Ronaldo af bekknum og til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 20:43 Cristiano Ronaldo fagnaði sigurmarkinu í kvöld að hætti hússins. Getty/Craig Williamson Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira
Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira