Rooney kann enn að gera glæsimörk Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 08:02 Wayne Rooney var laufléttur í bragði á Old Trafford í gær. Getty/James Gill Wayne Rooney rifjaði upp gamla takta þegar hann skoraði gullfallegt aukaspyrnumark á Old Trafford í gær, í góðgerðaleik. Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans. Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Rooney er kannski aðeins þyngri á sér núna en þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Manchester United og enska landsliðið á árum áður. En þessi 38 ára gamli þjálfari Guðlaugs Victors Pálssonar hjá Plymouth kann samt sem áður enn að skora glæsimörk. Aukaspyrnuna hans í gær, sem fór yfir varnarvegg og efst í vinkilinn, má sjá hér að neðan. 🏴 Wayne Rooney, at 38 years old, scores Manchester United's first free-kick goal at Old Trafford in two years. 😅🎯 pic.twitter.com/8PPh6ckyad— CentreGoals. (@centregoals) September 7, 2024 Um var að ræða góðgerðaleik á milli United- og Celtic-goðsagna og fór leikurinn 1-1, en Celtic vann svo 5-4 í vítaspyrnukeppni. Um ein milljón punda, eða rúmar 180 milljónir króna, söfnuðust til styrktar Manchester United Foundation, sem styður við börn í Manchester. „Það var einstakt að snúa aftur á Old Trafford í dag fyrir þennan goðsagnaleik og allt í þágu góðs málstaðar. Manchester United Foundation er að gera frábæra hluti og það er alltaf gaman að geta lagt hönd á plóg, eftir að hafa fylgst með starfinu og séð hverju það skilar,“ sagði Rooney. <Another look at that @WayneRooney free-kick? Go on then.#MUFC || @MU_Foundation pic.twitter.com/CrGec73FGb— Manchester United (@ManUtd) September 7, 2024 „Þetta er frábært málefni og það er mikilvægt að við höldum áfram að styðja við það til að kalla fram bros á andlitum barna,“ bætti hann við. Auk Rooneys voru menn á borð við Dimitar Berbatov, Antonio Valencia, Michael Carrick, Mikael Silvestre og Ronny Johnsen í liði United. Þeir Paul Scholes, Nicky Butt og Denis Irwin komu inn á, en liðinu var stýrt af Bryan Robson. Rooney er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United og var einnig markahæsti landsliðsmaður Englands á árunum 2015 til 2023, eða þar til að Harry Kane sló metið hans.
Enski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira