„Ég get ekki hætt að gráta“ Hinrik Wöhler skrifar 14. september 2024 17:00 Erin McLeod hefur leikið sinn síðasta leik með Stjörnunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur. „Ég held að þetta var erfiður leikur að spila en ég er mjög stolt, við byrjuðum með nokkra unga leikmenn og þær gerðu mjög vel. Við reyndum að spila út úr vörninni, Tindastóll pressaði vel og maður á mann um allan völl,“ sagði Erin eftir leikinn í dag. Klippa: Erin McLeod hætt hjá Stjörnunni Jordyn Rhodes kom gestunum yfir með frábæru skoti utan af velli í byrjun leiks en Stjarnan kom til baka með mörkum frá Huldu Hrund Arnarsdóttur og Hrefnu Jónsdóttur. „Ég var mjög ánægð með að við náðum að spila okkur út úr þessu en þær skoruðu á fyrstu mínútu leiksins og þá er ávallt erfitt að koma til baka úr því. Við héldum áfram og vorum þolinmóðar. Við fundum tvö mjög góð mörk,“ sagði markvörðurinn. Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni en liðið endaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna. Stjarnan lék í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu og er Erin mjög ánægð með síðari hluta tímabilsins. „Þetta var upp og niður. Ég er mjög stolt af liðinu á síðari helming tímabilins en þó komum við saman og Kalli [Jóhannes Karl Sigursteinsson] hefur verið frábær leiðtogi. Leikmennirnir brugðust mjög vel við honum og við fundum nýja hvatningu og nýtt hjarta í síðari hlutanum. Við náðum góðum stigum á móti stórum liðum líkt og Breiðabliki og Val og við munum halda áfram út frá því.“ Komið að tímamótum Það eru tímamót í lífi markvarðarins en þetta var hennar síðasti leikur fyrir Garðbæinga og það er greinilegt að henni þykir mjög vænt um tíma sinn hjá liðinu. Erin spilaði þrjú tímabil fyrir Stjörnuna, hún kom til liðsins 2020 og lék síðan með liðinu aftur 2023 og í ár. „Ég get ekki hætt að gráta. Ég er svo stolt að hafa spilað hér, ég elska leikmennina og til að vera hreinskilin þá er ég nægilega gömul til að vera móður flestra þeirra. Ég sé þær sem einstaklinga sem ég hef tekið undir minn verndarvæng og þetta hefur algjör heiður,“ sagði Erin klökk. Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á góðri stundVÍSIR/VILHELM Þó það sé ekki ljóst hvað tekur við hjá henni í fótboltanum þá er hún full tilhlökkunar fyrir framhaldinu utan fótboltans. „Varðandi fótboltann þá mun það koma í ljós en ég þarf á hvíld að halda eftir tímabilið. Gunnhildur [Yrsa Jónsdóttir] og ég eigum von á barni og það er það sem ég hlakka mest til,“ sagði Erin McLeod að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Ég held að þetta var erfiður leikur að spila en ég er mjög stolt, við byrjuðum með nokkra unga leikmenn og þær gerðu mjög vel. Við reyndum að spila út úr vörninni, Tindastóll pressaði vel og maður á mann um allan völl,“ sagði Erin eftir leikinn í dag. Klippa: Erin McLeod hætt hjá Stjörnunni Jordyn Rhodes kom gestunum yfir með frábæru skoti utan af velli í byrjun leiks en Stjarnan kom til baka með mörkum frá Huldu Hrund Arnarsdóttur og Hrefnu Jónsdóttur. „Ég var mjög ánægð með að við náðum að spila okkur út úr þessu en þær skoruðu á fyrstu mínútu leiksins og þá er ávallt erfitt að koma til baka úr því. Við héldum áfram og vorum þolinmóðar. Við fundum tvö mjög góð mörk,“ sagði markvörðurinn. Tímabilinu er lokið hjá Stjörnunni en liðið endaði í sjöunda sæti Bestu deildar kvenna. Stjarnan lék í neðri hluta Bestu deildarinnar eftir tvískiptingu og er Erin mjög ánægð með síðari hluta tímabilsins. „Þetta var upp og niður. Ég er mjög stolt af liðinu á síðari helming tímabilins en þó komum við saman og Kalli [Jóhannes Karl Sigursteinsson] hefur verið frábær leiðtogi. Leikmennirnir brugðust mjög vel við honum og við fundum nýja hvatningu og nýtt hjarta í síðari hlutanum. Við náðum góðum stigum á móti stórum liðum líkt og Breiðabliki og Val og við munum halda áfram út frá því.“ Komið að tímamótum Það eru tímamót í lífi markvarðarins en þetta var hennar síðasti leikur fyrir Garðbæinga og það er greinilegt að henni þykir mjög vænt um tíma sinn hjá liðinu. Erin spilaði þrjú tímabil fyrir Stjörnuna, hún kom til liðsins 2020 og lék síðan með liðinu aftur 2023 og í ár. „Ég get ekki hætt að gráta. Ég er svo stolt að hafa spilað hér, ég elska leikmennina og til að vera hreinskilin þá er ég nægilega gömul til að vera móður flestra þeirra. Ég sé þær sem einstaklinga sem ég hef tekið undir minn verndarvæng og þetta hefur algjör heiður,“ sagði Erin klökk. Erin McLeod og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á góðri stundVÍSIR/VILHELM Þó það sé ekki ljóst hvað tekur við hjá henni í fótboltanum þá er hún full tilhlökkunar fyrir framhaldinu utan fótboltans. „Varðandi fótboltann þá mun það koma í ljós en ég þarf á hvíld að halda eftir tímabilið. Gunnhildur [Yrsa Jónsdóttir] og ég eigum von á barni og það er það sem ég hlakka mest til,“ sagði Erin McLeod að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira