„Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik“ Hinrik Wöhler skrifar 10. september 2024 19:15 Andri Fannar Baldursson í eldlínunni á Víkingsvellinum í dag. Vísir/Anton Brink Fyrirliði íslenska U-21 árs landslið drengja, Andri Fannar Baldursson, var niðurlútur í leikslok eftir 2-1 tap á móti Wales. Leikurinn var hluti af undankeppni Evrópumótsins 2025 og situr íslenska liðið í þriðja sæti riðilsins eftir tapið. „Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira
„Þeir nýttu færin sín en ekki við. Mér fannst þeir ekkert skapa mikið. Það var erfitt að spila fótbolta í þessu veðri, mikill vindur og þeir voru yfir í baráttunni,“ sagði Andri skömmu eftir leik. Íslenska liðið spilaði á móti miklum vindi í fyrri hálfleik og var leikurinn í járnum. Velska liðið ógnaði að marki Íslendinga en náðu ekki að koma boltanum fram hjá Lúkasi Petersson í markinu. „Þetta var virkilega erfitt og vindurinn drepur allt tempóið í leiknum. Það var bara ekki hægt að reikna vindinn og boltinn fauk og var erfitt að spila. Við getum ekkert að vera að væla yfir því, bæði lið voru með þennan vind. Ekki nægilega góður leikur hjá okkur,“ bætti Andri við. Íslensku strákarnir voru slegnir niður á jörðina strax í upphafi síðari hálfleiks þegar Joel Cotterill kom þeim velsku yfir eftir sofandahátt í íslensku vörninni. „Þetta má ekki gerast í svona mikilvægum leik. Við verðum að vera meira „on“ og taka sterkari ákvarðanir. Svona er þetta og getum ekki breytt þessu núna. Við þurfum að líta í eigin barm og rífa okkur upp og bæta upp fyrir þetta í næsta leikjum sem við spilum.“ Krefjandi verkefni framundan í október Landsliðinu bíður erfitt verkefni í október en strákarnir þurfa sigur á móti Litáen og Danmörku til að eiga möguleika á að komast á lokamót EM sem verður haldið í Slóvakíu næsta sumar. „Sigur í báðum í leikjum, við getum það klárlega. Við þurfum að stíga upp og þegar sjálfstraustið er í lagi hef ég engar áhyggjur af því. Eins og staðan er í dag er þetta mjög svekkjandi og við hefðum viljað þrjú stig en það gerðist ekki, það er eins og það er,“ sagði fyrirliðinn að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Sjá meira