Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Þúsundir barna eru á biðlista eftir greiningum og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími getur numið allt að þremur árum. Stjórnvöld boða aðgerðir vegna ofbeldis meðal barna er snúa meðal annars að bættri heilbrigðisþjónustu og aukinni löggæslu. Við heyrum í forstöðumanni frístundaheimilis um boðaðar aðgerðir og ræðum við ríkislögreglustjóra í beinni um kröfu um aukinn sýnileika lögreglu.
Forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi í kvöld og markar þannig upphaf síðasta þingvetur kjörtímabilsins. Við ræðum við Bjarna Benediktsson í beinni um áherslur ríkisstjórnarinnar á lokametrunum fyrir kosningar.
Auk þess gerum við upp kappræður næturinnar í Bandaríkjunum og kíkjum á nýtt heimili Listaháskólans.
Í Sportpakkanum heyrum við í okkar eina sanna Gunnari Nelson sem er ekki á því að segja skilið við bardagaferil sinn alveg strax og í Íslandi í dag spyr Sindri Sindrason hvort fólk geti verslað við búðir á við Shein og Temu án þess að fá samviskubit.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.