Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 19:45 Sjúkraliðar flytja lík Aysenur Ezgi Eygi í gegnum Rafidia-sjúkrahúsið. AP/Aref Tufaha Ísraelskir hermenn skutu unga bandaríska konu til bana á mótmælum gegn landtökubyggðum gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Herinn yfirgaf borgina Jenín og flóttamannabúðir þar í dag eftir blóðuga hernaðaraðgerð sem hafði staðið í níu daga. Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira