Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 21:56 Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Haukanna í kvöld en hann kom til liðsins frá KA í sumar. @haukar_handbolti Haukar unnu 27-26 sigur á Afturelding í fyrstu umferð Olís deild karla í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Hauka því hann skoraði sigurmarkið með frábæru langskoti nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson spilaði ekki mikið með Haukum í kvöld en gaf liðinu tækifæri á því að vinna leikinn með því að verja víti skömmu fyrir leikslok. Skarphéðinn Ívar skoraði þetta sigurmark í sínum fyrsta deildarleik með Haukum en hann kom til liðsins í sumar frá KA. Þráinn Orri Jónsson var markahæstur hjá Haukum með sex mörk en Skarphéðinn Ívar skoraði fjögur mörk eins og Andri Fannar Elísson. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Mosfellinga og Blær Hinriksson var með sjö mörk. Haukar komust í 2-0 í byrjun leiks en Mosfellingar jöfnuðu strax í 2-2 og eftir það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleiknum. Afturelding var samt lengst skrefinu á undan, komst meðal annars í 7-5 og 10-8 en Haukunum tókst að jafna og voru komnir yfir fyrir hálfleik. Ihor Kopyshynskyi jafnaði síðan metin í 14-14 fyrir hálfleiksflautið. Áfram var jafnt á flestum tölum í síðari hálfleik. Haukarnir voru aftur á móti komnir með frumkvæðið ólíkt því hvernig þetta var lengst af fyrir hálfleik. Haukarnir voru síðan komnir þremur mörkum yfir, 23-20, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukamarkvörðurinn Vilius Rasimas var Mosfellingum erfiður ekki síst í seinni hálfleiknum þegar Haukaliðið var að ná upp forskotinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók gott leikhlé og hans menn minnkuðu muninn strax í eitt mark, 23-22. Haukarnir misstu samt ekki frumkvæðið en losuðu sig heldur ekki við gestina. Blær Hinriksson jafnaði metin í 25-25 með frábæru marki og síðust fjórar mínúturnar voru æsispennandi. Þráinn Orri Jónsson kom Haukum aftur yfir í 26-25 en Ihor Kopyshynskyi jafnaði í næstu sókn. Haukar skutu í slá og Blær gerði vel hinum megin með því að fiska vítakast. Aron Rafn Eðvarðsson varði hins vegar víti frá Birgi Stein tuttugu sekúndum fyrir leikslok og Haukar fengu lokasókn leiksins. Þar var spilað upp fyrir Skarphéðinn sem blómstraði í hetjuhlutverkinu í fyrsta deildarleiknum í Haukabúningnum. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Hauka því hann skoraði sigurmarkið með frábæru langskoti nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson spilaði ekki mikið með Haukum í kvöld en gaf liðinu tækifæri á því að vinna leikinn með því að verja víti skömmu fyrir leikslok. Skarphéðinn Ívar skoraði þetta sigurmark í sínum fyrsta deildarleik með Haukum en hann kom til liðsins í sumar frá KA. Þráinn Orri Jónsson var markahæstur hjá Haukum með sex mörk en Skarphéðinn Ívar skoraði fjögur mörk eins og Andri Fannar Elísson. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Mosfellinga og Blær Hinriksson var með sjö mörk. Haukar komust í 2-0 í byrjun leiks en Mosfellingar jöfnuðu strax í 2-2 og eftir það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleiknum. Afturelding var samt lengst skrefinu á undan, komst meðal annars í 7-5 og 10-8 en Haukunum tókst að jafna og voru komnir yfir fyrir hálfleik. Ihor Kopyshynskyi jafnaði síðan metin í 14-14 fyrir hálfleiksflautið. Áfram var jafnt á flestum tölum í síðari hálfleik. Haukarnir voru aftur á móti komnir með frumkvæðið ólíkt því hvernig þetta var lengst af fyrir hálfleik. Haukarnir voru síðan komnir þremur mörkum yfir, 23-20, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukamarkvörðurinn Vilius Rasimas var Mosfellingum erfiður ekki síst í seinni hálfleiknum þegar Haukaliðið var að ná upp forskotinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók gott leikhlé og hans menn minnkuðu muninn strax í eitt mark, 23-22. Haukarnir misstu samt ekki frumkvæðið en losuðu sig heldur ekki við gestina. Blær Hinriksson jafnaði metin í 25-25 með frábæru marki og síðust fjórar mínúturnar voru æsispennandi. Þráinn Orri Jónsson kom Haukum aftur yfir í 26-25 en Ihor Kopyshynskyi jafnaði í næstu sókn. Haukar skutu í slá og Blær gerði vel hinum megin með því að fiska vítakast. Aron Rafn Eðvarðsson varði hins vegar víti frá Birgi Stein tuttugu sekúndum fyrir leikslok og Haukar fengu lokasókn leiksins. Þar var spilað upp fyrir Skarphéðinn sem blómstraði í hetjuhlutverkinu í fyrsta deildarleiknum í Haukabúningnum.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira