Rooney kann enn að gera glæsimörk Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 08:02 Wayne Rooney var laufléttur í bragði á Old Trafford í gær. Getty/James Gill Wayne Rooney rifjaði upp gamla takta þegar hann skoraði gullfallegt aukaspyrnumark á Old Trafford í gær, í góðgerðaleik. Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira