Grænt ljós á Flensborgarhöfn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2024 14:05 Svæðið í kringum smábátahöfnina, sem farið er að kalla Flensborgarhöfn, er núna einkum atvinnusvæði í kringum hafnarstarfsemina en með nýja rammaskipulaginu er mörkuð sú stefna að byggja þar einnig upp íbúðahverfi. Hafnarfjarðarbær Flensborgarhöfn stígur inn í framtíðina með nýju deiliskipulagi sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær og verður nú sett í auglýsingu. „Við hlökkum til að sjá nýtt, glæsilegt bryggjuhverfi rísa í hjarta bæjarins og vonum að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Lögð hefur verið áhersla á að vanda vel til verka við hönnun og deiliskipulagsgerð sem hófst með hönnunarsamkeppni fyrir sex árum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri á vef bæjarins. „Þarna munu rísa íbúðir og fjölbreytt tækifæri til afþreyingar og þjónustu verða til. Nýja byggðin mun tengjast vel miðbæ Hafnarfjarðar, stækka hann og auka þjónustu. Bærinn mun breyta um ásýnd, verða enn eftirsóttari heim að sækja um leið og hann heldur sérkennum sínum.“ Svona mun höfnin líta út um kvöldið.Hafnarfjörður Rósa segir að bílastæðum ofanjarðar hafi fjölgað talsvert frá fyrri hugmyndum sem höfðu verið kynntar, sérstaklega við fyrirhuguð þjónusturými. Nýtt deiliskipulag verður kynnt Deiliskipulagið fyrir Flensborgarhöfn fer nú í auglýsingu og hafa íbúar þá sex vikur til að kynna sér áformin og segja skoðun sína. Haldin verður kynningarfundur á tímabilinu. Miklar vonir eru bundnar við breytingarnar í bænum.Hafnarfjörður Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Strandgötu, Fornubúðum og sjó. Stærð svæðis er um það bil 4,4 hektarar. Almennt er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi á jarðhæð bygginga þar sem fjölbreytt þjónusta verður höfð að leiðarljósi. Þar má nefna kaffihús, veitingastaði og smávöruverslanir. Salarhæð verslunar- og þjónustuhúsnæðis á jarðhæðum verður að lágmarki 4 metrar með áhrifum sínum á ásýndina. Ýmsar aðkomuleiðir eru að byggðinni fyrir gangandi, akandi og hjólandi umferð og er hugmyndin að hún verði framlenging á miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar. Þar sem mikil atvinnustarfsemi og þjónusta verður á svæðinu og er því mikilvægt að skapa gott aðgengi fyrir alla. Innblásið af byggðamynstri Hafnarfjarðar Forsagan er sú að árið 2018 efndi Hafnarfjarðarbær til hugmyndasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæðið. Tvær tillögur báru sigur úr býtum. Vinningstillögurnar voru sameinaðar í eina sem síðar voru þróaðar í breytingu á aðalskipulagi. Smábátahöfnin tekur á sig nýja mynd.Hafnarfjörður Markmið rammaskipulagsins var að auka samtvinnun bæjar og hafnar með þéttri og blandaðri byggð í sátt við aðliggjandi hverfi og hafnarstarfsemi. Stefnt var að því að skapa heildstæða byggð í anda sögunnar og þeirra umhverfisgæða sem eru fyrir hendi með breyttri landnotkun og bættri nýtingu innviða. Yfirlitsmynd. Hugmyndin að skipulagi Flensborgarhafnar er innblásin af sögulegu byggðarmynstri Hafnarfjarðar og miðar af því að skapa lífræna tengingu á milli húsa og auðga mannlífið á milli þeirra. Í stað nútímalegrar uppbyggingar sem oft einkennist af reglufestu randbyggð með inngörðum og afgirtum lóðum er lögð áhersla á opið flæði og gott aðgengi um svæðið í heild sem leiðir af sér spennandi