„Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. september 2024 19:50 John Andrews þjálfari Víkinga. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“ Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira
Ástæða þess voru meiðsli í leiknum, en Sara Montoro, leikmaður FH, virtist hafa meiðst illa á hné stuttu eftir að hún kom inn á en hún er nýlega stiginn upp úr alvarlegum hnémeiðslum. Sömuleiðis meiddist Freyja Stefánsdóttir, leikmaður Víkings, í leiknum. „Sigurinn er ekki aðalmálið í dag. Við vonum að þeir leikmenn sem þurftu að fara meiddir af velli í dag séu ekki alvarlega meiddir. Sara Montoro og Freyja Stefánsdóttir eru vonandi í lagi. Þetta var þó frábær fótboltaleikur. Það var greinilegt að FH voru að reyna ákveðna hluti líkt og við og þetta var góður leikur mestmegnis.“ Freyja gæti verið rifbeinsbrotin: „Hún fékk högg á rifbeinin í einu samstuði og hún er kvalin eftir það.“ John varð þó glaðari í bragði þegar rætt var um frammistöðu hans liðs í dag. „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar, við viljum sýna góða frammistöðu og gera okkar besta og mér fannst leikmennirnir mínir frábærir í dag. Til dæmis Gígja í miðverðinum, hún er 32 ára en virðist vera 15 eða 16 ára, hún er svo kröftug og fljót. Hún leit hrikalega vel út. Við settum tóninn eftir fyrstu tvær til þrjár tæklingarnar og svo var það FH að svara því og við svöruðum því vel.“ Leikir þessara liða hafa verið miklir markaleikir í sumar og er John Andrews sáttur með að halda hreinu. „Ég var varnarmaður þegar ég var leikmaður, þannig að að halda hreinu er frábært. Við vildum þó fókusera á ákveðin uppspilsmynstur sem við höfum verið að vinna í og þau virkuðu í dag. Varnar- og miðjumennirnir okkar voru frábærir í dag að verjast, því þetta var ekki auðveldur leikur.“ John vill ekki meina að hans lið sé að stefna á þriðja sæti deildarinnar, fremur sé liðið að vinna statt og stöðugt í því að bæta sig sem mun á endanum sjást á lokastöðunni í deildinni. „Það er ekki í okkar höndum, en við fylgjumst með hvernig Þór/KA gengur. Við einbeitum okkur bara að okkur en ef þær tapa stigum þá er frábært ef við komumst upp fyrir þær en ef ekki þá er það vel gert hjá þeim. Við gætum þó ekki verið stoltari af okkar framgöngu. Við erum í fjórða sæti sem er ekki slæmt fyrir nýliða og ég er stoltur. Það var einnig gott að sjá Selmu aftur eftir hennar meiðsli og veikindi.“
Fótbolti Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Sjá meira