Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. september 2024 20:04 Jón Bjarnason, sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna, sem segir stöðu sauðfjárræktarinnar mjög bjarta. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Lömbin koma væn af fjalli og eru harðholda “segir fjallkóngur Hrunamanna en réttað var í Hrunaréttum Í Hrunamannahreppi í dag og í Skaftholtsréttum í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Það var góð stemming í réttum dagsins í blíðskaparveðri. Gleðin skein úr hverju andliti og allir hjálpuðust að við að draga féð í dilka sína. „Við höfum verið að ræða það með safninu síðustu tvo daga að það er vænt og harðholda, okkur líst mjög vel á það. Ég held ég þakki því bara að það hefur verið úrkoma í sumar og afrétturinn hefur verið góður,” segir Jón Bjarnason sauðfjárbóndi í Skipholti og fjallkóngur Hrunamanna. Um fjögur þúsund fjár voru í réttunum. En hvernig líst fjallkónginum á stöðu sauðfjárræktarinnar? „Hún er bara björt, hún er mjög björt.” Mikið af fólki var í Hrunaréttum og að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað í tilefni dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það var ekki bara Jón, sem var ánægður með réttardaginn. „Það er allt gott við réttardaginn eins og fólkið, féð og stemmingin,” segir Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi. Steinunn Lilja Svövudóttir, sauðfjárbóndi í Haukholtum í Hrunamannahreppi, sem segir réttardaginn alltaf uppáhalds daginn sinn í sveitinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það var líka réttað í Skaftholtsréttum í dag og þar var líka mjög góð stemming. Féð lét fara vel um sig í skjóli eldfjallsins Heklu áður en það var rekið í almenninginn og dregið í dilka. Það fór vel um féð í Skaftholtsréttum með Heklu í baksýn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En framtíðarbóndinn í Haukholtum er harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi. „Já, ég er alveg ákveðin í því. Ég á eina kæræstu, ég er níu ára og heitir Víglundur Þorsteinsson,” sagði ungi og hressi drengurinn. Víglundur Þorsteinsson, sem er níu ára framtíðar sauðfjárbóndi í Haukholtum. Hér er hann með fallega hrútinn sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hrunamannahreppur Réttir Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira