Innlent

Snjó­koma á Norður­landi og boðuð mót­mæli á Austur­velli

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Samtök launafólks hafa boðað til mótmæla á Austurvelli samhliða því og eru Alþýðusamband Íslands, BSRB, VR og Kennarasamband Íslands meðal skipuleggjenda. Við heyrum í formanni VR í fréttatímanum. Þá förum við yfir appelsínugula veðurviðvörun á Norðurlandi þar sem búist er við snjókomu. 

Í hádegisfréttum verður rætt við Ragnar Þór Ingólfsson formann VR sem segir boðuð mótmæli ýmissa samtaka launafólks á Austurvelli á morgun söguleg. 

Við förum yfir appelsínugular veðurviðvaranir þar sem búist er við snjókomu. Rætt verður við bændur á norðanverðu landinu sem sumir eru í viðbragðsstöðu. 

Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. 

Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Greint verður frá samningnum í fréttatímanum. 

Þá á íslenska karlalandsliðið í fótbolta fyrir höndum krefjandi verkefni. Liðið mætir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild Evrópu í kvöld. Við förum yfir stöðuna í hádegisfréttum. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 9. september 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×