„Góði líttu þér nær!“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. september 2024 22:08 Andrés Ingi Jónsson (t.h.) baunaði allhressilega á formann síns gamla flokks, Guðmund Inga Guðbrandsson (t.v.). Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sagði Guðmundi Inga Guðbrandssyni, formanni VG, að líta sér nær þegar kæmi að aðgerðum í loftslagsmálum. Guðmundur hafði skömmu fyrr sagt í pontu að brýna þyrfti allt samfélagið til aðgerða. Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum. Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Í ræðu sinni í kvöld lagði Andrés Ingi áherslu á annars vegar ungt fólk og hins vegar aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðis- og loftslagsmálum. „Á undanförnum vikum höfum við verið óþyrmilega minnt á að unga fólkið okkar býr ekki í nógu öruggu samfélagi. Aukið ofbeldi, félagsleg einangrun og versnandi geðheilsa. Þetta ástand er afleiðing áralangrar vanrækslu á félagslegum innviðum, pólitísk ákvörðun vegna þess að lausnirnar hefur oft verið bent á,“ sagði Andrés meðal annars. Tryggja þyrfti öruggt húsnæði við hæfi, gera fólki auðveldara að komast út úr heimilisofbeldi, tryggja aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og uppræta fátækt. „Fjölskyldur þurfa tíma saman, við aðstæður sem styrkja þær. Sá jarðvegur mun skila varanlegum árangri.“ Baunaði á formann síns gamla flokks Andrés Ingi, sem var í Vinstri grænum en sagði sig úr flokknum árið 2019 og gekk þá til liðs við Pírata, talaði einnig sérstaklega um loftslagsmál sem „þrátt fyrir að vera ein helsta áskorun samtímans rötuðu ekki í stefnuræðu forsætisráðherra. “ Að sögn Andrésar væri baráttan gegn loftslagsbreytingum algjört aukaatriði hjá ríkisstjórninni þegar tölurnar væru skoðaðar. Framlög til umhverfis- og orkumála ykjust um 2,4 milljarða í fjárlagafrumvarpinu, en þar bæri hæst 1,1 milljarðs framlag vegna losunarheimilda sem ráðstafað yrði til flugfélaga. „Aðalaukningin í málaflokknum er sem sagt niðurgreiðsla á mengandi starfsemi.“ „Svo verð ég eiginlega að segja, vegna þess að formaður Vinstri grænna vildi áðan brýna allt samfélagið til aðgerða í loftslagsmálum: Góði líttu þér nær!“ sagði Andrés og brýndi raust sína. „En eins og spunadeilda fjármálaráðherra segir: Þetta er allt að koma. Við erum alveg að fara að losna við þessa vanstilltu ríkisstjórn sem allt of lengi hefur komist upp með að færa í stílinn gagnvart því sem vel gengur og kenna öðrum um eigin afglöp,“ sagði Andrés að lokum.
Píratar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Loftslagsmál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira