Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 12:31 Margrét Stefánsdóttir og Silja Björk Björnsdóttir. Pipar/TBWA Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Margréti Stefánsdóttur almannatengil og Silju Björk Björnsdóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum í samskipta- og almannatengslateymi stofunnar, sem Lára Zulima Ómarsdóttir leiðir. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu. Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samskipti fyrirtækja og almannatengsl séu mikilvægur þáttur í velgengni fyrirtækja og markmið Pipars\TBWA sé að vera meðal þeirra fremstu á þessu sviði. Pipar\TBWA hafi því að undanförnu styrkt alla þætti þjónustunnar, meðal annars með ráðningu Unu Baldvinsdóttur í stöðu umsjónarhönnuðar (art director) en hún hafi komið frá Hér&Nú, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttir, hugmynda- og textasmiðs og Gunnar Ólafsson, grafískan hönnuð. Margrét og Silja Björk muni koma til með að styrkja stofuna enn frekar viðskiptavinum í hag. Áralöng reynsla af fjölmiðlum og almannatengslum Margrét hafi víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum. Hún hafi á árum áður starfað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hún hafi haft umsjón með sjónvarpsþáttum sem sýndir voru hjá Sjónvarpi Símans. Þættirnir fjölluðu um heilsu og hamingju kvenna á Íslandi, sem síðar hafi verið tilnefndir til Edduverðlauna. Margrét hafi um árabil verið upplýsingafulltrúi Símans og markaðsstjóri Bláa Lónsins og einnig starfað um nokkurt skeið sem almannatengill hjá GSP World Wide Partners. Hún hafi haft umsjón með erlendum og innlendum fjölmiðlasamskiptum ráðstefnunnar Arctic Circle þegar ráðstefnan var fyrst haldin hér á landi í Hörpu. Margrét hafi einnig haldið utan um verkefnið Strákar og hjúkrun fyrir Landspítalann, HÍ og HA. Þá hafi hún starfað við markaðs-, kynningar- og vefmál á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og sjálfstætt. Síðustu misserin hafi Margrét staðið að þróun og framleiðslu á eigin hugmynd í samstarfi við fyrirtækið Plastplan að vöru sem heitir Stafrói. Hún sé einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Ekkert rusl. Margrét sé með B.ed gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og diplóma í blaðamennsku frá Háskóla Íslands og hafi sótt námskeið í London Business School um markaðs- og kynningarmál. Lifir og hrærist á samfélagsmiðlum Silja Björk hafi undanfarin ár starfað sjálfstætt sem rit- og textahöfundur og séð um samfélagsmiðla fyrir ýmis fyrirtæki og verkefni, meðal annars hjá útgáfufélaginu Birtingi, staðið að skipulagningu Psychedelics as Medicine ráðstefnunnar og sem rekstrarstjóri kaffihússins BARR í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar áður hafi Silja Björk starfað lengst af sem þjálfari og höfundur fræðsluefnis hjá Te & Kaffi og þar áður sem markaðsfulltrúi hjá Sagafilm. Silja Björk sé með BA í kvikmyndafræði og ritlist frá Háskóla Íslands og hafi komið víða við á sínum ferli utan atvinnulífsins, meðal annars sem talskona fyrir geðheilbrigði, femínisma og jákvæða líkamsmynd. Silja Björk hafi skrifað og gefið út tvær bækur um geðheilsu; Vatnið, gríman og geltið annars vegar og Lífsbiblían hins vegar. Hún hafi einnig haldið úti vinsæla feminíska hlaðvarpinu Kona er nefnd, ásamt því að lifa og hrærast á samfélagsmiðlum. Almannatengsl sífellt mikilvægari Með ráðningunni styrki Pipar\TBWA enn frekar þá þjónustu sem stofan býður upp á á sviði samskipta og almannatengsla. Pipar\TBWA vilji veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu jafnt á sviði markaðsmála og orðsporsstjórnun fyrirtækja og þar skipti almannatengsl og samskipti sífellt meira máli. Tengsl og samskipti við almenning sem eru faglega unnin byggi á stefnumótun og skipulagningu þar sem í forgrunni þurfi að vera skýr skilaboð um vörumerkið og allt kynningarefni þurfi að haldast í hendur og segja sömu sögu.
Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira