot sín gegn konunni og að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999. Hann hefur einnig verið sakaður um að nauðga og myrða 23 ára konu árið 1991 en hefur ekki gengist við því. Lögmenn sumra hinna mannanna sem réttað er yfir segja skjólstæðinga sína hafa talið að þeir væru að hjálpa pari við að upplifa einhverja kynferðislega draumóra. Mennina fann Pelicot á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Þá hefur Pelicot sagt að hann hafi gert mönnunum ljóst að þetta væri ekki með samþykki hennar. Enginn þeirra hafði samband við lögreglu vegna nauðgananna, samkvæmt frétt Le Monde. Konan gaf í dómsal í morgun lítið fyrir yfirlýsingar um að mennirnir hafi talið sig vera að hjálpa pari við að bæta kryddi í kynlíf þeirra. „Þetta var ekki kynlíf. Þetta voru nauðganir.“ Sér mappa fyrir hvern mann Maðurinn sem leiddi rannsókn lögreglunnar sagði frá því í gær að myndefnið og önnur gögn sem Pelicot hafði haldið, hefðu hjálpað verulega við að finna mennina sem nauðguðu Gisele. Hann fékk fjóra rannsakendur með sér í lið sem hann sagðist hafa vitað að réðu við að horfa á myndefnið, því það gætu ekki allir. Pelicot hafði flokkað allt myndefnið í mismunandi möppur fyrir hvern einasta mann sem hafði nauðgað Gisele. Möppurnar báru nöfn eins og „Chris slökkviliðsmaður“, „Quentin“, „Gaston“ og „Svarti David“, samkvæmt frétt France24. Rannsakendur notuðu símagögn til viðbótar við myndefnið, auk hugbúnaðar til að bera kennsl á mennina. Af 72 tveimur mönnum báru þeir kennsl á 54. Einn er látinn og tveir voru ekki ákærðir vegna skorts á sönnunargögnum. Af 51 manni sem hefur verið ákærður eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist. Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pelicot Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Frá 2011 til 2020 er vitað til þess að eiginmaður konunnar, sem er 72 ára gömul og heitir Gisele, byrlaði henni og að minnsta kosti 72 menn nauðguðu henni í að minnsta kosti 92 skipti. Þar að auki nauðgaði hann henni einn oftar en hundrað sinnum. Nauðganirnar myndaði hann og skráði ítarlega á meðan hann hvatti mennina áfram eða tók þátt í því að nauðga þáverandi eiginkonu sinni. Í dómsal í morgun rifjaði konan upp þegar lögregluþjónar sýndu henni fyrst hluta af því myndefni sem eiginmaður hennar, Dominique Pelicot (71), hafði tekið á meðan verið var að nauðga henni. Hún sagði veröld sína og líf hennar sem hún hefði byggt á fimmtíu árum hafa fallið saman. Þetta var í lok árs 2020 en hún sagðist ekki hafa haft kjark til að horfa á myndbönd sem Pelicot tók upp fyrr en í maí 2022. Lögregluþjónar fundu rúmlega tuttugu þúsund ljósmyndir og myndbönd af mönnum nauðga konunni í fórum Pelicot, eftir að hann var gómaður við að reyna að taka myndir undir pils kvenna í verslunarmiðstöð. „Þetta var hreinlega hrollvekja,“ sagði konan í morgun. „Þeir komu fram við mig eins og tuskudúkku.“ „Ég ligg þarna hreyfingarlaus á rúminu, á meðan það er verið að nauðga mér,“ sagði hún einnig í dómsal samkvæmt AFP fréttaveitunni. Pelicot er sagður hafa verið álútur í dómsal meðan eiginkona hans fyrrverandi sagði sögu sína. Höfðu aldrei samband við lögreglu Hann hefur játað brot sín gegn konunni og að hafa reynt að nauðga nítján ára konu árið 1999. Hann hefur einnig verið sakaður um að nauðga og myrða 23 ára konu árið 1991 en hefur ekki gengist við því. Lögmenn sumra hinna mannanna sem réttað er yfir segja skjólstæðinga sína hafa talið að þeir væru að hjálpa pari við að upplifa einhverja kynferðislega draumóra. Mennina fann Pelicot á netspjallborðinu „a son insu“ (á frönsku þýðir það „án þess að hún/hann viti“). Þar ræddu meðlimir vettvangsins sín á milli um nauðganir sem þeir framkvæma á konum, oft þegar búið er að byrla þeim. Þá hefur Pelicot sagt að hann hafi gert mönnunum ljóst að þetta væri ekki með samþykki hennar. Enginn þeirra hafði samband við lögreglu vegna nauðgananna, samkvæmt frétt Le Monde. Konan gaf í dómsal í morgun lítið fyrir yfirlýsingar um að mennirnir hafi talið sig vera að hjálpa pari við að bæta kryddi í kynlíf þeirra. „Þetta var ekki kynlíf. Þetta voru nauðganir.“ Sér mappa fyrir hvern mann Maðurinn sem leiddi rannsókn lögreglunnar sagði frá því í gær að myndefnið og önnur gögn sem Pelicot hafði haldið, hefðu hjálpað verulega við að finna mennina sem nauðguðu Gisele. Hann fékk fjóra rannsakendur með sér í lið sem hann sagðist hafa vitað að réðu við að horfa á myndefnið, því það gætu ekki allir. Pelicot hafði flokkað allt myndefnið í mismunandi möppur fyrir hvern einasta mann sem hafði nauðgað Gisele. Möppurnar báru nöfn eins og „Chris slökkviliðsmaður“, „Quentin“, „Gaston“ og „Svarti David“, samkvæmt frétt France24. Rannsakendur notuðu símagögn til viðbótar við myndefnið, auk hugbúnaðar til að bera kennsl á mennina. Af 72 tveimur mönnum báru þeir kennsl á 54. Einn er látinn og tveir voru ekki ákærðir vegna skorts á sönnunargögnum. Af 51 manni sem hefur verið ákærður eru átján í haldi en 32 ganga lausir. Einn hefur aldrei fundist.
Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mál Dominique Pelicot Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira