Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. september 2024 09:02 Kim Kardashian og Madonna eiga skemmtilega sögu. Kevin Mazur/Getty Images Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með frægustu konum í heimi, hefur tekið að sér ýmis áhugaverð verkefni í gegnum tíðina og fengið að kynnast alls konar fólki. Í nýju tískuheimildarmyndinni In Vogue: The 90's afhjúpar Kim hvert hennar fyrsta starf var, að fara út að ganga með hundinn hennar Madonnu. Heimildarmyndin fer yfir sögu tískunnar á tíunda áratuginum og veigamikið hlutverk tískurisans Vogue. Kim Kardashian er meðal viðmælanda í myndinni og ræðir sérstaklega um Madonnu, sem prýddi forsíðu Vogue á sínum tíma. Madonna var mikill brautryðjandi þegar það kom að tónlist, tjáningu og tísku og vakti vægast sagt mikla athygli. Madonna er mikil tískugoðsögn.Gie Knaeps/Getty Images Í viðtalinu segist Kim alltaf hafa verið mikill aðdáandi hennar og rifjar upp fyrstu kynni þeirra. „Ég var stærsti Madonnu aðdáandinn. Ég fór mikið út að ganga með hundinn hennar fyrir hana hér í gamla daga. Hún var nágranni minn og ég var um átta ára gömul. Ég man eftir því að hafa beðið spennt eftir hverju einasta tónlistarmyndbandi frá henni. Eitt skiptið þegar ég var að fara út með hundinn hennar kom Madonna niður með skókassa og gaf mér og Kourtney systur minni. Við opnuðum kassann og hann var stútfullur af neon gúmmí armböndum. Madonna sagði: Hérna stelpur, ég er svo komin yfir þetta tímabil.“ Systurnar vöktu svo mikla athygli í skólanum. „Við mættum svo í skólann búnar að hlaða öllu neon-inu á okkur og krakkarnir voru allir að spyrja okkur hvar við hefðum eiginlega fengið þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Þær sögðu bekkjarfélögunum að Madonna hefði gefið þeim þessi eftirsóttu armbönd en enginn trúði þeim. „Ég sagði bara nei í alvöru, Madonna gaf mér þetta,“ sagði Kim þá kímin. Hollywood Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Heimildarmyndin fer yfir sögu tískunnar á tíunda áratuginum og veigamikið hlutverk tískurisans Vogue. Kim Kardashian er meðal viðmælanda í myndinni og ræðir sérstaklega um Madonnu, sem prýddi forsíðu Vogue á sínum tíma. Madonna var mikill brautryðjandi þegar það kom að tónlist, tjáningu og tísku og vakti vægast sagt mikla athygli. Madonna er mikil tískugoðsögn.Gie Knaeps/Getty Images Í viðtalinu segist Kim alltaf hafa verið mikill aðdáandi hennar og rifjar upp fyrstu kynni þeirra. „Ég var stærsti Madonnu aðdáandinn. Ég fór mikið út að ganga með hundinn hennar fyrir hana hér í gamla daga. Hún var nágranni minn og ég var um átta ára gömul. Ég man eftir því að hafa beðið spennt eftir hverju einasta tónlistarmyndbandi frá henni. Eitt skiptið þegar ég var að fara út með hundinn hennar kom Madonna niður með skókassa og gaf mér og Kourtney systur minni. Við opnuðum kassann og hann var stútfullur af neon gúmmí armböndum. Madonna sagði: Hérna stelpur, ég er svo komin yfir þetta tímabil.“ Systurnar vöktu svo mikla athygli í skólanum. „Við mættum svo í skólann búnar að hlaða öllu neon-inu á okkur og krakkarnir voru allir að spyrja okkur hvar við hefðum eiginlega fengið þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Þær sögðu bekkjarfélögunum að Madonna hefði gefið þeim þessi eftirsóttu armbönd en enginn trúði þeim. „Ég sagði bara nei í alvöru, Madonna gaf mér þetta,“ sagði Kim þá kímin.
Hollywood Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira