Átta réðust á einn og höfðu af honum gleraugun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 06:24 Lögregla sinnti fjölbreyttum verkefnum á vaktinni í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti meðal annars fimm útköllum vegna líkamsárása á vaktinni i gærkvöldi og nótt og þremur vegna heimilisofbeldis. Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni. Lögreglumál Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Ekki er gerð grein fyrir öllum málunum í tilkynningu lögreglu yfir verkefni næturinnar og sérstaklega tekið fram að lögregla veiti ekki upplýsingar um sérstaklega viðkvæm mál á þessu stigi. Hins vegar eru nokkur mál rakin, meðal annars útkall sem barst vegna manns sem hafði slegið annan mann í andlitið með golfkylfu, nánar tiltekið 5-tré. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu og kylfan haldlögð. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka á andliti en sagðist ekki nenna að fara á slysadeild. Lögregla var einnig kölluð til vegna ógnandi manns í bílakjallara en sá reyndist hafa brotið framrúðu í bifreið og rænt fjármunum af tilkynnanda með því að hóta honum barsmíðum með flösku. Maðurinn var handtekinn og á honum fundust ætluð fíkniefni og ætlað þýfi. Annar maður sem tók þátt í ráninu og hafði í hótunum með eggvopni var farinn þegar lögreglu bar að og hefur ekki fundist. Lögregla sinnti einnig útkalli þar sem aðstoðar var óskað vegna ráns en þar voru átta sagðir hafa ráðist að einum og tekið af honum gleraugun. Árásarþoli sagði mennina hafa kýlt sig í höfuðið, dregið sig niður í jörðina og sparkað í hnakka og bak. Flestir sem komu að málum eru óþekktir og allir eru ófundnir. Málið er í rannsókn. Ein eftirför var farin í gær þegar ökumaður freistaði þess að komast undan lögreglu. Stöðvaði hann loks bifreið sína en hljóp í burtu í gegnum garða við íbúðarhús. Lögreglumenn náðu manninum og yfirbuguðu . Hann reyndist ölvaður og undir áhrifum kókaíns og þá fundust fíkniefni í bifreiðinni.
Lögreglumál Mest lesið „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Innlent „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Erlent Fleiri fréttir Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Sjá meira