Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. september 2024 22:45 Albert gekk í raðir Fiorentina á láni í sumar eftir frábært tímabil með Genoa á síðustu leiktíð. Fiorentina Albert Guðmundsson var lánaður frá Genoa til Fiorentina í sumar en í samningi félaganna er ákvæði sem þýðir að Fiorentina þarf að kaupa leikmanninn að tímabilinu loknu. Sú klásúla fellur úr gildi verði Albert dæmdur fyrir kynferðisbrot. Albert mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og dag, föstudag. Hann sætir ákæru fyrir nauðgun. Verði hann dæmdur fellur klásúla Fiorentina úr gildi. Framkvæmdastjóri félagsins, Daniele Pradé, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag þar sem nýir leikmenn félagsins voru til umræðu. Pradé sagði að Albert hefði verið dýrasta fjárfesting liðsins þar sem Fiorentina borgar átta milljónir evra, 1,2 milljarð íslenskra króna, fyrir lánsamninginn. Að honum loknum ber félaginu svo að kaupa leikmanninn á alls 20 milljónir evra, þrjá milljarða íslenskra króna. „Þetta voru erfiðustu samningaviðræðurnar. Þær hófust í janúar og lauk ekki fyrr en nú í sumar. Það (mál Alberts) er einnig ástæðan fyrir því að það tók svo langan tíma. Félagið vildi vera 100 prósent varið,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Þetta snýst allt um hvenær það kemur niðurstaða í málinu, vonandi fyrir 15. júní. Ef ekki þá eigum við í góðu sambandi við Genoa og reynum að semja upp á nýtt,“ sagði hann að endingu. Albert, sem hefur ekki enn spilað fyrir Fiorentina vegna meiðsla, neitar sök og hefur ávallt gert. Fótbolti Ítalski boltinn Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira
Albert mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og dag, föstudag. Hann sætir ákæru fyrir nauðgun. Verði hann dæmdur fellur klásúla Fiorentina úr gildi. Framkvæmdastjóri félagsins, Daniele Pradé, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag þar sem nýir leikmenn félagsins voru til umræðu. Pradé sagði að Albert hefði verið dýrasta fjárfesting liðsins þar sem Fiorentina borgar átta milljónir evra, 1,2 milljarð íslenskra króna, fyrir lánsamninginn. Að honum loknum ber félaginu svo að kaupa leikmanninn á alls 20 milljónir evra, þrjá milljarða íslenskra króna. „Þetta voru erfiðustu samningaviðræðurnar. Þær hófust í janúar og lauk ekki fyrr en nú í sumar. Það (mál Alberts) er einnig ástæðan fyrir því að það tók svo langan tíma. Félagið vildi vera 100 prósent varið,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Þetta snýst allt um hvenær það kemur niðurstaða í málinu, vonandi fyrir 15. júní. Ef ekki þá eigum við í góðu sambandi við Genoa og reynum að semja upp á nýtt,“ sagði hann að endingu. Albert, sem hefur ekki enn spilað fyrir Fiorentina vegna meiðsla, neitar sök og hefur ávallt gert.
Fótbolti Ítalski boltinn Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Sjá meira