Réttum konunni gjallarhornið Yngvi Sighvatsson skrifar 9. september 2024 07:31 Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Nýverið birti RÚV viðtal við Sigríði Andersen, fyrrum ráðherra, þó ekki bara fyrrum ráðherra, heldur einn af fáum slíkum sem hefur þurft að svara fyrir misgjörðir í starf og misst stöðu sína í kjölfarið. Fréttastofa RÚV vildi grípa gæsina og hamra á dægurfréttum þessarar viku um stofnun DD-lista og ákvað að fá þennanfyrrum ráðherra til þess að kvabba eitthvað út í loftið, um eitthvað – skipti ekki máli um hvað svo sem, bara eitthvað, ef það tengdist DD. Sigríður ákveður að ráðast á nýju húsaleigulögin. Hún vissi að almenn óánægja ríkti með þau og taldi sig hafa þarna tækifæri; aðrir væru nú búnir að gagnrýna þessi lög. En svo hefur hún upp raust sína og út kemur einhver óráðsía sem ekki bara sýnir algjöra – og þá meina ég algjöra – vanþekkingu á málefninu heldur tækifærismennsku í bland við skort á vitsmunum. Hún byrjar á að kjamma um að í þessum lögum sé nú leigubremsa eða þak, sem er fjarri sannleikanum, og í raun átti sér stað hið gagnstæða. Allt tal um sanngjarna leigu var tekið út og þess í stað leigusölum gert kleift að hækka leiguna á einfaldan máta, í raun dregið enn meira úr veikum réttindum leigjenda. Og áfram heldur hún með möntruna um frelsi til að eiga og græða, alveg eins og við mátti búast, lítið nýtt og nákvæmlega ekkert innsæi í það sem í raun hefur gerst á húsnæðismarkaðnum síðustu tvo áratugi. Húsnæðisverð hefur hækkað þrefalt á við launaþróun á rúmum tveimur áratugum, og við höfum brugðist heilli kynslóð sem kemst ekki að heiman og nær ekki að hefja sína eðlilegu leið í lífinu, að eignast fjölskyldu og byggja framtíð fyrir sig og sína. Það er nefnilega svo að þetta „frelsi“ hennar Sigríðar virðist vera tengt efnahag fólks; ef þú átt pening, þá átt þú skilið frelsi. Ef ekki, þá þarftu bara að borga uppsett verð fyrir að fá að lifa hér á landi. Frelsið hennar Siggu felst líka í því að fyrirtækjaeigendur, áður einn stærsti burðarstólpi Sjálfstæðisflokksins, yfirgefa flokkinn í hrönnum út af þeirri einföldu ástæðu að þeir þurfa að borga laun, sífellt hærri laun, til þess að standa undir sífellt hækkandi húsnæðiskostnaði. Við erum samt bara búin að ná upp í 1/3 af hækkun húsnæðis. Eftir hrun hefur æ stærri hluti húsnæðis farið til fjárfesta, eða í brask. Fyrir 15 árum fóru um 60% af íbúðum sem bættust við markaðinn til fjárfesta; það sem af er þessu ári er talan um 90%. Um aldamót bjó um 90% þjóðarinnar í eigin húsnæði. Í dag er þessi tala komin í 61%, sem er bein afleiðing af „frelsi“ sjálfstæðismanna. Að lokum þá langar mig til að spyrja spurninga. Þegar vara er keypt og kaupandinn þarf ekki að borga hana sjálfur, hefur það áhrif á verðmat þess sem kaupir?“ Og í framhaldinu: „Þegar sú vara er húsnæði og er keypt í beinni verðsamkeppni við fjölda annarra fjárfesta, hvaða áhrif hefur það á verðmyndun húsnæðis í landinu?“ Þessi umræða um frelsi er í raun bara hugmyndafræði sem gengur út á að tryggja frelsi þeirra sem eiga fyrir því. Þeir sem sitja eftir, almenningur, eru látnir borga í gegnum hækkandi leigu og húsnæðiskostnað, á meðan fjárfestar og fyrirtæki stinga upp undir sig arðinum. Það er ekki frelsi fyrir alla – það er frelsi fyrir fámenna yfirstétt sem notar markaðinn til að tryggja eigin gróða. Svo má spyrja: Hvernig á unga fólkið að byggja upp framtíð sína í samfélagi þar sem „frelsið“ þeirra felst í því að borga æ hærri leigu og aldrei eignast sitt eigið heimili? Er það þetta samfélag sem Sjálfstæðismenn hafa í huga þegar þeir tala um frelsi? Höfundur er varaformaður Leigjendasamtakanna.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun