Hatar þú heiðlóur? Ragnhildur Guðmundsdóttir skrifar 16. september 2024 10:32 Í dag, 16. september, er Dagur íslenskrar náttúru. Því er við hæfi að rita fáein orð um fjölbreytta náttúru Íslands og mikilvægi hennar sem undirstöðu fyrir samfélag okkar sem byggjum landið. Vegna sérstæðs samspils elds og íss, fjarlægðar frá meginlöndum, stutts tíma frá ísaldarlokum og hnattrænnar legu landsins er hér að finna tiltölulega ung vistkerfi sem eru í örri þróun og hafa mikla þýðingu fyrir líffræðilega fjölbreytni. Hér hafa þróast kerfi fárra tegunda þar sem samkeppni er lítil í samanburði við meginlöndin í kring, og hafa lífverurnar sem hingað hafa komist haft tækifæri til að þróast á einstakan hátt í einangrun frá meginlandsstofnunum. Eftir að mannskepnan nam hér land hefur hún sett sitt mark á lífríkið með nýtingu landsins og vegna búfjárbeitar eru því mó- og graslendisvistkerfi víða ráðandi út um landið. Í Evrópu, og reyndar á heimsvísu, eru þessi vistkerfi á undanhaldi vegna breyttra búskaparhátta, loftslagsbreytinga og ágengra framandi tegunda svo fátt eitt sé nefnt og eru komin á skrá yfir vistkerfi í hættu. Skógar vaxa hratt upp á þessum svæðum og menningarlandslagið tapast. Margar lífverutegundir reiða sig á mó- og graslendisvistkerfi og má þar nefna fjölmargar mófuglategundir sem koma til Íslands á vorin til að verpa t.d. heiðlóa, spói, lóuþræll ofl., eða hafa hér viðkomu á leið sinni til varpstöðva enn norðar, t.d. rauðbrystingur. Margar af þessum tegundum eru svokallaðar ábyrgðartegundir Íslands en það þýðir að stór hluti af Evrópustofni og jafnvel heimsstofni viðkomandi tegundar reiðir sig á Ísland til vaxtar og viðhalds. Við berum því ábyrgð á að rýra ekki eða breyta þeim vistkerfum sem eru nauðsynleg þessum lífverum. Í því felst að fara ekki óvarlega með ágengar og framandi tegundir eins og lúpínu og taka alvarlega vísbendingar um ágengni líkt og stafafura hefur sýnt hérlendis og erlendis. Vert er að nefna að á heimsvísu hafa ágengar framandi tegundir verið skilgreindar sem ein helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni. Í vikunni sem leið var ég minnt á eitt af dramatískari dæmum sögunnar um hvernig farið getur fyrir vistkerfum ef ekki er varlega farið. „Mamma, getur þú sagt mér frá Aralvatni?“ Spurningin barst úr eldhúskróknum þar sem einn af unglingum heimilisins var að gera heimaverkefni í landafræði. „Aralvatn“ umlaði ég, „einmitt, það var nú eitt vistfræðilegt stórslysið“. Hugurinn reikaði til utanbókalærdóms tíunda áratugarins: Kasakstan, höfuðborgin Alma-Ata, íbúafjöldi 16,9 milljónir. Eiginmaðurinn bætir við: „Slys? Er hægt að kalla þetta slys þegar um einbeittan brotavilja er að ræða? Er þetta ekki manngerður harmleikur?“. „Góður punktur“, bætti ég við, „best að Googla þetta aðeins og skoða stöðuna í dag“. Myndirnar úr landafræðibók tíunda áratugarins rifjuðust upp þar sem skip stóðu á þurru landi þar sem áður hafði verið blómlegt vatnavistkerfi og ég datt í lestur á meðan kvöldmaturinn mallaði á eldavélinni. Aralvatn var eitt sinn fjórða stærsta vatn heims og var á landamærum Kasakstan og Úsbekistan. Nú er það einungis um 10% af fyrri stærð, og finna má stórar saltsléttur með miklu af uppsöfnuðum áburðarleifum og skordýraeitri sem bárust í vatnið með ánum Syr og Amu Darya frá landbúnaðarhéruðum Sovétríkjanna. Þegar þær voru virkjaðar og vatninu veitt í burtu á baðmullar- og hrísgrjónaakra þornaði Aralvatn smám saman upp. Lífríkið hrundi, margar af einlendum tegundum og stofnum fiska dóu út, t.d. Aralurriðinn og sléttstyrjan, sem og fleiri dýrahópar. Að auki varð það litla vatn sem eftir var mikið saltara en það hafði verið áður vegna minnkaðs innflæðis ferskvatns úr áðurnefndum ám. Í kjölfar þess tóku yfirvöld upp á því að flytja lífverur í vatnið, t.d. Eystrasalts síld, til að hressa uppá fiskveiðarnar en ekki vildi betur til en svo að lífþyngd dýrasvifs hrundi við þær aðgerðir. Áður voru engir svifætufiskar í vatninu og dýrasvifið var því ekki búið undir afrán. Áður en yfir lauk lögðust fiskveiðar nánast alveg af en höfðu áður verið máttarstólpi atvinnulífs á svæðinu, með tilheyrandi félagslegum áhrifum. Að auki hafa bæst við meiriháttar umhverfisáskoranir fyrir íbúa svæðisins en meira en 75 milljónir tonna af menguðu botnseti fjúka árlega frá því svæði sem Aralvatn þakti áður með gríðarlegum heilsufarslegum vandamálum fyrir íbúana. Það má segja að Aralvatn sé skólabókardæmi um mikilvægi þess að beita vistkerfisnálgun í umgengni við náttúruna en það þýðir að taka þarf tillit til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni og gæta þess að nýting sé sjálfbær og sanngjörn fyrir alla hagaðila. Dæmið um Aralvatn er öfgakennt dæmi um vanvirðingu okkar og drottnunargirni gagnvart náttúrunni. Sú trú að við getum stýrt atburðarrásinni og ráðið alfarið útkomunni á tilraunastarfsemi þar sem tegundir eru fluttar á milli svæða og vistkerfum breytt lýsir mikilli vanþekkingu og hróplegri vanvirðingu við þá flóknu ferla sem liggja til grundvallar virkni vistkerfanna. Sú nálgun að við getum með einföldu inngripi lagað ástand vistkerfa og látið þau vinna okkur í hag hefur gert það að verkum að við stöndum frammi fyrir hruni líffræðilegrar fjölbreytni hnattrænt; ástand sem þýðir að við erum að tapa getu kerfanna og lífveranna til að bregðast við óvæntum breytingum. Fjölbreytni felur í sér valkosti og án hennar er ekki valkostum til að dreifa. Það er því ekki lítið í húfi við verndum líffræðilegrar fjölbreytni því þegar hún hefur tapast kemur hún aldrei aftur. Þó að með nútíma erfðatækni sé hægt að endurvekja útdauðar lífverur þá er erfðamengið svo takmarkað miðað við það sem finnst í stórum og heilbrigðum stofnum að nánast er um brandara að ræða en ekki raunhæfan möguleika. Það hlýtur alltaf að vera fyrsta val að vernda það sem við höfum og það sem mótar sérstöðu náttúrunnar í nútímanum. Íslensk mólendi hafa verið í umræðunni nýlega vegna áforma um skógrækt og dylst engum að slíkt myndi hafa í för með sér kollvörpun á vistkerfinu. Sitt sýnist hverjum en vert er að hafa í huga að mólendi er ríkt af líffræðilegri fjölbreytni, fjöldinn allur af fuglum reiðir sig á þetta opna land til varps. Þar þrífst einnig fjölbreytt flóra lággróðurs sem er einkennandi fyrir Ísland. Við tínum bláber, aðalbláber og njótum útsýnisins. Stöndum í móanum og öndum að okkur gróðurlyktinni, hlustum á spóann vella eða dirrindí heiðlóunnar. Mólendi er menningarlandslag og það er ekkert ómerkilegt við það. Okkur ber að vernda þessa sérstöðu Íslands og það á ekki að vera sjálfgefið að móa sé breytt í skóg í nafni loftslagsaðgerða. Ábyrg ákvarðanataka, byggð á vísindalegum grunni er grundvallarforsenda þess að við getum lifað í sátt við náttúruna. Þegar vistkerfi eru eyðilögð tapa margar lífverur sínum kjör heimkynnum og í mörgum tilfellum kemur aðlögun að nýjum veruleika ekki til greina. Fiskur aðlagast ekki lífi í salteyðimörk og heiðlóur verpa ekki í lúpínubreiður eða í eða við skóga. Því berum við mikla ábyrgð þegar kemur að umgengni okkar við náttúruna. Látum ekki íslenska mólendið eða önnur vistkerfi sem einkenna Ísland með öllum sínum ábyrgðartegundum verða næsta vistfræðilega stórslys og manngerða harmleik. Leyfum heiðlóunni að lifa og pössum uppá búsvæði hennar. Höfundur er líffræðingur og starfar sem settur forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Í dag, 16. september, er Dagur íslenskrar náttúru. Því er við hæfi að