Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 12:59 Fiskbúðin er á horni Sundlaugavegs og Gullteigs. Aðsend Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. „Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“ Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
„Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“
Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40