Skarphéðinn tryggði Haukum sigurinn með frábæru marki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2024 21:56 Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Haukanna í kvöld en hann kom til liðsins frá KA í sumar. @haukar_handbolti Haukar unnu 27-26 sigur á Afturelding í fyrstu umferð Olís deild karla í handbolta á Ásvöllum í kvöld. Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Hauka því hann skoraði sigurmarkið með frábæru langskoti nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson spilaði ekki mikið með Haukum í kvöld en gaf liðinu tækifæri á því að vinna leikinn með því að verja víti skömmu fyrir leikslok. Skarphéðinn Ívar skoraði þetta sigurmark í sínum fyrsta deildarleik með Haukum en hann kom til liðsins í sumar frá KA. Þráinn Orri Jónsson var markahæstur hjá Haukum með sex mörk en Skarphéðinn Ívar skoraði fjögur mörk eins og Andri Fannar Elísson. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Mosfellinga og Blær Hinriksson var með sjö mörk. Haukar komust í 2-0 í byrjun leiks en Mosfellingar jöfnuðu strax í 2-2 og eftir það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleiknum. Afturelding var samt lengst skrefinu á undan, komst meðal annars í 7-5 og 10-8 en Haukunum tókst að jafna og voru komnir yfir fyrir hálfleik. Ihor Kopyshynskyi jafnaði síðan metin í 14-14 fyrir hálfleiksflautið. Áfram var jafnt á flestum tölum í síðari hálfleik. Haukarnir voru aftur á móti komnir með frumkvæðið ólíkt því hvernig þetta var lengst af fyrir hálfleik. Haukarnir voru síðan komnir þremur mörkum yfir, 23-20, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukamarkvörðurinn Vilius Rasimas var Mosfellingum erfiður ekki síst í seinni hálfleiknum þegar Haukaliðið var að ná upp forskotinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók gott leikhlé og hans menn minnkuðu muninn strax í eitt mark, 23-22. Haukarnir misstu samt ekki frumkvæðið en losuðu sig heldur ekki við gestina. Blær Hinriksson jafnaði metin í 25-25 með frábæru marki og síðust fjórar mínúturnar voru æsispennandi. Þráinn Orri Jónsson kom Haukum aftur yfir í 26-25 en Ihor Kopyshynskyi jafnaði í næstu sókn. Haukar skutu í slá og Blær gerði vel hinum megin með því að fiska vítakast. Aron Rafn Eðvarðsson varði hins vegar víti frá Birgi Stein tuttugu sekúndum fyrir leikslok og Haukar fengu lokasókn leiksins. Þar var spilað upp fyrir Skarphéðinn sem blómstraði í hetjuhlutverkinu í fyrsta deildarleiknum í Haukabúningnum. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Sjá meira
Skarphéðinn Ívar Einarsson var hetja Hauka því hann skoraði sigurmarkið með frábæru langskoti nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Rafn Eðvarðsson spilaði ekki mikið með Haukum í kvöld en gaf liðinu tækifæri á því að vinna leikinn með því að verja víti skömmu fyrir leikslok. Skarphéðinn Ívar skoraði þetta sigurmark í sínum fyrsta deildarleik með Haukum en hann kom til liðsins í sumar frá KA. Þráinn Orri Jónsson var markahæstur hjá Haukum með sex mörk en Skarphéðinn Ívar skoraði fjögur mörk eins og Andri Fannar Elísson. Birgir Steinn Jónsson skoraði átta mörk fyrir Mosfellinga og Blær Hinriksson var með sjö mörk. Haukar komust í 2-0 í byrjun leiks en Mosfellingar jöfnuðu strax í 2-2 og eftir það var jafnt á flestum tölum í fyrri hálfleiknum. Afturelding var samt lengst skrefinu á undan, komst meðal annars í 7-5 og 10-8 en Haukunum tókst að jafna og voru komnir yfir fyrir hálfleik. Ihor Kopyshynskyi jafnaði síðan metin í 14-14 fyrir hálfleiksflautið. Áfram var jafnt á flestum tölum í síðari hálfleik. Haukarnir voru aftur á móti komnir með frumkvæðið ólíkt því hvernig þetta var lengst af fyrir hálfleik. Haukarnir voru síðan komnir þremur mörkum yfir, 23-20, þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Haukamarkvörðurinn Vilius Rasimas var Mosfellingum erfiður ekki síst í seinni hálfleiknum þegar Haukaliðið var að ná upp forskotinu. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, tók gott leikhlé og hans menn minnkuðu muninn strax í eitt mark, 23-22. Haukarnir misstu samt ekki frumkvæðið en losuðu sig heldur ekki við gestina. Blær Hinriksson jafnaði metin í 25-25 með frábæru marki og síðust fjórar mínúturnar voru æsispennandi. Þráinn Orri Jónsson kom Haukum aftur yfir í 26-25 en Ihor Kopyshynskyi jafnaði í næstu sókn. Haukar skutu í slá og Blær gerði vel hinum megin með því að fiska vítakast. Aron Rafn Eðvarðsson varði hins vegar víti frá Birgi Stein tuttugu sekúndum fyrir leikslok og Haukar fengu lokasókn leiksins. Þar var spilað upp fyrir Skarphéðinn sem blómstraði í hetjuhlutverkinu í fyrsta deildarleiknum í Haukabúningnum.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Sjá meira