Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 20:20 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði bandalagsríki við starfsemi rússneska fjölmiðilsins RT í dag. AP/Mark Schiefelbein Rússneski ríkisfjölmiðillinn RT er framlenging á rússnesku leyniþjónustunni að sögn bandarískra, breskra og kandarískra stjórnvalda. Þau kynntu refsiaðgerðir sem eiga að draga tennurnar úr áróðursherferðum stöðvarinnar víða um heim. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði RT um að standa fyrir leynilegum aðgerðum í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum samkvæmt skipunum rússneskra leyniþjónustumanna sem svara beint til stjórnvalda í Kreml. „Vopnavæðing Rússa á upplýsingafalsi til þess að grafa undan og valda sundrung í frjálsum og opnum samfélögum nær til allra heimshluta,“ sagði Blinken, á blaðamannafundi í dag. Hvatti hann öll bandalagsríki Bandaríkjanna til þess að taka á RT með sama hætti og annarri leyniþjónustustarfsemi Rússlands innan landamæra þeirra. Reyna að koma í veg fyrir að RT geti starfað utan Rússlands RT, sem sendir út um allan heim, er sakað um að stofna vefsíður sem eru látnar líta út eins og lögmætar fréttasíður til þess að dreifa upplýsingafalsi og áróðri í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þar var meðal annars safnað framlögum til þess að fjármagna hernaðinn í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Þá er rússneska leyniþjónustan sögð hafa stofnað einingu innan RT sem stundar tölvunjósnir. Markmið refsiaðgerðanna sem voru kynntar í dag er að gera RT erfitt að stunda viðskiptum í dollurum og þannig minnka möguleika stöðvarinnar á að starfa utan Rússlands, að sögn New York Times. Fjármögnuðu íhaldssama hlaðvarpsveitu á laun Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir að greiða bandarískum hlaðvarpsstjórnendum hægrisinnaðs fjölmiðils á laun til þess að dreifa út rússneskum áróðri og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum. Fyrr í sumar sökuðu bandarísk yfirvöld ritstjóra hjá RT um að vinna með rússnesku leyniþjónustunni FSB að því að stofna hundruð gervireikninga að samfélagsmiðlinum X til þess að dreifa efni stöðvarinnar. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml reyni enn og aftur að beita sér til þess að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti á ný. Ástæðan sé meðal annars stuðningur ríkisstjórnar Joes Biden við Úkraínu. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði RT um að standa fyrir leynilegum aðgerðum í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum samkvæmt skipunum rússneskra leyniþjónustumanna sem svara beint til stjórnvalda í Kreml. „Vopnavæðing Rússa á upplýsingafalsi til þess að grafa undan og valda sundrung í frjálsum og opnum samfélögum nær til allra heimshluta,“ sagði Blinken, á blaðamannafundi í dag. Hvatti hann öll bandalagsríki Bandaríkjanna til þess að taka á RT með sama hætti og annarri leyniþjónustustarfsemi Rússlands innan landamæra þeirra. Reyna að koma í veg fyrir að RT geti starfað utan Rússlands RT, sem sendir út um allan heim, er sakað um að stofna vefsíður sem eru látnar líta út eins og lögmætar fréttasíður til þess að dreifa upplýsingafalsi og áróðri í Evrópu, Afríku, Suður-Ameríku og víðar. Þar var meðal annars safnað framlögum til þess að fjármagna hernaðinn í Úkraínu, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Þá er rússneska leyniþjónustan sögð hafa stofnað einingu innan RT sem stundar tölvunjósnir. Markmið refsiaðgerðanna sem voru kynntar í dag er að gera RT erfitt að stunda viðskiptum í dollurum og þannig minnka möguleika stöðvarinnar á að starfa utan Rússlands, að sögn New York Times. Fjármögnuðu íhaldssama hlaðvarpsveitu á laun Aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að bandarísk yfirvöld ákærðu tvo starfsmenn RT fyrir að greiða bandarískum hlaðvarpsstjórnendum hægrisinnaðs fjölmiðils á laun til þess að dreifa út rússneskum áróðri og grafa undan kosningum í Bandaríkjunum. Fyrr í sumar sökuðu bandarísk yfirvöld ritstjóra hjá RT um að vinna með rússnesku leyniþjónustunni FSB að því að stofna hundruð gervireikninga að samfélagsmiðlinum X til þess að dreifa efni stöðvarinnar. Bandaríska leyniþjónustan telur að stjórnvöld í Kreml reyni enn og aftur að beita sér til þess að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti á ný. Ástæðan sé meðal annars stuðningur ríkisstjórnar Joes Biden við Úkraínu.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Rannsaka bandaríska álitsgjafa rússneskrar sjónvarpsstöðvar Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. 23. ágúst 2024 23:37