„Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. september 2024 19:39 Óskar Hrafn Þorvaldsson segir sína menn ekki mega verða litla í sér eftir tapið. Liðið er í fallbaráttu og framundan er leikur gegn Val á Hlíðarenda. vísir / anton brink „Það svíður að tapa og kannski sérstaklega á þennan hátt,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir 0-3 tap gegn Víkingi þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. „Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla KR Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
„Við byrjuðum sterkt, fórum maður á mann, en ef þú gleymir þér einu sinni á móti Víkingum þá hafa þeir tilhneigingu til að refsa þér. Þeir gerðu það tvisvar sinnum og svo kemur þriðja markið upp úr spili sem gengur ekki og þá er þetta auðvitað gríðarleg brekka,“ hélt hann áfram. KR byrjaði leikinn einmitt vel og fékk nokkur fín færi sem fóru forgörðum. „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum til þess að særa þá en náum aldrei nægum gæðum í sendingarnar, náum ekki að velja rétta möguleikann. Það svíður meira en tapið sjálft.“ Liðið spilaði með fimm manna varnarlínu, Aron Þórður Albertsson byrjaði í vinstri vængbakverði en var færður yfir til hægri eftir að Víkingar höfðu komist framhjá honum í fyrstu tveimur mörkunum. „Ég var alls ekki ósáttur. Mér fannst bara betra að hafa Ástbjörn á Ara Sigurpálssyni, sem er fljótari leikmaður og beinskeyttari heldur en Danijel [Dejan Djuric]. Það var nú eina ástæðan. Fyrsta markið kemur ekki af því Aron Þórður var vinstri vængbakvörður, það kemur af því að við vorum maður á mann og sá sem var með Ara fór að spila svæðisvörn.“ KR er í 9. sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsvæðinu og framundan er hörkuleikur gegn Val. „Það er bara nýr leikur, nýr dagur og við ætlum auðvitað að mæta á Hlíðarenda og vinna þann leik. Það þýðir ekkert að vera lítill í sér þó þú tapir einum fótboltaleik. Þessi leikur skilgreinir okkur ekki heldur frekar hvernig við stöndum upp eftir hann. Hvað við gerum í næsta leik og hvað við höfum lært af þessu. Við þurfum að mæta þangað stoltir og stórir, það þýðir ekkert að mæta litlir í sér,“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla KR Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira