Hraun gæti náð að Reykjanesbraut á skömmum tíma í næsta gosi Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 12:13 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur telur líkur á að hraun nái að Reykjanesbrautinni á nokkrum klukkutímum komi til nýss eldgoss á Reykjanesskaga. Mögulega þurfi að hefja vinnu við að vernda innviði norðan við síðustu gosstöðvar. Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira
Sjötta eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni á níu mánuðum lauk í gær. Gosið stóð yfir í tvær vikur en landris er hafið í Svartsengi sem bendir til þess að kvika sé farin að streyma inn í kvikuhólfið á ný. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur atburðarás síðustu mánaða því líklegast ætla að endurtaka sig. Nýtt gos gæti hafist á svæðinu á næstu mánuðum. „Við erum núna að skoða þá mögulega að ef gos byrjar norðan vatnaskila, á svipuðum slóðum og þessu gosi lauk. Í gígunum þar sem þetta gos endaði. Ef við fáum upphafsfasa á þeim slóðum, þá er vegalengdin niður að Reykjanesbraut ekki nema sex kílómetrar,“ segir Þorvaldur. Hraun gæti flætt yfir brautina nokkrum klukkutímum eftir upphaf goss, verði upphafsfasinn jafnkraftmikill og við höfum séð í síðustu gosum. „Þessi sviðsmynd er kannski í augnablikinu ekki sú líklegasta en hún er möguleg. Og á meðan hún er möguleg þá verðum við að skoða hana. Líklegasta sviðsmyndin er að sagan endurtaki sig eins og í fyrri gosum að gosin byrji á þessari stuttu gossprungu suðaustur af Stóra-Skógfelli og síðan færist virknin til norðurs eða suðurs eins og hún hefur gert í fyrri atburðum,“ segir Þorvaldur. Mögulega þurfi að huga að því að vernda innviði norðan við síðustu eldgos. „Við sem erum í innviðahópnum höfum verið að ræða þennan möguleika. Að það verði gos norðan vatnaskila og hraun fari að flæða í áttina að norðurströndinni á Reykjanesskaganum. Við höfum rætt þetta síðan 2021 þannig það er til ýmislegt í pokahorninu hvað varðar mat á hættum og hvaða sviðsmyndir eru líklegastar,“ segir Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Reykjanesbær Vogar Varnargarðar á Reykjanesskaga Samgöngur Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Fleiri fréttir „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Sjá meira