Fujimori er látinn Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2024 07:59 Alberto Fujimori gegndi embætti forseta Perú á árunum 1990 til 2000. EPA Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perú, er látinn, 86 ára að aldri. Fujimori tók við embætti forseta landsins árið 1990 en hrökklaðist úr embætti árið 2000 og átti síðar eftir að verða sakfelldur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í frétt BBC segir að dóttir Fujimori, Keiko Fujimori, hafi staðfest andlátið og að hann hafi látist af völdum krabbameins. Fujimori var mjög umdeldur í Perú en í stjórnartíð sinni barði hann harkalega niður uppreisnarsveitir vinstrimanna og átti síðar eftir að hljóta dóm vegna þess. Áætlað er að um 69 þúsund manns hafi látist í aðgerðunum. Stuðningsmenn Fujimori líta svo á að hann hafi í valdatíð sinni bjargað landinu frá hryðjuverkum, valdaráni vinstrisinnaðra uppreisnarmanna og efnahagshruni, en andstæðingar hans líta svo á að hann hafi brotið niður lýðræðislegar stofnanir landsins í þeim tilgangi að tryggja eigin völd. Eftir að forsetatíð hans lauk flúði hann land en var síðar handtekinn, framseldur, sakfelldur og látinn afplána 25 ára dóm. Honum var hins vegar sleppt á síðasta ári eftir að stjórnlagadómstóll landsins staðfesti sex ára gamla náðun forseta landsins. Hann hafði þá setið inni í fimmtán ár. Keiko Fujimori er í dag leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins. Hún tapaði naumlega í síðustu forsetakosningum og hefur þegar tilkynnt að hún muni bjóða sig fram til forseta árið 2026. Perú Andlát Tengdar fréttir Fujimori laus úr fangelsi Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, hefur verið sleppt eftir að hafa afplánað rúmlega fimmtán ár í fangelsi. 7. desember 2023 09:55 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Fujimori tók við embætti forseta landsins árið 1990 en hrökklaðist úr embætti árið 2000 og átti síðar eftir að verða sakfelldur fyrir mannréttindabrot og spillingu. Í frétt BBC segir að dóttir Fujimori, Keiko Fujimori, hafi staðfest andlátið og að hann hafi látist af völdum krabbameins. Fujimori var mjög umdeldur í Perú en í stjórnartíð sinni barði hann harkalega niður uppreisnarsveitir vinstrimanna og átti síðar eftir að hljóta dóm vegna þess. Áætlað er að um 69 þúsund manns hafi látist í aðgerðunum. Stuðningsmenn Fujimori líta svo á að hann hafi í valdatíð sinni bjargað landinu frá hryðjuverkum, valdaráni vinstrisinnaðra uppreisnarmanna og efnahagshruni, en andstæðingar hans líta svo á að hann hafi brotið niður lýðræðislegar stofnanir landsins í þeim tilgangi að tryggja eigin völd. Eftir að forsetatíð hans lauk flúði hann land en var síðar handtekinn, framseldur, sakfelldur og látinn afplána 25 ára dóm. Honum var hins vegar sleppt á síðasta ári eftir að stjórnlagadómstóll landsins staðfesti sex ára gamla náðun forseta landsins. Hann hafði þá setið inni í fimmtán ár. Keiko Fujimori er í dag leiðtogi stærsta stjórnmálaflokks landsins. Hún tapaði naumlega í síðustu forsetakosningum og hefur þegar tilkynnt að hún muni bjóða sig fram til forseta árið 2026.
Perú Andlát Tengdar fréttir Fujimori laus úr fangelsi Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, hefur verið sleppt eftir að hafa afplánað rúmlega fimmtán ár í fangelsi. 7. desember 2023 09:55 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Fujimori laus úr fangelsi Alberto Fujimori, fyrrverandi forseta Perú, hefur verið sleppt eftir að hafa afplánað rúmlega fimmtán ár í fangelsi. 7. desember 2023 09:55