„Óánægður ef þetta gerðist í krakkafótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 22:00 Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld og hefur oft verið léttari í bragði. Getty/Alex Livesey Heimir Hallgrímsson talaði hreint út á blaðamannafundi eftir fyrsta leik sinn sem þjálfari Írlands í Dublin í kvöld, en liðið tapaði 2-0 fyrir Englandi í Þjóðadeildinni. Hann sagði mistök írska liðsins ekki einu sinni eiga að sjást hjá krökkum. Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Declan Rice og Jack Grealish, sem spilað hafa fyrir landslið Írlands, skoruðu mörk Englands í fyrri hálfleik í kvöld og eftir það virtist aldrei spurning hvernig færi. Heimir hélt í leikskipulag forvera sinna í starfi og var með fimm manna varnarlínu, líkt og John O‘Shea sem nú er aðstoðarmaður Heimis. Eyjamaðurinn ætlar svo smám saman að koma sínu handbragði á liðið, eftir að hafa kynnst leikmönnum almennilega. „Miðað við að vera með fimm menn aftast þá vorum við of opnir. Ef maður horfir á fyrra markið þá var það bara sending beint í gegnum hjarta liðsins. Það ætti aldrei að gerast, á nokkru stigi fótboltans, svo maður er óánægður ef það gerist í alþjóðabolta. Jafnvel þó að þetta væri krakkafótbolti þá væri maður óánægður,“ sagði Heimir. „Seinna markið var eftir fjórar eða fimm „sendingar og hlaup“ í gegnum okkur. Það ætti heldur ekki að gerast á þessu stigi. En vegna skorts á frumkvæði, að loka fyrir og taka skrefin, þá fengum við svona mörk á okkur. Við verðum að bæta þetta,“ sagði Heimir. Þjálfari Englands reiknaði með fimm í vörn Lee Carsley, sem stýrir Englandi tímabundið, sagðist hafa verið búinn að reikna með fimm manna vörn Heimis. „Við undirbjuggum okkur fyrir fimm manna vörn. Við vissum að þeir ætluðu að vera þéttir fyrir og ekki gefa okkur mikið pláss. Mér datt í hug að þeir gerðu þetta því John [O‘Shea] gerði það þegar hann stýrði liðinu. Og miðað við hans [O‘Shea] hlutverk og að undirbúningurinn var svo stuttur þá reiknaði ég með fimm manna vörn,“ sagði Carsley. Þýðir ekki að væla fram að leik við Grikki Heimir á nú fyrir höndum leik við Grikki á þriðjudagskvöld og ætlar sér þar sinn fyrsta sigur. „Við erum búnir að fara yfir málin í búningsklefanum nú þegar. Reynum að horfa jákvæðum augum á næsta leik. Þetta var neikvætt en við megum ekki láta það smitast yfir í leikinn við Grikkland. Grikkir hafa sýnt að þeir geta spilað vel gegn Írlandi svo að þeir standa betur að vígi. Við verðum að breyta því. Við getum ekki bara vælt og skælt fram að leiknum við Grikkland. Við verðum að sækja orku og gera allt til að vera klárir í þann leik,“ sagði Heimir.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Í beinni: Man Utd - Ipswich | Enda ófarirnar? Í beinni: Tottenham - Man City | Spurs á siglingu Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira