Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 1-0 | Emil bjargaði Stjörnunni í bragðdaufum leik Ólafur Þór Jónsson skrifar 15. september 2024 16:38 Emil Atlason skoraði sigurmarkið í blálokin. Vísir/Anton Brink Stjarnan tók á móti Vestra í lokaumferð eiginlegrar deildarkeppni Bestu deildarinnar. Bæði lið að berjast á sínum vígvelli, gestirnir fyrir lífi sínu á botni deildarinnar en heimamenn enn í baráttu um mögulegt sæti í evrópukeppni. Það var því mikið í húfi og bar fyrri hálfleikur þess keim að hvorugt liðið mátti tapa. Vestri voru mun ákveðnari í upphafi og hefðu réttilega átt að skora allavega eitt mark en slepptu svo takinu á leiknum og heimamenn tóku yfir. Vestfirðingar múruðu rækilega fyrir framan teig sinn og gáfu Stjörnunni lítil færi á sér. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleiknum og fóru liðin til búningsklefa með markalausa stöðu, 0-0. Það var ekkert betra sem tók við í seinni hálfleik. Fyrir utan sláarskot Hilmars Árna í upphafi hálfleiksins sem er enn óskiljanlegt hvernig fór ekki inn var hálfleikurinn tíðindalítill. Múrinn féll á 89. mínútu þegar Stjarnan fékk víti. Það var Adolf Daði sem var nýkominn inná sem fiskaði vítið eftir viðskipti sín við Karl Eskilinen markvörð Vestra. Emil Atlason steig upp og skoraði úr vítinu með miklu öryggi. Fleira markvert gerðist ekki og niðurstaðan 1-0 sigur Garðbæinga. Sigurinn nokkuð sanngjarn en Stjarnan stýrði leiknum heilt yfir. Stjarnan heldur því enn við mögulegt evrópusæti með sigrinum en öll liðin í kringum þá fengu einnig stig í dag, því lífsnauðsynlegt fyrir heimamenn. Vestri heldur áfram að vera í fallsæti og ef HK vinnur í kvöld er liðið komið í djúpa holu fyrir úrslitakeppnina. Atvik leiksins Stjarnan vildi fá víti eftir 65 mínútur þegar Óli Valur féll í teignum eftir viðskipti sín við Gustav Jensen. Hann hafði mikið til síns máls en eftir að hafa séð endursýningu er nokkuð ljóst að varnarmaðurinn fer ekki í boltann heldur beint í Óla. Þetta hefði getað hresst uppá leikinn fyrr. Stjörnur og skúrkar Óli Valur Ómarsson var gríðarlega öflugur í dag. Alltaf að búa eitthvað til og mesta hætta Stjörnunnar fór í gegnum hann. Einnig stýrði Guðmundur Baldvin spilinu vel inná miðjunni. Einnig er vert að hrósa hinum unga Sigurði Gunnari Jónssyni miðverði Stjörnunnar sem leysti stöðuna af miklu öryggi í dag. Fyrirliði gestanna Elmar Atli vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst, hann leit ítrekað illa út gegn Óla Val og lét hann labba fram hjá sér. Benedikt Waren var mjög öflugur í liði Vestra, alltaf í boltanum og að reyna skapa eitthvað. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson og hans teymi átti ágætan dag. Tvo stór atvik voru umdeilt, fyrst rangstöðumarkið í fyrri hálfleik sem var mjög tæpt og svo einnig vítið sem Stjarnan vildi fá í upphafi seinni hálfleiks. Vítið sem hann dæmdi var hárréttur dómur. Auk þess var stjórnin á leiknum ágæt svo einkunnin sem hann fær er 5,5, rétt sleppur við fall. Stemning og umgjörð Það hefur oft verið þéttsetnara í stúku Samsung stúkunnar en góðmennt var það. Stemmningin var eftir því, ljómandi fín en oft betri. Umgjörð Stjörnunnar var að vanda frábær, borgarinn góður og allt eins og það á að vera. Það er samt við hæfi að hrósa einum sjálfboðaliða Stjörnunnar, fjölmiðlafulltrúanum Þorsteini Arnari. Hann tekur alltaf frábærlega á móti fjölmiðlum með einstaka nærveru og vill allt fyrir alla gera. Stjarnan er rík að eiga slíkan mann í verkið. Jökull ElísabetarsonVísir/Diego Jökull: „Gátum verið þakklátir fyrir 0-0 í hálfleik“ Stjarnan vann 1-0 sigur á Vestra í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en Stjarnan skoraði úr víti eftir 88 mínútur. Jökull ræddi við Vísi eftir leik og var sáttur við sigurinn. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð að fá svona mark í lokin. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Vorum full slappir meirihlutann af fyrri hálfleik og að einhverju leiti gátum við verið þakklátir fyrir að fara inní hálfleikinn með 0-0. Frábært mark sem við skorum, frábær sókn og frábær sending. Við erum mjög ánægðir með þennan sigur.“ Vestri byrjuðu mun betur og hefðu auðveldlega getað skorað snemma leiks. Jökull tók ekki undir það að byrjunin hafi verið vonbrigði. „Það er stundum svona. Þurfum að komast í gegnum það og ná okkur upp. Það eiga allir sína off daga og leiki. Mér fannst ekkert svona afgerandi til að hafa áhyggjur af. Þetta var off dagur og það var sterkt að halda hreinu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við höldum hreinu. Frábært að klára þennan leik.“ sagði Jökull Sigurinn þýðir að Stjarnan stekkur uppí fimmta sætið eftir deildarkeppnina. Jökull vildi að menn myndi halda fótunum á jörðinni. „Við erum svo leiðilegir að við tölum alltaf bara um að taka eitthvað úr þessum leik og inní þann næsta. Fimmta sætið gefur okkur heimaleik gegn grasliðunum sem er bara ágætt.“ Sigurður Gunnar Jónsson varnarmaður Stjörnunnar vakti athygli í dag fyrir frammistöðu sína en þessi tvítugi miðverji átti góðan leik í hjarta varnarinnar. „Siggi er ekki bara góður leikmaður heldur líka með afgerandi hugarfar. Mjög öflugur karakter. Hann á bara eftir að verða betri. Hann hefur spilað alla þessa leiki sem við höfum haldið hreinu í röð. Auðvitað frábært fyrir hann að vera hluti af því og hann á svo sannarlega þátt í því.“ sagði Jökull að lokum Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sekktur í leikslok.Visir/ Hulda Margrét Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik. Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“ En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri. „Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“ Besta deild karla Stjarnan Vestri Íslenski boltinn Fótbolti
Stjarnan tók á móti Vestra í lokaumferð eiginlegrar deildarkeppni Bestu deildarinnar. Bæði lið að berjast á sínum vígvelli, gestirnir fyrir lífi sínu á botni deildarinnar en heimamenn enn í baráttu um mögulegt sæti í evrópukeppni. Það var því mikið í húfi og bar fyrri hálfleikur þess keim að hvorugt liðið mátti tapa. Vestri voru mun ákveðnari í upphafi og hefðu réttilega átt að skora allavega eitt mark en slepptu svo takinu á leiknum og heimamenn tóku yfir. Vestfirðingar múruðu rækilega fyrir framan teig sinn og gáfu Stjörnunni lítil færi á sér. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleiknum og fóru liðin til búningsklefa með markalausa stöðu, 0-0. Það var ekkert betra sem tók við í seinni hálfleik. Fyrir utan sláarskot Hilmars Árna í upphafi hálfleiksins sem er enn óskiljanlegt hvernig fór ekki inn var hálfleikurinn tíðindalítill. Múrinn féll á 89. mínútu þegar Stjarnan fékk víti. Það var Adolf Daði sem var nýkominn inná sem fiskaði vítið eftir viðskipti sín við Karl Eskilinen markvörð Vestra. Emil Atlason steig upp og skoraði úr vítinu með miklu öryggi. Fleira markvert gerðist ekki og niðurstaðan 1-0 sigur Garðbæinga. Sigurinn nokkuð sanngjarn en Stjarnan stýrði leiknum heilt yfir. Stjarnan heldur því enn við mögulegt evrópusæti með sigrinum en öll liðin í kringum þá fengu einnig stig í dag, því lífsnauðsynlegt fyrir heimamenn. Vestri heldur áfram að vera í fallsæti og ef HK vinnur í kvöld er liðið komið í djúpa holu fyrir úrslitakeppnina. Atvik leiksins Stjarnan vildi fá víti eftir 65 mínútur þegar Óli Valur féll í teignum eftir viðskipti sín við Gustav Jensen. Hann hafði mikið til síns máls en eftir að hafa séð endursýningu er nokkuð ljóst að varnarmaðurinn fer ekki í boltann heldur beint í Óla. Þetta hefði getað hresst uppá leikinn fyrr. Stjörnur og skúrkar Óli Valur Ómarsson var gríðarlega öflugur í dag. Alltaf að búa eitthvað til og mesta hætta Stjörnunnar fór í gegnum hann. Einnig stýrði Guðmundur Baldvin spilinu vel inná miðjunni. Einnig er vert að hrósa hinum unga Sigurði Gunnari Jónssyni miðverði Stjörnunnar sem leysti stöðuna af miklu öryggi í dag. Fyrirliði gestanna Elmar Atli vill líklega gleyma þessum leik sem fyrst, hann leit ítrekað illa út gegn Óla Val og lét hann labba fram hjá sér. Benedikt Waren var mjög öflugur í liði Vestra, alltaf í boltanum og að reyna skapa eitthvað. Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson og hans teymi átti ágætan dag. Tvo stór atvik voru umdeilt, fyrst rangstöðumarkið í fyrri hálfleik sem var mjög tæpt og svo einnig vítið sem Stjarnan vildi fá í upphafi seinni hálfleiks. Vítið sem hann dæmdi var hárréttur dómur. Auk þess var stjórnin á leiknum ágæt svo einkunnin sem hann fær er 5,5, rétt sleppur við fall. Stemning og umgjörð Það hefur oft verið þéttsetnara í stúku Samsung stúkunnar en góðmennt var það. Stemmningin var eftir því, ljómandi fín en oft betri. Umgjörð Stjörnunnar var að vanda frábær, borgarinn góður og allt eins og það á að vera. Það er samt við hæfi að hrósa einum sjálfboðaliða Stjörnunnar, fjölmiðlafulltrúanum Þorsteini Arnari. Hann tekur alltaf frábærlega á móti fjölmiðlum með einstaka nærveru og vill allt fyrir alla gera. Stjarnan er rík að eiga slíkan mann í verkið. Jökull ElísabetarsonVísir/Diego Jökull: „Gátum verið þakklátir fyrir 0-0 í hálfleik“ Stjarnan vann 1-0 sigur á Vestra í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildarinnar í dag. Leikurinn var heldur bragðdaufur en Stjarnan skoraði úr víti eftir 88 mínútur. Jökull ræddi við Vísi eftir leik og var sáttur við sigurinn. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð að fá svona mark í lokin. „Þetta var erfiður leikur eins og við bjuggumst við. Vorum full slappir meirihlutann af fyrri hálfleik og að einhverju leiti gátum við verið þakklátir fyrir að fara inní hálfleikinn með 0-0. Frábært mark sem við skorum, frábær sókn og frábær sending. Við erum mjög ánægðir með þennan sigur.“ Vestri byrjuðu mun betur og hefðu auðveldlega getað skorað snemma leiks. Jökull tók ekki undir það að byrjunin hafi verið vonbrigði. „Það er stundum svona. Þurfum að komast í gegnum það og ná okkur upp. Það eiga allir sína off daga og leiki. Mér fannst ekkert svona afgerandi til að hafa áhyggjur af. Þetta var off dagur og það var sterkt að halda hreinu. Þetta er þriðji leikurinn í röð sem við höldum hreinu. Frábært að klára þennan leik.“ sagði Jökull Sigurinn þýðir að Stjarnan stekkur uppí fimmta sætið eftir deildarkeppnina. Jökull vildi að menn myndi halda fótunum á jörðinni. „Við erum svo leiðilegir að við tölum alltaf bara um að taka eitthvað úr þessum leik og inní þann næsta. Fimmta sætið gefur okkur heimaleik gegn grasliðunum sem er bara ágætt.“ Sigurður Gunnar Jónsson varnarmaður Stjörnunnar vakti athygli í dag fyrir frammistöðu sína en þessi tvítugi miðverji átti góðan leik í hjarta varnarinnar. „Siggi er ekki bara góður leikmaður heldur líka með afgerandi hugarfar. Mjög öflugur karakter. Hann á bara eftir að verða betri. Hann hefur spilað alla þessa leiki sem við höfum haldið hreinu í röð. Auðvitað frábært fyrir hann að vera hluti af því og hann á svo sannarlega þátt í því.“ sagði Jökull að lokum Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var sekktur í leikslok.Visir/ Hulda Margrét Davíð Smári: Ekkert verra en að fá þetta í andlitið Vestri er enn í fallsæti Bestu deildarinnar eftir síðustu umferð fyrir skiptingu deildarinnar sem fram fór í dag. Liðið tapaði 1-0 fyrir Stjörnunni í bragðdaufum leik. Stjarnan skoraði sigurmarkið á 88. mínútu en það var Emil Atlason sem skoraði úr víti. Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra var að vonum sársvekktur eftir leik. „Ekkert verra en að fá þetta svona í andlitið. Alveg klárt mál að við áttum meira skilið.“ sagði Davíð um sigurmarkið og bætti við: „Við fáum fleiri færi og við nýtum þau ekki. Fáum það svo í bakið. Við töpuðum bara leiknum og þeir nýttu sín færi. Þeir áttu tvö skot á markið og annað þeirra var víti.“ sagði Davíð smári og bætti við um frammistöðu liðsins. „Gríðarlega jákvætt að frammistaðan var mjög góð. Auðvitað er svekkjandi þegar við fáum fullt af færum. Fáum 4-5 tækifæri til að skora í leiknum en gerum ekki. Þess vegna er extra svekkjandi að fá þetta svona í bakið í lokin.“ Vestri hóf leikinn að miklum krafti en það dró af þeim þegar leið á. Ljóst var á líkamstjáningu Davíðs á hliðarlínunni að hann var ósáttur við orkuleysið. „Auðvitað er það þannig að þegar maður er með litla stjórn á leiknum á boltann þá eru mikil hlaup. Sást á okkur að í síðustu mínúturnar í fyrri hálfleik var komin svolítil þreyta í okkur. Mér fannst vanta orku í okkur. Þess vegna fór ég í nokkrar skiptingar snemma.“ „Fannst vanta áræðni í okkur. Mér fannst við samt ekki alls ekki slakari aðilinn í leiknum. Auðvitað er mismunandi upplegg liðanna. Okkar upplegg gekk nákvæmlega eins og við vildum láta það ganga en við náum ekki að nýta færin okkar.“ Vestri er enn í fallsæti eftir leiki dagsins en nú tekur við úrslitakeppni og barátta uppá líf eða dauða fyrir Vestra. Þrátt fyrir það var engan bilbug að finna á þjálfaranum. „Við sjáum það að það er erfitt að vinna Vestra liðið og hefur verið það síðustu sex leiki. Alveg klárt mál að við verðum að vera klínískari í okkar sóknaraðgerðum. Að öðru leiti er liðið á góðum stað. Höfum getað stillt upp nokkurn vegin sama liðinu leik eftir leik sem er jákvætt. Maður sér á liðinu að það er samheldið. Það á að vera erfitt og leiðilegt að spila við okkur og það var það í dag.“ En er Vestri að ná að toppa á réttum tíma? Davíð var ekki í vafa um að svo væri. „Ég held að það haldist í hendur við margt. Vorum í meiðslum framan af móti og þvingaðir í að breytingar á okkar leikkerfi og annað. Þegar við náðum að geta stilt upp okkar liði þá kom stöðugleiki í þetta og við erum ekki að leka mörkum eins og var fyrri hluta móts. Við gerum okkur samt grein fyrir því að við erum í fallsæti.“ Aðspurður um hvort Davíð héldi með Breiðablik í kvöld í leik liðsins gegn HK sem er í fallbaráttu með Vestra sagði hann: „Ég ætla bara að halda með Vestra liðinu og ég hef fulla tru að þetta lið geti séð um sig sjálft í þessum næstu leikjum. Mér fannst við sína það í dag að við getum það fyllilega.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti