Skutu bandarískan aðgerðasinna til bana á Vesturbakkanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2024 19:45 Sjúkraliðar flytja lík Aysenur Ezgi Eygi í gegnum Rafidia-sjúkrahúsið. AP/Aref Tufaha Ísraelskir hermenn skutu unga bandaríska konu til bana á mótmælum gegn landtökubyggðum gyðinga á Vesturbakkanum í dag. Herinn yfirgaf borgina Jenín og flóttamannabúðir þar í dag eftir blóðuga hernaðaraðgerð sem hafði staðið í níu daga. Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Sjónarvottar segjast hafa séð ísraelska hermenn skjóta Aysenur Ezgi Eygi, 26 ára gamla bandarísk-tyrkenska konu, á vikulegum mótmælum við byggðina Beita nærri Nablus þar sem landtökumenn hafa fært sig upp á skaftið undanfarið. Landtökubyggðirnar stríða gegn alþjóðalögum. Tveir læknar sem AP-fréttastofan ræddi við sögðu að Eygi hefði verið skotin í höfuðið. Jonathan Pollak, Ísraeli sem tók þátt í mótmælunum, sagði að mótmælendur hefði legið á bæn þegar ísraelskir hermenn umkringdu þá. Til átaka hefði komið þar sem palestínskir mótmælendur hefðu kastað steinum en hermenn svarað með táragasi og skothríð. Pollak segist hafa séð tvo ísraelska hermenn munda byssu og skjóta af þaki nærliggjandi íbúðarhúss þegar mótmælendur tóku til fótanna. Eygi hefði verið tíu til fimmtán metrum á eftir honum þegar skotunum var hleypt af. Hann hafi svo séð Eygi liggjandi í blóði sínu á jörðinni við ólífutré. Ísraelsher segist kanna frásagnir af því að erlendur ríkisborgari hafi fallið í skothríð, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur staðfest að Eygi sé konan sem lést og að Bandaríkjastjórn reyni nú að grennslast fyrir um hvernig dauða hennar bar að. Recep Erdogan, forseti Tyrklands, tók dýpra í árinni og lýsti drápinu á Eygi sem „villimannslegu“. Tyrkneski utanríkisráðherrann fullyrti að hún hefði verið felld af ísraelska hersetuliðinu í Nablus. Á fjórða tug látnir í umfangsmikilli hernaðaraðgerð Ísraelsher yfirgaf borgina Jenín eftir eina umfangsmestu hernaðaraðgerð hans á Vesturbakkanum í áraraðir í dag. Hundruð hermanna tóku þátt í aðgerðinni sem stóð yfir í níu daga. Óbreyttum borgurum var gert að halda sig innan dyra og lokaði herinn á veitukerfi svæðisins á meðan. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld segja að í það minnsta 36 Palestínumenn hafi fallið í bardögum Ísraela við vígamenn og loftárásum. Flestir þeirra látnu tilheyrðu vígasveitum en yfirvöld fullyrða að börn hafi verið á meðal þeirra látnu. Þá féll einn ísraelskur hermaður.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent