Bæjaryfirvöld á Ítalíu í stríði við íbúa frá Bangladess Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 09:50 Krikket nýtur mikilla vinsælda í Suður-Asíu. Getty Yfirvöld í bænum Monfalcone á Ítalíu, skammt frá landamærum Slóveníu, hafa bannað krikket og iðkendur þurfa því að leita utan bæjarmarkanna til að æfa sig og spila. Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið. Ítalía Bangladess Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Bannið er liður í aðgerðum til að „vernda“ menningu bæjarins og kristna trú, að sögn bæjarstjórans Önnu Mariu Cisint. Monfalcone er í þeirri sérstöku stöðu að um þriðjungur 30 þúsund íbúa er innflytjendur, sem flestir hafa komið frá Bangladess til að vinna í Fincantieri-slippnum, þeim stærsta í Evrópu. Ómögulegt hefur reynst að fá heimamenn til starfa í slippnum. „Það er mjög mikil íslömsk öfgahyggja hér. Kúltúr þar sem farið er illa með konur og þær kúgaðar af körlum,“ segir Cisint, sem sjálf tilheyrir Norðurbandalagi Matteo Salvini. Cisint segir að verið sé að þurrka út sögu Monfalcone og að allt sé á niðurleið. Aðgerðirnar gegn aðfluttum íbúum bæjarins hafa meðal annar falist í því að fjarlægja bekki í miðbænum þar sem Bangladessar sátu og ræddu saman og, eins og fyrr segir, að banna krikket. „Þeir hafa ekki gefið neitt til bæjarins, samfélagsins. Ekkert. Þeim er frjálst að fara og spila krikket annars staðar... fyrir utan Monfalcone,“ segir Cisint um íbúana frá Bangladess, þar sem krikket er þjóðaríþrótt. Bæjarstjórinn nýtur verndar lögreglu allan sólahringinn vegna líflátshótana sem hún hefur fengið vegna afstöðu sinnar til múslima. In the Italian town of Monfalcone on the Adriatic coast, the mayor has tried to effectively ban collective prayer and stop cricket - the Bangladeshi national sport - from being played.@SofiaBettiza speaks to the town's residents https://t.co/udvOQJQIM4— BBC World Service (@bbcworldservice) August 13, 2024 Cisint hefur meðal annars sagt að daglegt líf múslima frá Bangladess sé „ósamrýmanlegt“ daglegu lífi innfæddra Ítala og gekk svo langt að banna bænastundir í tveimur samkomuhúsum múslima í bænum. „Fólk úr bænum sendi mér sláandi myndir og myndskeið sem sýna fjölda fólks biðja í miðstöðvunum tveimur, allt að 1.900 manns í einni byggingu,“ segir hún. „Svo eru hjól úti um allt á gangstéttinni og háværar bænir fimm sinnum á dag, jafnvel á nóttunni.“ Bannið var rökstutt þannig að miðstöðvarnar væru ekki formleg bænahús en íslam nýtur ekki formlega stöðu sem trúarbrögð á Ítalíu og því getur verið þrautin þyngri að fá leyfi til að byggja mosku. Það var síðar fellt úr gildi. Íbúar Monfalcone frá Bangladess lýsa fordómum og áreiti og eiga erfitt með að sjá fyrir sér að búa í bænum til framtíðar. „Við erum ekki til neinna vandræða. Við greiðum skatta. En þau vilja okkur ekki hérna,“ segir Miah Bappy, starfsmaður Ficantieri og áhugamaður um krikket. Hann bendir á að ef allir Banglaessarnir í Monfalcone flyttu á brott yrði enginn eftir til að vinna í slippnum. Þess má geta að Cisint hefur verið kjörin á Evrópuþingið.
Ítalía Bangladess Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira