Emma Hayes: Karlarnir ekki tilbúnir fyrir kvenþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2024 07:01 Emma Hayes fagnar hér Ólympíugullinu með leikmönnum sinum Mallory Swanson, Alyssu Naeher, Lindsey Horan, Naomi Girma, Trinity Rodman og Sophiu Smith. Getty/Brad Smith Hver verður fyrsta konan til að taka við karlaliði í enska fótboltanum? Það gæti verið langt í það að við fáum svar við þeirri spurningu ef marka má einn besta kvenþjálfara heims. Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Sjá meira
Emma Hayes, er þjálfari Ólympíumeistara Bandaríkjanna og hún er mjög ofarlega á blaði þegar talað er um bestu þjálfara kvennaboltans. Emma er líka í hóp þeirra kvenþjálfara sem sumir hafa fabúlerað um að gætu stigið skrefið yfir í karlaboltann. Hayes var einmitt spurð út í þetta í útvarpsþættinum Today á BBC. Umsjónarmaðurinn spurði hana þá hreint út í það hvort fótboltakarlar væru hreinlega tilbúnir fyrir það að fá kvenþjálfara. „Auðvitað eru þeir það ekki. Annars væri þetta orðið að veruleika,“ sagði Emma Hayes. Fjórðu deildarliðið Forest Green Rovers réði hana Hannah Dingley í fyrra og var þá fyrsta karlaliðið til að fá kvenþjálfara. Sú ráðning var þó aðeins tímabundin og hún entist stutt. „Ég hef sagt þetta milljón sinnum. Þú getur fundið kvenkyns flugmann, kvenkyns lækni, kvenkyns lögmann, kvenkyns bankastarfsmann en þú finnur ekki konu að þjálfara í karlaboltanum. Konu að leiða karla,“ sagði Hayes. Emma Hayes says the men's game is not ready to appoint female managers 🗣️ pic.twitter.com/LrVAQGQMjW— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024 „Það sýnir bara að það er mikil vinna eftir. Að mínu mati snýst þetta um þá sem ráða. Þú verður að spyrja þá,“ sagði Hayes. Hayes gerði Chelsea sjö sinnum að Englandsmeisturum á tólf árum. Á þeim tíma skipti karlalið Chelsea margoft um knattspyrnustjóra. „Stundum heldur fólk að konur geti ekki sýrt búningsklefa með fullt af karlmönnum. Ég stýri um 25 mönnum á hverjum degi,“ sagði Hayes. „Ég held að leikmennirnir verði aldrei vandamálið. Þeir vilja láta þjálfa sig. Ef besti þjálfarakosturinn í boði er kona þá hljóta þeir að átta sig einhvern tímann á því að það sé best að ráða hana bara,“ sagði Hayes. Emma Hayes: "You can find a female pilot, a female doctor, a female lawyer, a female banker, but you can't find a female coach working in the men's game, leading men." pic.twitter.com/yWoQT7xyFu— BBC Sport (@BBCSport) September 5, 2024
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Sjá meira