mannlíf, rými og aukna notkun. Að neðan má sjá helstu viðfangsefni og markmið Heildaryfirbragði svæðisins verði breytt með bættri nýtingu þess. Við uppbyggingu svæðisins verði tekið tillit til sérkenna þess og sérstöðu í bæjarmynd Hafnarfjarðar. Gæði, sjálfbærni og verðmæti svæðisins verði aukið með betri landnýtingu, þéttari byggð og bættu umhverfi og lífsgæðum fyrir notendur og íbúa. Áhersla lögð á aðlaðandi yfirbragð byggðarinnar, vandaðan frágang bygginga, opin bæjarrými og lifandi starfsemi á hluta jarðhæða sem skapar fjölbreytt mannlíf. Umferðartengingar inn á svæðið verði bættar með umferðaröryggi að leiðarljósi. Góð tenging verði við aðliggjandi svæði og miðbæ með stígum fyrir gangandi og hjólandi. Gott aðgengi verði að smábátahöfninni og umferðarflæði við Suðurhöfn verði áfram tryggt í sátt við nýja uppbyggingu. Að skipuleggja einfalt og hagkvæmt gatna- og stígakerfi (göngu- og reiðhjólaleiðir) sem þjónar byggðinni á sem bestan og öruggastan hátt með áherslu á gott aðgengi allra. Að deiliskipulag stuðli að umhverfisvænum og sjálfbærum lausnum í innviðum hverfisins og á sérhverri lóð t.d. með ívilnunum og/eða hvötum fyrir þá sem byggja vistvænar og vottaðar byggingar. Að skipulagsgerð og ákvarðanataka verði í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem byggir á efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum stoðum sjálfbærrar þróunar. Að neðan má sjá kynningarmyndband af skipulaginu frá því í febrúar 2020. Hafnarfjörður Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. 29. júní 2024 15:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
„Við hlökkum til að sjá nýtt, glæsilegt bryggjuhverfi rísa í hjarta bæjarins og vonum að framkvæmdir hefjist sem fyrst. Lögð hefur verið áhersla á að vanda vel til verka við hönnun og deiliskipulagsgerð sem hófst með hönnunarsamkeppni fyrir sex árum,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri á vef bæjarins. „Þarna munu rísa íbúðir og fjölbreytt tækifæri til afþreyingar og þjónustu verða til. Nýja byggðin mun tengjast vel miðbæ Hafnarfjarðar, stækka hann og auka þjónustu. Bærinn mun breyta um ásýnd, verða enn eftirsóttari heim að sækja um leið og hann heldur sérkennum sínum.“ Svona mun höfnin líta út um kvöldið.Hafnarfjörður Rósa segir að bílastæðum ofanjarðar hafi fjölgað talsvert frá fyrri hugmyndum sem höfðu verið kynntar, sérstaklega við fyrirhuguð þjónusturými. Nýtt deiliskipulag verður kynnt Deiliskipulagið fyrir Flensborgarhöfn fer nú í auglýsingu og hafa íbúar þá sex vikur til að kynna sér áformin og segja skoðun sína. Haldin verður kynningarfundur á tímabilinu. Miklar vonir eru bundnar við breytingarnar í bænum.Hafnarfjörður Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Strandgötu, Fornubúðum og sjó. Stærð svæðis er um það bil 4,4 hektarar. Almennt er gert ráð fyrir atvinnustarfsemi á jarðhæð bygginga þar sem fjölbreytt þjónusta verður höfð að leiðarljósi. Þar má nefna kaffihús, veitingastaði og smávöruverslanir. Salarhæð verslunar- og þjónustuhúsnæðis á jarðhæðum verður að lágmarki 4 metrar með áhrifum sínum á ásýndina. Ýmsar aðkomuleiðir eru að byggðinni fyrir gangandi, akandi og hjólandi umferð og er hugmyndin að hún verði framlenging á miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar. Þar sem mikil atvinnustarfsemi og þjónusta verður á svæðinu og er því mikilvægt að skapa gott aðgengi fyrir alla. Innblásið af byggðamynstri Hafnarfjarðar Forsagan er sú að árið 2018 efndi Hafnarfjarðarbær til hugmyndasamkeppni í samstarfi við Arkitektafélag Íslands um rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæðið. Tvær tillögur báru sigur úr býtum. Vinningstillögurnar voru sameinaðar í eina sem síðar voru þróaðar í breytingu á aðalskipulagi. Smábátahöfnin tekur á sig nýja mynd.Hafnarfjörður Markmið rammaskipulagsins var að auka samtvinnun bæjar og hafnar með þéttri og blandaðri byggð í sátt við aðliggjandi hverfi og hafnarstarfsemi. Stefnt var að því að skapa heildstæða byggð í anda sögunnar og þeirra umhverfisgæða sem eru fyrir hendi með breyttri landnotkun og bættri nýtingu innviða. Yfirlitsmynd. Hugmyndin að skipulagi Flensborgarhafnar er innblásin af sögulegu byggðarmynstri Hafnarfjarðar og miðar af því að skapa lífræna tengingu á milli húsa og auðga mannlífið á milli þeirra. Í stað nútímalegrar uppbyggingar sem oft einkennist af reglufestu randbyggð með inngörðum og afgirtum lóðum er lögð áhersla á opið flæði og gott aðgengi um svæðið í heild sem leiðir af sér spennandi mannlíf, rými og aukna notkun. Að neðan má sjá helstu viðfangsefni og markmið Heildaryfirbragði svæðisins verði breytt með bættri nýtingu þess. Við uppbyggingu svæðisins verði tekið tillit til sérkenna þess og sérstöðu í bæjarmynd Hafnarfjarðar. Gæði, sjálfbærni og verðmæti svæðisins verði aukið með betri landnýtingu, þéttari byggð og bættu umhverfi og lífsgæðum fyrir notendur og íbúa. Áhersla lögð á aðlaðandi yfirbragð byggðarinnar, vandaðan frágang bygginga, opin bæjarrými og lifandi starfsemi á hluta jarðhæða sem skapar fjölbreytt mannlíf. Umferðartengingar inn á svæðið verði bættar með umferðaröryggi að leiðarljósi. Góð tenging verði við aðliggjandi svæði og miðbæ með stígum fyrir gangandi og hjólandi. Gott aðgengi verði að smábátahöfninni og umferðarflæði við Suðurhöfn verði áfram tryggt í sátt við nýja uppbyggingu. Að skipuleggja einfalt og hagkvæmt gatna- og stígakerfi (göngu- og reiðhjólaleiðir) sem þjónar byggðinni á sem bestan og öruggastan hátt með áherslu á gott aðgengi allra. Að deiliskipulag stuðli að umhverfisvænum og sjálfbærum lausnum í innviðum hverfisins og á sérhverri lóð t.d. með ívilnunum og/eða hvötum fyrir þá sem byggja vistvænar og vottaðar byggingar. Að skipulagsgerð og ákvarðanataka verði í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem byggir á efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum stoðum sjálfbærrar þróunar. Að neðan má sjá kynningarmyndband af skipulaginu frá því í febrúar 2020.
Hafnarfjörður Skipulag Hafnarmál Tengdar fréttir Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. 29. júní 2024 15:00 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Sjá meira
Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði Það má segja að vegferðin hafi farið af stað sumarið 2021 þegar viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans var undirrituð hér í Hafnarfirði, m.a. af þáverandi menntamálaráðherra. Það var því stór stund í Hafnarfirði síðastliðinn fimmtudag þegar stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis að nýr Tækniskóli verði staðsettur í Hafnarfirði og verkefnið fari nú af stað af fullum krafti í samræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. 29. júní 2024 15:00