Perla keppti með þeim bestu í Solheim-bikar ungmenna Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 17:02 Perla Sól Sigurbrandsdóttir, þriðja frá vinstri í efri röð, var hluti af úrvalsliði Evrópu í Solheim-bikar 18 ára og yngri í ár. @AJGAGolf Kylfingurinn Perla Sól Sigurbrandsdóttir átti þátt í að sækja hálfan vinning fyrir úrvalslið Evrópu sem átti annars mjög erfitt uppdráttar gegn Bandaríkjunum í Solheim-bikar ungmenna í golfi sem lauk í gær. Á mótinu keppa bestu 12-18 ára kvenkylfingar Evrópu og Bandaríkjanna, líkt og í Solheim-bikarnum sjálfum sem nú er að hefjast í Virginíu-fylki, en Perlu og stöllum hennar er boðið að fylgjast með því móti. Evrópuliðið safnaði aðeins 5,5 stigum í Solheim-bikar ungmenna í ár, gegn 18,5 stigum Bandaríkjanna, og hefur munurinn aldrei verið meiri. Evrópa hafði þó unnið tvö síðustu mót. Perla byrjaði á að spila fjórbolta með Havanna Thorstensson frá Svíþjóð, og töpuðu þær 4/2 gegn Sofia Cherif Essakali og Mia Hammond. Í fjórleiknum lék Perla hins vegar með Louis Uma Landgraf, gegn Hammond og Avery McCrery, og gerðu þær jafnefli og fengu hálft stig. Þær náðu mest tveggja holu forskoti. Perla Sól Sigurbrandsdóttir getur nú fylgst með bestu kylfingum Bandaríkjanna og Evrópu í Solheim-bikar fullorðinna. Evrópa tapaði fjórum leikjum í fjórleiknum og vann einn, eftir að hafa fengið tvo og hálfan vinning í fjórboltanum gegn þremur og hálfum vinningi Bandaríkjanna. Í gær var svo leikinn tvímenningur þar sem Bandaríkin unnu 10 af 12 leikjum, einn fór jafntefli og Evrópa vann einn. Perla mætti Jude Lee og varð að sætta sig við 5/4 tap, eftir að Lee náði fimm holu forskoti á fyrstu sjö holunum. Perla vann eina holu, þá þrettándu, en Lee tryggði sér svo sigur í leiknum á næstu holu. Það breytir því ekki að Perla, sem verður 18 ára síðar í þessum mánuði, hlaut þann heiður að vera valin í hóp tólf kylfinga Evrópuúrvalsins, af fyrirliðanum Gwladys Nocera. Hún er næstyngsti sigurvegari í sögu Íslandsmótsins í golfi eftir að hafa unnið titilinn í Vestmannaeyjum árið 2022 og varð Evrópumeistari 16 ára og yngri sama ár. Þá varð hún Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra, auk fjölda titla sem unglingur. Golf Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Á mótinu keppa bestu 12-18 ára kvenkylfingar Evrópu og Bandaríkjanna, líkt og í Solheim-bikarnum sjálfum sem nú er að hefjast í Virginíu-fylki, en Perlu og stöllum hennar er boðið að fylgjast með því móti. Evrópuliðið safnaði aðeins 5,5 stigum í Solheim-bikar ungmenna í ár, gegn 18,5 stigum Bandaríkjanna, og hefur munurinn aldrei verið meiri. Evrópa hafði þó unnið tvö síðustu mót. Perla byrjaði á að spila fjórbolta með Havanna Thorstensson frá Svíþjóð, og töpuðu þær 4/2 gegn Sofia Cherif Essakali og Mia Hammond. Í fjórleiknum lék Perla hins vegar með Louis Uma Landgraf, gegn Hammond og Avery McCrery, og gerðu þær jafnefli og fengu hálft stig. Þær náðu mest tveggja holu forskoti. Perla Sól Sigurbrandsdóttir getur nú fylgst með bestu kylfingum Bandaríkjanna og Evrópu í Solheim-bikar fullorðinna. Evrópa tapaði fjórum leikjum í fjórleiknum og vann einn, eftir að hafa fengið tvo og hálfan vinning í fjórboltanum gegn þremur og hálfum vinningi Bandaríkjanna. Í gær var svo leikinn tvímenningur þar sem Bandaríkin unnu 10 af 12 leikjum, einn fór jafntefli og Evrópa vann einn. Perla mætti Jude Lee og varð að sætta sig við 5/4 tap, eftir að Lee náði fimm holu forskoti á fyrstu sjö holunum. Perla vann eina holu, þá þrettándu, en Lee tryggði sér svo sigur í leiknum á næstu holu. Það breytir því ekki að Perla, sem verður 18 ára síðar í þessum mánuði, hlaut þann heiður að vera valin í hóp tólf kylfinga Evrópuúrvalsins, af fyrirliðanum Gwladys Nocera. Hún er næstyngsti sigurvegari í sögu Íslandsmótsins í golfi eftir að hafa unnið titilinn í Vestmannaeyjum árið 2022 og varð Evrópumeistari 16 ára og yngri sama ár. Þá varð hún Íslandsmeistari í holukeppni í fyrra, auk fjölda titla sem unglingur.
Golf Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira