Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2024 08:02 Gunnar Nelson stefnir á endurkomu í búrið. Vísir/Getty Íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson er ekki á því að segja skilið við bardagaferil sinn alveg strax. Hann segir hungrið enn til staðar og þrátt fyrir hækkandi aldur segist hann enn vera að bæta sig. Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“ MMA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira
Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“
MMA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Chelsea skrapaði botninn með Southampton Elliði Snær frábær í góðum sigri Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Sjá meira