Stjörnu-Sævarar leiddu saman hesta sína Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 23:26 Það fór vel á með Stjörnu-Neil og Stjörnu-Sævari þegar þeir hittust í Hayden-stjörnuverinu í New York. Sævar Helgi Bragason Tveir þekktir vísindamiðlarar leiddu saman hesta sína þegar Sævar Helgi Bragason og Neil Degrasse Tyson hittust í New York í Bandaríkjunum í dag. Fundur þeir tengist að hluta frétt Vísis af heimsókn Tyson til Íslands þar sem honum var lýst sem bandarískum Stjörnu-Sævari. Tyson er stjarneðlisfræðingur við Hayden-stjörnuver Vísindasögusafns Bandaríkjanna í New York. Hann er jafnframt heimsþekktur vísindamiðlari, ekki síst fyrir sjónvarpsþættina „Cosmos“, endurgerð af sígildum vísindaþáttum stjörnufræðingsins Carls Sagan. Hann hefur einnig stýrt útvarpsþáttunum Startalk Radio. Sævar Helgi hefur getið sér gott orð fyrir að boða fagnaðarerindi stjörnufræðinnar á Íslandi og síðar fyrir vísindamiðlun almennt. Fyrir það hefur hann hlotið nafnbótina Stjörnu-Sævar í fjölmiðlum. Þegar Tyson kom hingað til lands í júní þótti að minnsta kosti einum blaðamanni Vísis því ekki óeðlilegt að tala um hann sem Stjörnu-Sævar Bandaríkjamanna. Hafði húmor fyrir viðurnefninu Í stuttu samtali við Vísi segir Sævar Helgi að hann hafi sent Tyson frétt Vísis í sumar og að hann hafi haft húmor fyrir því sem þar stóð. Hann hafi þá boðið Sævari Helga heim næst þegar hann ætti leið um New York. Þeir hittust svo á skrifstofu Tyson í Hayden-stjörnuverinu í dag. „Loksins, loksins hitti hinn bandaríski Stjörnu-Sævar þann íslenska,“ segir í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum með myndum sem hann birti af sér með Tyson í dag. Bæði Tyson og Sævar Helgi hafa verið fastagestir í fjölmiðlum þegar útskýra þarf vísindin á alþýðlegan hátt.Sævar Helgi Bragason Sævar Helgi segir að þeir Tyson hafi meðal annars rætt um Ísland og norðurljós en Tyson hefur aldrei séð þau almennilega. „Við ætlum einhvern tímann að bæta úr því,“ segir Sævar Helgi sem gaf Tyson nýjustu bók sína „Iceland at Night“ sem fjallar um norðurljósin og næturhimininn yfir Íslandi. Babak Tafreshi, ljósmyndarinn sem tók myndirnar fyrir bókina, er sameiginlegur vinur þeirra Tyson. Íslendingar erlendis Vísindi Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Tyson er stjarneðlisfræðingur við Hayden-stjörnuver Vísindasögusafns Bandaríkjanna í New York. Hann er jafnframt heimsþekktur vísindamiðlari, ekki síst fyrir sjónvarpsþættina „Cosmos“, endurgerð af sígildum vísindaþáttum stjörnufræðingsins Carls Sagan. Hann hefur einnig stýrt útvarpsþáttunum Startalk Radio. Sævar Helgi hefur getið sér gott orð fyrir að boða fagnaðarerindi stjörnufræðinnar á Íslandi og síðar fyrir vísindamiðlun almennt. Fyrir það hefur hann hlotið nafnbótina Stjörnu-Sævar í fjölmiðlum. Þegar Tyson kom hingað til lands í júní þótti að minnsta kosti einum blaðamanni Vísis því ekki óeðlilegt að tala um hann sem Stjörnu-Sævar Bandaríkjamanna. Hafði húmor fyrir viðurnefninu Í stuttu samtali við Vísi segir Sævar Helgi að hann hafi sent Tyson frétt Vísis í sumar og að hann hafi haft húmor fyrir því sem þar stóð. Hann hafi þá boðið Sævari Helga heim næst þegar hann ætti leið um New York. Þeir hittust svo á skrifstofu Tyson í Hayden-stjörnuverinu í dag. „Loksins, loksins hitti hinn bandaríski Stjörnu-Sævar þann íslenska,“ segir í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum með myndum sem hann birti af sér með Tyson í dag. Bæði Tyson og Sævar Helgi hafa verið fastagestir í fjölmiðlum þegar útskýra þarf vísindin á alþýðlegan hátt.Sævar Helgi Bragason Sævar Helgi segir að þeir Tyson hafi meðal annars rætt um Ísland og norðurljós en Tyson hefur aldrei séð þau almennilega. „Við ætlum einhvern tímann að bæta úr því,“ segir Sævar Helgi sem gaf Tyson nýjustu bók sína „Iceland at Night“ sem fjallar um norðurljósin og næturhimininn yfir Íslandi. Babak Tafreshi, ljósmyndarinn sem tók myndirnar fyrir bókina, er sameiginlegur vinur þeirra Tyson.
Íslendingar erlendis Vísindi Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira