Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 12:33 Heimir Hallgrímsson á langt í land með að sanna sig fyrir Eamon Dunphy, sem landsliðsþjálfari Írlands. Næsta tækifæri gefst 10. og 13. október, í útileikjum við Finnland og Grikkland. Getty/Stephn McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira
Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Fótbolti Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Fleiri fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Sjá meira