Kína endaði enn og aftur með langflest verðlaun Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 18:46 Kínverjar unnu til fjölda verðlauna í sundi, þar á meðal þrefalt í 50 metra baksundi í fötlunarflokki 5, þar sem þær Dong Lu, Shenggao He og Yu Lui stóðu sig best. Getty/Sean M. Haffey Kínverjar halda heim frá París með langflest verðlaun allra þjóða á Ólympíumóti fatlaðra, eða Paralympics, líkt og venja er orðin. Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Sjá meira
Lokahátíð Paralympics er í kvöld en Ísland átti þar fimm keppendur sem samtals settu fjögur Íslandsmet. Þau Róbert Ísak Jónsson, Már Gunnarsson, Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir og Ingeborg Eide Garðarsdóttir taka öll þátt í lokahátíðinni. Íslenski hópurinn sem keppti í París.ÍF/Laurent Bagins Kína og Bandaríkin hafa átt í hnífjafnri baráttu um að safna flestum verðlaunum á síðustu Ólympíuleikum en þegar kemur að Paralympics hefur á þessari öld, eða frá og með leikunum í Aþenu 2004, verið um algjöra yfirburði Kína að ræða. Kínverjar með 220 verðlaun Að þessu sinni fengu Kínverjar 94 gullverðlaun, 76 silfur og 50 brons, eða samtals 220 verðlaun. Þeir fengu því fleiri gullverðlaun en næstu tvær þjóðir til samans. Stóru blöðin í Evrópu hafa fjallað um árangur Kínverja og segja ýmsar ástæður fyrir honum, en ein sé sú að ríkið verji nánast ótakmörkuðu fé í að efla sitt fremsta íþróttafólk til dáða. Blaðamaður Le Monde í Frakklandi fékk að heimsækja bækistöðvar Paralympics-landsliðs Kína, norðan við Peking, og segir þær þekja 23 hektara en þær voru reistar fyrir leikana í Peking 2008. Þar safnast besta íþróttafólk Kína saman fyrir stórmót, en æfir þess á milli í yfir 30 svæðisstöðvum um landið. Átta efstu þjóðirnar á verðlaunalista Paralympics 2024.olympics.com Bretar urðu í 2. sæti á verðlaunatöflunni, með 49 gull, 44 silfur og 31 brons. Þeir fengu þrettán gullverðlaunum meira en Bandaríkin sem urðu í 3. sæti með 105 verðlaun. Þessar þrjár þjóðir skáru sig úr, og Kína auðvitað sérstaklega, en Hollendingar urðu svo í 4. sæti yfir flest gull með 27 talsins, og þeir fengu 56 verðlaun alls, á meðan að Brasilía fékk 25 gull en alls 89 verðlaun. Alls eignuðust 65 þjóðir Paralympics-meistara í ár en Ísland var í hópi 84 þjóða sem ekki nældu í verðlaun á þessum leikum. Frá upphafi hefur Ísland samtals unnið til 14 gullverðlauna á sumarleikum Paralympics, 13 silfurverðlauna og 34 bronsverðlauna, eða til alls 61 verðlauna.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann