Rausnarskapur Kiwanisklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2024 15:05 .Kiwanismennirnir Björn Þór, Þráinn og Stefán, sem sáu meðal annars um matseldina fyrir hópinn af sinni alkunnu snilld. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skólastjóri Grunnskóla Þorlákshafnar á ekki orð yfir rausnarskap félaga í Kiwanisklúbbnum Ölver í bæjarfélaginu, sem bauð nemendum í 8. og 9. bekk í vikunni í dagsferð í Landmannalaugar. Boðið var upp á fjölbreyttar veitingar í ferðinni, sem voru allar í boði klúbbsins, auk rútuferðarinnar. Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Eitt af gildum Kiwanishreyfingarinnar er að styðja við börn og ungmenni og bæta þannig samfélagið og það kunna Kiwanismenn í Þorlákshöfn sannarlega að gera en síðustu ár hafa þeir boðið nemendum í 8. og 9. bekk í Grunnskóla Þorlákshafnar í dagsferð, annað hvort í Landmannalaugar eða Þórsmörk, nú var það Landmannalaugar. Ólína Þorleifsdóttir er skólastjóri skólans. „Þeir sjá um ferðina frá A til Ö en ferðin er nemendum algjörlega að kostnaðarlausu og grillað ofan í mannskap, það er grillað lambalæri, samlokur og kakó og svo göngum við á fjöll með krakkana. Þetta er alveg frábær hefð og ofboðslegt að heyra og sjá krakkana njóta sín í svona fallegri náttúru en mörg hver hafa aldrei komið á þessa einstöku staði.” „Sjálfa” uppi á Brennisteinsöldu, Ólína skólastjóri og Erla deildarstjóri með hópi drengja úr 8. og 9. bekk.Aðsend Og Ólína á vart orð til að lýsa yfir þakklæti og höfðingsskap Kiwanismanna en eingöngu karlar eru í klúbbnum. „Já, þetta er algjörlega til fyrirmyndar. Við erum svo þakklát þeim Kiwanismönnum.” En eru krakkarnir að átta sig á og meta þetta sem er verið að gera fyrir þau, finnst henni það? „Já algjörlega, þau eru bara mjög þakklát og finnst þetta alls ekki sjálfsagt mál. Þetta er til dæmis mikill kostnaður eins og í rútuferðir og menn eru að taka sér frí í vinnu til að fara með okkur í þessar ferðir og smyrja og græja mat fyrir þau. Já, mér finnst þau mjög þakklát,” segir Ólína. Slakað á í heita læknum.Aðsend En hvað var þetta stór hópur? „Við fórum með um 60 krakka núna. Það er aðeins að fjölga hjá okkur í skólanum þannig að það er að fjölga á hverju ári, það er bara skemmtilegt en í dag eru nemendur skólans 270 og starfsmennirnir um 60,” segir Ólína. Stelpur úr 9. bekk - Ragnhildur Anna, Hrafnhildur Fjóla, Sólveig, Oliwia og Andrea Ösp.Aðsend Nemendur ganga af stað.Aðsend
Ölfus Skóla- og menntamál Ferðalög Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira