Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2024 20:04 Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna, sem segir stöðu sauðfjárræktarinnar mjög bjarta. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Lömbin koma væn af fjalli og eru harðholda “segir fjallkóngur Hrunamanna en réttað var í Hrunaréttum Í Hrunamannahreppi í dag og í Skaftholtsréttum í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira