„Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. september 2024 20:01 Anna Margrét er nýjasti viðmælandi Elísabetar Gunnarsdótur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Námið var á ensku og var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda, allt sem er auðvelt, maður græðir ekkert rosalega á því,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar. Anna Margrét er viðmælandi Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpinu, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars mikilvægi áskorana í lífinu, starfsframann og fjölskyldulífið í Stokkhólmi. „Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm um tísku og það hefur alltaf verið draumurinn að vinna við eitthvað tengt tísku. Ég er náttúrulega með tíu þumla, þannig að ég ætlaði alls ekki að vera fatahönnuður. Ég er með góðar hugmyndir, en ekkert til að framkvæma þær,“ segir Anna Margrét kímin. Anna Margrét býr í Stokkhólmi í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau fluttu þangað frá Osló þegar henni bauðst starf hjá H&M Group. Þar bar hún ábyrgð á sjálfbærnisamskiptum fyrirtækisins og starfaði náið með framkvæmdastjórninni. View this post on Instagram A post shared by Anna Margrét (@annamargretgunnars) Áskoranir lífsins mikilvægar Anna Margrét útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði frá Handelshøyskolen BI í Osló. „Ég hélt ég myndi sitja þar og fabúlera um markaðssetningu og vörumerki, en í staðinn var þetta bara stærðfræði og tölfræði. Þetta var miklu erfiðara en ég ætlaði mér,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir áskoranirnar hafi hún fundið námið bæði áhugavert og krefjandi. Anna Margrét segir háskólanám kenna manni að hugsa betur og styrkja rökhugsunina.„Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Þetta var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda græðir maður ekkert rosalega á því sem er auðvelt.“ Anna Margrét telur mikilvægt að takast á við áskoranir til að vaxa og blómstra sem einstaklingur. „Ég er eiginlega orðin háð því að gera hluti sem mér finnst óþægilegir,“ segir hún og hlær. „Þegar mér finnst eitthvað óþægilegt og það stressar mig, þá veit ég að ég hef svo ógeðslega gott af því og það er svo miklu stærra stökk sem ég tek.“ Umkringd Frozen-sokkum Anna Margrét hefur víðtæka reynslu sem markaðsfræðingur og úr fjölmiðlum. Hún var eini Íslendingurinn sem starfaði hjá H&M við opnun fyrstu verslunarinnar á Íslandi í Smáralind haustið 2017. Hún lýsir því hvernig mikill kvíði fylgdi þeirri reynslu, en einnig hvernig hún náði að takast á við áskoranirnar. „Ég fann fyrir mikilli pressu við þessa vinnu og fannst ég vera ein ábyrg ef eitthvað skyldi klikka,“ segir hún. Anna Margrét lýsir því hvernig hún í hálfgerðu spennufalli grét inni á barnadeild verslunarinnar, umkringd Frozen-sokkum, meðan eigandi H&M og helstu yfirmenn biðu spenntir á efri hæðinni eftir fyrstu viðskiptavinunum. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að Íslendingar mættu aldrei tímanlega, og að fólk kæmi örugglega, en á þessum tímapunkti var ég að reyna að sannfæra bæði þá og sjálfa mig.“ Hún rifjar upp augnablikið þegar klukkan var tíu mínútur í tíu og enginn var enn mættur. „Karl-Johan Persson, forstjóri og eigandi H&M, var að tjúllast úr stressi inni í búðinni, ásamt yfirmanni yfirmanns míns. Það var þá sem ég náði að koma mér afsíðis, inn á barnadeildina, og byrjaði að gráta. Ég hafði haldið í mér allt sumarið, unnið eins og skepna, skrifað ritgerð og verið með ungabarn sem grét stöðugt. Þetta var erfitt tímabil sem endaði á þessum tímapunkti.“ Elísabet hrósaði Önnu Margréti fyrir að deila þessari reynslu, og sagði að svona mannleg viðbrögð ættu ekki að vera feimnismál. Þetta væru tilfinningar sem margir hafa eflaust upplifað þegar pressan verður of mikil. Þegar Anna Margrét hafði jafnað sig, náði hún að koma sér aftur upp á efri hæðina við innganginn og sá þá Smáralindina pakkaða af fólki, henni og sænsku gestunum til ómældrar gleði. Þáttinn með heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ástin og lífið Tengdar fréttir Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. 27. ágúst 2024 20:02 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Anna Margrét er viðmælandi Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpinu, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars mikilvægi áskorana í lífinu, starfsframann og fjölskyldulífið í Stokkhólmi. „Ég hef alltaf verið mjög áhugasöm um tísku og það hefur alltaf verið draumurinn að vinna við eitthvað tengt tísku. Ég er náttúrulega með tíu þumla, þannig að ég ætlaði alls ekki að vera fatahönnuður. Ég er með góðar hugmyndir, en ekkert til að framkvæma þær,“ segir Anna Margrét kímin. Anna Margrét býr í Stokkhólmi í Svíþjóð ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum, en þau fluttu þangað frá Osló þegar henni bauðst starf hjá H&M Group. Þar bar hún ábyrgð á sjálfbærnisamskiptum fyrirtækisins og starfaði náið með framkvæmdastjórninni. View this post on Instagram A post shared by Anna Margrét (@annamargretgunnars) Áskoranir lífsins mikilvægar Anna Margrét útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði frá Handelshøyskolen BI í Osló. „Ég hélt ég myndi sitja þar og fabúlera um markaðssetningu og vörumerki, en í staðinn var þetta bara stærðfræði og tölfræði. Þetta var miklu erfiðara en ég ætlaði mér,“ segir hún og bætir við að þrátt fyrir áskoranirnar hafi hún fundið námið bæði áhugavert og krefjandi. Anna Margrét segir háskólanám kenna manni að hugsa betur og styrkja rökhugsunina.„Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Þetta var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda græðir maður ekkert rosalega á því sem er auðvelt.“ Anna Margrét telur mikilvægt að takast á við áskoranir til að vaxa og blómstra sem einstaklingur. „Ég er eiginlega orðin háð því að gera hluti sem mér finnst óþægilegir,“ segir hún og hlær. „Þegar mér finnst eitthvað óþægilegt og það stressar mig, þá veit ég að ég hef svo ógeðslega gott af því og það er svo miklu stærra stökk sem ég tek.“ Umkringd Frozen-sokkum Anna Margrét hefur víðtæka reynslu sem markaðsfræðingur og úr fjölmiðlum. Hún var eini Íslendingurinn sem starfaði hjá H&M við opnun fyrstu verslunarinnar á Íslandi í Smáralind haustið 2017. Hún lýsir því hvernig mikill kvíði fylgdi þeirri reynslu, en einnig hvernig hún náði að takast á við áskoranirnar. „Ég fann fyrir mikilli pressu við þessa vinnu og fannst ég vera ein ábyrg ef eitthvað skyldi klikka,“ segir hún. Anna Margrét lýsir því hvernig hún í hálfgerðu spennufalli grét inni á barnadeild verslunarinnar, umkringd Frozen-sokkum, meðan eigandi H&M og helstu yfirmenn biðu spenntir á efri hæðinni eftir fyrstu viðskiptavinunum. „Ég reyndi að útskýra fyrir þeim að Íslendingar mættu aldrei tímanlega, og að fólk kæmi örugglega, en á þessum tímapunkti var ég að reyna að sannfæra bæði þá og sjálfa mig.“ Hún rifjar upp augnablikið þegar klukkan var tíu mínútur í tíu og enginn var enn mættur. „Karl-Johan Persson, forstjóri og eigandi H&M, var að tjúllast úr stressi inni í búðinni, ásamt yfirmanni yfirmanns míns. Það var þá sem ég náði að koma mér afsíðis, inn á barnadeildina, og byrjaði að gráta. Ég hafði haldið í mér allt sumarið, unnið eins og skepna, skrifað ritgerð og verið með ungabarn sem grét stöðugt. Þetta var erfitt tímabil sem endaði á þessum tímapunkti.“ Elísabet hrósaði Önnu Margréti fyrir að deila þessari reynslu, og sagði að svona mannleg viðbrögð ættu ekki að vera feimnismál. Þetta væru tilfinningar sem margir hafa eflaust upplifað þegar pressan verður of mikil. Þegar Anna Margrét hafði jafnað sig, náði hún að koma sér aftur upp á efri hæðina við innganginn og sá þá Smáralindina pakkaða af fólki, henni og sænsku gestunum til ómældrar gleði. Þáttinn með heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ástin og lífið Tengdar fréttir Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. 27. ágúst 2024 20:02 Mest lesið Felix kveður Eurovision Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Felix víkur og óvissa með Gísla Martein Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Elísabet Gunnars á nýjum vettvangi „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á fólki, allskonar fólki. Hvort sem það séu tískuskvísur á Norðurlöndunum eða sætir gamlir franskir kallar með hatt, þá veitir það mér mikinn innblástur,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir, tískudrottning og ein af fyrstu stafrænu áhrifavöldum landsins. Hún stofnaði nýverið hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. 27. ágúst 2024 20:02