Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 12:59 Fiskbúðin er á horni Sundlaugavegs og Gullteigs. Aðsend Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. „Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“ Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
„Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“
Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun