Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 22:17 Rachele Mussolini er dóttir yngsta sonar Benito Mussolini, fasistaforingjans alræmda. Hún er gengin í flokk Silvio Berlusconi heitins. Vísir/Getty Sonardóttir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, ætlar að segja skilið við hægrijaðarflokk Giorgiu Meloni forsætisráðherra þar sem henni þykir flokkurinn hafa færst of langt til hægri. Rachele Mussolini, barnabarn fasistaforingjans alræmda, situr í borgarstjórn Rómarborgar fyrir hönd Bræðralags Ítalíu, flokks Meloni forsætisráðherra. Sá flokkur á rætur sínar að rekja til arftaka fasistaflokks Mussolini. Bræðralagið rekur nú harða stefnu í innflytjendamálum, varðandi þungunarrof og samkynja foreldra. Stefnan virðist ekki hugnast Mussolini því hún tilkynnnti að hún ætlaði að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Áfram Ítalíu, flokks Silvio Berluconis heitins, í borgarstjórn. Áfram Ítalía á einnig sæti í ríkisstjórn Meloni. „Það er tími til kominn að snúa við blaðinu og ganga í flokk sem mér finnst standa nær hófsemi minni og miðjusækni,“ sagði Mussolini sem hlaut flest atkvæði nokkurs borgarfulltrúa í síðustu kosningum árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heimildir Reuters herma að Mussolini hafi sérstaklega verið óánægð með afstöðu Bræðralagsins til borgaralegra réttinda. Áfram Ítalía þykir frjálslyndari flokkur þrátt fyrir að hann gefi sig einnig út fyrir að standa vörð um íhaldssöm kristileg gildi. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítaliu, (t.h.) á góðri stundu með Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra.Evrópuráðið Tók upp hanskann fyrir alsírska boxkonu Nýlega gagnrýndi Mussolini ummæli Meloni um Imane Khelif, alsírskan boxara. Mikið fjaðrafok upphófst eftir að Angela Carini, ítalskur keppinautur Khelif, gafst upp í bardaga þeirra á Ólympíuleikunum og falskar ásakanir flugu um að Khelif væri í raun karlmaður eða transkona. Meloni sagði að bardaginn hefði verið ósanngjarn og vísaði til þess að Khelif hefði fallið á „kynjaprófi“ á heimsmeistaramóti í fyrra. Sambandið sem stóð að þeirri keppni er þó rúið trausti og forsvarsmenn hafa aldrei viljað upplýsa hvað fólst í prófinu eða hvernig Khelif hefði fallið á því. Mussolini tók þá upp hanskann fyrir Khelif. „Þar til annað er sannað er Imane Khelif kona og hún hefur orðið fyrir ómaklegum nornaveiðum,“ sagði hún. Ítalía Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35 Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Rachele Mussolini, barnabarn fasistaforingjans alræmda, situr í borgarstjórn Rómarborgar fyrir hönd Bræðralags Ítalíu, flokks Meloni forsætisráðherra. Sá flokkur á rætur sínar að rekja til arftaka fasistaflokks Mussolini. Bræðralagið rekur nú harða stefnu í innflytjendamálum, varðandi þungunarrof og samkynja foreldra. Stefnan virðist ekki hugnast Mussolini því hún tilkynnnti að hún ætlaði að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Áfram Ítalíu, flokks Silvio Berluconis heitins, í borgarstjórn. Áfram Ítalía á einnig sæti í ríkisstjórn Meloni. „Það er tími til kominn að snúa við blaðinu og ganga í flokk sem mér finnst standa nær hófsemi minni og miðjusækni,“ sagði Mussolini sem hlaut flest atkvæði nokkurs borgarfulltrúa í síðustu kosningum árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heimildir Reuters herma að Mussolini hafi sérstaklega verið óánægð með afstöðu Bræðralagsins til borgaralegra réttinda. Áfram Ítalía þykir frjálslyndari flokkur þrátt fyrir að hann gefi sig einnig út fyrir að standa vörð um íhaldssöm kristileg gildi. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítaliu, (t.h.) á góðri stundu með Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra.Evrópuráðið Tók upp hanskann fyrir alsírska boxkonu Nýlega gagnrýndi Mussolini ummæli Meloni um Imane Khelif, alsírskan boxara. Mikið fjaðrafok upphófst eftir að Angela Carini, ítalskur keppinautur Khelif, gafst upp í bardaga þeirra á Ólympíuleikunum og falskar ásakanir flugu um að Khelif væri í raun karlmaður eða transkona. Meloni sagði að bardaginn hefði verið ósanngjarn og vísaði til þess að Khelif hefði fallið á „kynjaprófi“ á heimsmeistaramóti í fyrra. Sambandið sem stóð að þeirri keppni er þó rúið trausti og forsvarsmenn hafa aldrei viljað upplýsa hvað fólst í prófinu eða hvernig Khelif hefði fallið á því. Mussolini tók þá upp hanskann fyrir Khelif. „Þar til annað er sannað er Imane Khelif kona og hún hefur orðið fyrir ómaklegum nornaveiðum,“ sagði hún.
Ítalía Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35 Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35
Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08