Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 22:17 Rachele Mussolini er dóttir yngsta sonar Benito Mussolini, fasistaforingjans alræmda. Hún er gengin í flokk Silvio Berlusconi heitins. Vísir/Getty Sonardóttir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, ætlar að segja skilið við hægrijaðarflokk Giorgiu Meloni forsætisráðherra þar sem henni þykir flokkurinn hafa færst of langt til hægri. Rachele Mussolini, barnabarn fasistaforingjans alræmda, situr í borgarstjórn Rómarborgar fyrir hönd Bræðralags Ítalíu, flokks Meloni forsætisráðherra. Sá flokkur á rætur sínar að rekja til arftaka fasistaflokks Mussolini. Bræðralagið rekur nú harða stefnu í innflytjendamálum, varðandi þungunarrof og samkynja foreldra. Stefnan virðist ekki hugnast Mussolini því hún tilkynnnti að hún ætlaði að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Áfram Ítalíu, flokks Silvio Berluconis heitins, í borgarstjórn. Áfram Ítalía á einnig sæti í ríkisstjórn Meloni. „Það er tími til kominn að snúa við blaðinu og ganga í flokk sem mér finnst standa nær hófsemi minni og miðjusækni,“ sagði Mussolini sem hlaut flest atkvæði nokkurs borgarfulltrúa í síðustu kosningum árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heimildir Reuters herma að Mussolini hafi sérstaklega verið óánægð með afstöðu Bræðralagsins til borgaralegra réttinda. Áfram Ítalía þykir frjálslyndari flokkur þrátt fyrir að hann gefi sig einnig út fyrir að standa vörð um íhaldssöm kristileg gildi. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítaliu, (t.h.) á góðri stundu með Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra.Evrópuráðið Tók upp hanskann fyrir alsírska boxkonu Nýlega gagnrýndi Mussolini ummæli Meloni um Imane Khelif, alsírskan boxara. Mikið fjaðrafok upphófst eftir að Angela Carini, ítalskur keppinautur Khelif, gafst upp í bardaga þeirra á Ólympíuleikunum og falskar ásakanir flugu um að Khelif væri í raun karlmaður eða transkona. Meloni sagði að bardaginn hefði verið ósanngjarn og vísaði til þess að Khelif hefði fallið á „kynjaprófi“ á heimsmeistaramóti í fyrra. Sambandið sem stóð að þeirri keppni er þó rúið trausti og forsvarsmenn hafa aldrei viljað upplýsa hvað fólst í prófinu eða hvernig Khelif hefði fallið á því. Mussolini tók þá upp hanskann fyrir Khelif. „Þar til annað er sannað er Imane Khelif kona og hún hefur orðið fyrir ómaklegum nornaveiðum,“ sagði hún. Ítalía Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35 Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Rachele Mussolini, barnabarn fasistaforingjans alræmda, situr í borgarstjórn Rómarborgar fyrir hönd Bræðralags Ítalíu, flokks Meloni forsætisráðherra. Sá flokkur á rætur sínar að rekja til arftaka fasistaflokks Mussolini. Bræðralagið rekur nú harða stefnu í innflytjendamálum, varðandi þungunarrof og samkynja foreldra. Stefnan virðist ekki hugnast Mussolini því hún tilkynnnti að hún ætlaði að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Áfram Ítalíu, flokks Silvio Berluconis heitins, í borgarstjórn. Áfram Ítalía á einnig sæti í ríkisstjórn Meloni. „Það er tími til kominn að snúa við blaðinu og ganga í flokk sem mér finnst standa nær hófsemi minni og miðjusækni,“ sagði Mussolini sem hlaut flest atkvæði nokkurs borgarfulltrúa í síðustu kosningum árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heimildir Reuters herma að Mussolini hafi sérstaklega verið óánægð með afstöðu Bræðralagsins til borgaralegra réttinda. Áfram Ítalía þykir frjálslyndari flokkur þrátt fyrir að hann gefi sig einnig út fyrir að standa vörð um íhaldssöm kristileg gildi. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítaliu, (t.h.) á góðri stundu með Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra.Evrópuráðið Tók upp hanskann fyrir alsírska boxkonu Nýlega gagnrýndi Mussolini ummæli Meloni um Imane Khelif, alsírskan boxara. Mikið fjaðrafok upphófst eftir að Angela Carini, ítalskur keppinautur Khelif, gafst upp í bardaga þeirra á Ólympíuleikunum og falskar ásakanir flugu um að Khelif væri í raun karlmaður eða transkona. Meloni sagði að bardaginn hefði verið ósanngjarn og vísaði til þess að Khelif hefði fallið á „kynjaprófi“ á heimsmeistaramóti í fyrra. Sambandið sem stóð að þeirri keppni er þó rúið trausti og forsvarsmenn hafa aldrei viljað upplýsa hvað fólst í prófinu eða hvernig Khelif hefði fallið á því. Mussolini tók þá upp hanskann fyrir Khelif. „Þar til annað er sannað er Imane Khelif kona og hún hefur orðið fyrir ómaklegum nornaveiðum,“ sagði hún.
Ítalía Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35 Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35
Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08