Mjúk lending frekar en niðurskurður í fjárlögum Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 6. september 2024 15:07 „Þetta eru góð fjárlög,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fjárlagafrumvarpið sem hann ætlar að leggja fram á þriðjudag. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson mun leggja fram fjárlagafrumvarp næstkomandi þriðjudag. Hann segist bjartsýnn um að sátt verði um frumvarpið, en getur ekki tjáð sig um innhald þess að svo stöddu. „Þetta eru góð fjárlög. Þau styðja við það sem við höfum verið að leggja upp með og byggja auðvitað á fjármálaáætluninni sem var samþykkt á þinginu í vor,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Sú áætlun hefur fengið umsögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabankanum um að þar sé nægjanlegt aðhald til þess að ná verðbólgu hér niður og síðan væntanlega vöxtum í framhaldinu. Um leið þá erum við með öflugan ríkissjóð sem styður við velferðarkerfið og alla þá þætti sem þurfa að ganga í íslensku samfélagi.“ Er eitthvað um niðurskurð í fjárlögunum? „Nei, það er eins og ég segi, við erum að reyna að ná mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir þennslu undanfarina ára. Við höfum séð mikinn gríðarlega mikinn ágang á ríkissjóði umfram það sem við spáðum í fjárlögum hvers árs, eða hundrað milljarða þrjú ár í röð. Þá fjármuni höfum við notað til að lækka skuldabirgði ríkissjóðs. Þannig staðan er býsna góð og þegar við horfum til framtíðar, bara strax á næsta ári, þá virðumst við vera komin í jafnvægi.“ Sigurður Ingi segir að í fjárlögunum sé tekið tillit til þess að stýrivextir séu farnir að býta á hjá heimilum landsins. „Við gerðum það klárlega í tengslum við kjarasamningana og þær aðgerðir sem við ákváðum, og höfum komið þeim í fjárlögin. Þannig það er verið að styrkja þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessum háu vöxtum, ungu fólki, barnafólki, fólki á húsnæðismarkaði. Það eru þeir þættir sem við tókum á þar, og munum halda áfram að gera.“ Hann bendir á að það sé mat Seðlabankans að þurfi hátt raunvaxtastig að svo stöddu, en á sama tíma séu vonbrigði að verðbólgan hafi ekki farið hraðar niður. „Ég hef hins vegar fulla trú á því að við séum komin á þá braut að þetta fari hratt lækkandi og við munum sjá það hér á næstu mánuðum.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Þetta eru góð fjárlög. Þau styðja við það sem við höfum verið að leggja upp með og byggja auðvitað á fjármálaáætluninni sem var samþykkt á þinginu í vor,“ sagði Sigurður Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Sú áætlun hefur fengið umsögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Seðlabankanum um að þar sé nægjanlegt aðhald til þess að ná verðbólgu hér niður og síðan væntanlega vöxtum í framhaldinu. Um leið þá erum við með öflugan ríkissjóð sem styður við velferðarkerfið og alla þá þætti sem þurfa að ganga í íslensku samfélagi.“ Er eitthvað um niðurskurð í fjárlögunum? „Nei, það er eins og ég segi, við erum að reyna að ná mjúkri lendingu í hagkerfinu eftir þennslu undanfarina ára. Við höfum séð mikinn gríðarlega mikinn ágang á ríkissjóði umfram það sem við spáðum í fjárlögum hvers árs, eða hundrað milljarða þrjú ár í röð. Þá fjármuni höfum við notað til að lækka skuldabirgði ríkissjóðs. Þannig staðan er býsna góð og þegar við horfum til framtíðar, bara strax á næsta ári, þá virðumst við vera komin í jafnvægi.“ Sigurður Ingi segir að í fjárlögunum sé tekið tillit til þess að stýrivextir séu farnir að býta á hjá heimilum landsins. „Við gerðum það klárlega í tengslum við kjarasamningana og þær aðgerðir sem við ákváðum, og höfum komið þeim í fjárlögin. Þannig það er verið að styrkja þá hópa sem verða mest fyrir barðinu á þessum háu vöxtum, ungu fólki, barnafólki, fólki á húsnæðismarkaði. Það eru þeir þættir sem við tókum á þar, og munum halda áfram að gera.“ Hann bendir á að það sé mat Seðlabankans að þurfi hátt raunvaxtastig að svo stöddu, en á sama tíma séu vonbrigði að verðbólgan hafi ekki farið hraðar niður. „Ég hef hins vegar fulla trú á því að við séum komin á þá braut að þetta fari hratt lækkandi og við munum sjá það hér á næstu mánuðum.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Seðlabankinn Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira