Jóhann Berg: Getum vonandi skemmt áhorfendum í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2024 10:59 Jóhann Berg Guðmundsson að skóla Anthony Gordon til á Wembley í sumar, í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Getty/Julian Finney „Ég tel að við séum á góðri vegferð og vonandi getum við sýnt það [í kvöld],“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fyrir leikinn við Svartfjallaland í Þjóðadeildinni í kvöld. Skærasta stjarna Svartfellinga er fyrirliðinn Stevan Jovetic, sem þessa dagana er án félags, en leikmenn liðsins spila víða um Evrópu sem og í Asíu. „Þeir eru auðvitað bara með flotta leikmenn, fullt af leikmönnum sem við þurfum að passa okkur á. Við þurfum að spila okkar besta leik, og vonandi sjáum við sem flesta. Það er nú ekki mikið að gerast í miðasölunni en það er bara eins og það er,“ segir Jóhann en hægt er að nálgast miða á leikinn á tix.is. Klippa: Jóhann Berg brattur fyrir leikinn í kvöld Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá íslenska liðinu í aðdraganda leiksins og algjörir lykilmenn helst úr lestinn. Hákon Arnar Haraldsson verður ekkert með liðinu í haust og tveir miðverðir hafa meiðst, þeir Sverrir Ingi Ingason og Brynjar Ingi Bjarnason. „Það kemur auðvitað bara maður í manns stað og einhver fær tækifæri til að sýna sig og sanna [í dag]. Vonandi tekst það. Við erum búnir að æfa varnarleikinn nokkuð vel þessa vikuna. Auðvitað eru góðir leikmenn sem vantar hjá okkur en eins og alltaf kemur maður í manns stað,“ segir Jóhann sem sjálfur er í toppstandi og byrjaður að spila fyrir Al-Orobah í Sádi-Arabíu. „Ég hlakka bara til að spila á Laugardalsvellinum og vonandi að ná í góð úrslit fyrir Ísland,“ segir Jóhann. „Við þurfum auðvitað að vera gríðarlega góðir bæði með og án bolta. Vonandi getum við haldið svolítið í boltann og látið þá hlaupa, og skapað okkur einhver færi. Skemmt áhorfendum á Laugardalsvelli. Það er auðvitað alltaf planið. Við gerum allt til að vinna leikinn.“ Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01 Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32 Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Skærasta stjarna Svartfellinga er fyrirliðinn Stevan Jovetic, sem þessa dagana er án félags, en leikmenn liðsins spila víða um Evrópu sem og í Asíu. „Þeir eru auðvitað bara með flotta leikmenn, fullt af leikmönnum sem við þurfum að passa okkur á. Við þurfum að spila okkar besta leik, og vonandi sjáum við sem flesta. Það er nú ekki mikið að gerast í miðasölunni en það er bara eins og það er,“ segir Jóhann en hægt er að nálgast miða á leikinn á tix.is. Klippa: Jóhann Berg brattur fyrir leikinn í kvöld Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá íslenska liðinu í aðdraganda leiksins og algjörir lykilmenn helst úr lestinn. Hákon Arnar Haraldsson verður ekkert með liðinu í haust og tveir miðverðir hafa meiðst, þeir Sverrir Ingi Ingason og Brynjar Ingi Bjarnason. „Það kemur auðvitað bara maður í manns stað og einhver fær tækifæri til að sýna sig og sanna [í dag]. Vonandi tekst það. Við erum búnir að æfa varnarleikinn nokkuð vel þessa vikuna. Auðvitað eru góðir leikmenn sem vantar hjá okkur en eins og alltaf kemur maður í manns stað,“ segir Jóhann sem sjálfur er í toppstandi og byrjaður að spila fyrir Al-Orobah í Sádi-Arabíu. „Ég hlakka bara til að spila á Laugardalsvellinum og vonandi að ná í góð úrslit fyrir Ísland,“ segir Jóhann. „Við þurfum auðvitað að vera gríðarlega góðir bæði með og án bolta. Vonandi getum við haldið svolítið í boltann og látið þá hlaupa, og skapað okkur einhver færi. Skemmt áhorfendum á Laugardalsvelli. Það er auðvitað alltaf planið. Við gerum allt til að vinna leikinn.“ Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 18:45 í kvöld og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Ítarleg umfjöllun verður á Vísi.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01 Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32 Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Segir Ísland betra liðið: „Nýtt upphaf og spennandi tímar“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leiðin á HM hefjist í kvöld þegar Ísland tekur á móti Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. Um sé að ræða nýtt upphaf og spennandi tíma hjá landsliðinu. 6. september 2024 09:01
Varaleið á HM í Ameríku, fall og umspil í boði Ísland byrjar nýja leiktíð í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, með leik við Svartfellinga á Laugardalsvelli. En hvernig virkar keppnin og hvaða áhrif hefur hún á heimsmeistaramótið í Norður-Ameríku 2026? 6. september 2024 08:32
Hákon með brotið bein í fæti og ekki fleiri landsleikir á árinu Íslenska landsliðið verður væntanlega án Hákonar Arnars Haraldssonar út árið vegna þess að meiðsli hans frá æfingu liðsins eru það alvarleg. 5. september 2024 19:43