Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 15:19 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra málaflokksins, fagnar árangrinum þótt enn megi gera betur í netöryggismálum. Vísir/Vilhelm Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu. Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Maðurinn um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Sjá meira
Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu.
Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Maðurinn um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Sjá meira