Sýrlendingar reiðir yfir árásum Ísraela Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 11:34 SANA, ríkismiðill Sýrlands, segir árásirnar meðal annars hafa verið gerðar úr lofthelgi Líbanon. Ísraelar hafi skotið eldflaugum þaðan. EPA/ABIR SULTAN Ísraelar gerðu í gærkvöldi umfangsmiklar árásir á fjölda skotmarka í Sýrlandi. Minnst fjórtán eru sagðir liggja í valnum en árásirnar eru sagðar hafa beinst að mörgum hernaðarlegum skotmörkum í landinu. Ráðamenn í Sýrlandi segja þó að óbreyttir borgarar hafi fallið í árásunum. Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur fordæmt árásirnar og ríkismiðill landsins segir 43 særða eftir árásirnar. Ísraelar hafa neitað að tjá sig um árásirnar, eins og þeir gera alltaf varðandi loftárásir þeirra í Sýrlandi. Ísraelski herinn hefur á undanförnum árum ítrekað gert loftárásir í Sýrlandi en þeir beinast iðulega að írönskum hermönnum þar í landi og vopnasendingum frá Íran til hópa eins og Hezbolla í Líbanon. Á undanförnum mánuðum hefur þessum árásum fjölgað og hafa Ísraelar meðal annars fellt íranskan herforingja úr byltingarverði Írans í árás á ræðismannsskrifstofu ríkisins í Damaskus. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Margar þessara árása hafa verið gerðar ærri Masyaf en Íranar og vígahópar sem þeir styðja eru taldir vera umsvifamiklir í héraðinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í morgun fyrir að Íranar hefðu fallið í árásum Ísraela. Syrian Observatory for Humman Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, segja að minnsta kosti 25 hafi fallið í árásunum. Þar af séu fimm óbreyttir borgarar, fjórir hermenn, starfsmenn leyniþjónusta og meðlimir vígahópa sem studdir eru af Íran. Heimildarmenn Reuters segja að Ísraelar hafi meðal annars gert árás á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem Íranar hafa framleitt eldflaugar, samkvæmt yfirvöldum í Ísrael. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir segja einnig að efnavopn, eins og saríngas, hafi verið framleidd í rannsóknarstöðinni. Talið er að þar hafi teymi íranskra sérfræðinga haldið til og að þeir hafi aðstoðað við vopnaframleiðsluna. Ísrael Sýrland Íran Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur fordæmt árásirnar og ríkismiðill landsins segir 43 særða eftir árásirnar. Ísraelar hafa neitað að tjá sig um árásirnar, eins og þeir gera alltaf varðandi loftárásir þeirra í Sýrlandi. Ísraelski herinn hefur á undanförnum árum ítrekað gert loftárásir í Sýrlandi en þeir beinast iðulega að írönskum hermönnum þar í landi og vopnasendingum frá Íran til hópa eins og Hezbolla í Líbanon. Á undanförnum mánuðum hefur þessum árásum fjölgað og hafa Ísraelar meðal annars fellt íranskan herforingja úr byltingarverði Írans í árás á ræðismannsskrifstofu ríkisins í Damaskus. Sjá einnig: Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Margar þessara árása hafa verið gerðar ærri Masyaf en Íranar og vígahópar sem þeir styðja eru taldir vera umsvifamiklir í héraðinu. Talsmaður utanríkisráðuneytis Írans þvertók í morgun fyrir að Íranar hefðu fallið í árásum Ísraela. Syrian Observatory for Humman Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, segja að minnsta kosti 25 hafi fallið í árásunum. Þar af séu fimm óbreyttir borgarar, fjórir hermenn, starfsmenn leyniþjónusta og meðlimir vígahópa sem studdir eru af Íran. Heimildarmenn Reuters segja að Ísraelar hafi meðal annars gert árás á rannsóknarstöð sýrlenska hersins nærri Masyaf, þar sem Íranar hafa framleitt eldflaugar, samkvæmt yfirvöldum í Ísrael. Sameinuðu þjóðirnar og aðrir segja einnig að efnavopn, eins og saríngas, hafi verið framleidd í rannsóknarstöðinni. Talið er að þar hafi teymi íranskra sérfræðinga haldið til og að þeir hafi aðstoðað við vopnaframleiðsluna.
Ísrael Sýrland Íran Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Fjórir sagðir látnir eftir árásir Ísraela á Sýrland Minnst fjórir eru sagðir hafa látist í eldflaugaárásum Ísraelshers á bæinn Masyaf í vesturhluta Sýrlands í kvöld. Ekki liggur fyrir hvort hinir látnu séu hermenn 8. september 2024 23:20