rita fáein orð um fjölbreytta náttúru Íslands og mikilvægi hennar sem undirstöðu fyrir samfélag okkar sem byggjum landið. Vegna sérstæðs samspils elds og íss, fjarlægðar frá meginlöndum, stutts tíma frá ísaldarlokum og hnattrænnar legu landsins er hér að finna tiltölulega ung vistkerfi sem eru í örri þróun og hafa mikla þýðingu fyrir líffræðilega fjölbreytni. Hér hafa þróast kerfi fárra tegunda þar sem samkeppni er lítil í samanburði við meginlöndin í kring, og hafa lífverurnar sem hingað hafa komist haft tækifæri til að þróast á einstakan hátt í einangrun frá meginlandsstofnunum. Eftir að mannskepnan nam hér land hefur hún sett sitt mark á lífríkið með nýtingu landsins og vegna búfjárbeitar eru því mó- og graslendisvistkerfi víða ráðandi út um landið. Í Evrópu, og reyndar á heimsvísu, eru þessi vistkerfi á undanhaldi vegna breyttra búskaparhátta, loftslagsbreytinga og ágengra framandi tegunda svo fátt eitt sé nefnt og eru komin á skrá yfir vistkerfi í hættu. Skógar vaxa hratt upp á þessum svæðum og menningarlandslagið tapast. Margar lífverutegundir reiða sig á mó- og graslendisvistkerfi og má þar nefna fjölmargar mófuglategundir sem koma til Íslands á vorin til að verpa t.d. heiðlóa, spói, lóuþræll ofl., eða hafa hér viðkomu á leið sinni til varpstöðva enn norðar, t.d. rauðbrystingur. Margar af þessum tegundum eru svokallaðar ábyrgðartegundir Íslands en það þýðir að stór hluti af Evrópustofni og jafnvel heimsstofni viðkomandi tegundar reiðir sig á Ísland til vaxtar og viðhalds. Við berum því ábyrgð á að rýra ekki eða breyta þeim vistkerfum sem eru nauðsynleg þessum lífverum. Í því felst að fara ekki óvarlega með ágengar og framandi tegundir eins og lúpínu og taka alvarlega vísbendingar um ágengni líkt og stafafura hefur sýnt hérlendis og erlendis. Vert er að nefna að á heimsvísu hafa ágengar framandi tegundir verið skilgreindar sem ein helsta ógn við líffræðilega fjölbreytni. Í vikunni sem leið var ég minnt á eitt af dramatískari dæmum sögunnar um hvernig farið getur fyrir vistkerfum ef ekki er varlega farið. „Mamma, getur þú sagt mér frá Aralvatni?“ Spurningin barst úr eldhúskróknum þar sem einn af unglingum heimilisins var að gera heimaverkefni í landafræði. „Aralvatn“ umlaði ég, „einmitt, það var nú eitt vistfræðilegt stórslysið“. Hugurinn reikaði til utanbókalærdóms tíunda áratugarins: Kasakstan, höfuðborgin Alma-Ata, íbúafjöldi 16,9 milljónir. Eiginmaðurinn bætir við: „Slys? Er hægt að kalla þetta slys þegar um einbeittan brotavilja er að ræða? Er þetta ekki manngerður harmleikur?“. „Góður punktur“, bætti ég við, „best að Googla þetta aðeins og skoða stöðuna í dag“. Myndirnar úr landafræðibók tíunda áratugarins rifjuðust upp þar sem skip stóðu á þurru landi þar sem áður hafði verið blómlegt vatnavistkerfi og ég datt í lestur á meðan kvöldmaturinn mallaði á eldavélinni. Aralvatn var eitt sinn fjórða stærsta vatn heims og var á landamærum Kasakstan og Úsbekistan. Nú er það einungis um 10% af fyrri stærð, og finna má stórar saltsléttur með miklu af uppsöfnuðum áburðarleifum og skordýraeitri sem bárust í vatnið með ánum Syr og Amu Darya frá landbúnaðarhéruðum Sovétríkjanna. Þegar þær voru virkjaðar og vatninu veitt í burtu á baðmullar- og hrísgrjónaakra þornaði Aralvatn smám saman upp. Lífríkið hrundi, margar af einlendum tegundum og stofnum fiska dóu út, t.d. Aralurriðinn og sléttstyrjan, sem og fleiri dýrahópar. Að auki varð það litla vatn sem eftir var mikið saltara en það hafði verið áður vegna minnkaðs innflæðis ferskvatns úr áðurnefndum ám. Í kjölfar þess tóku yfirvöld upp á því að flytja lífverur í vatnið, t.d. Eystrasalts síld, til að hressa uppá fiskveiðarnar en ekki vildi betur til en svo að lífþyngd dýrasvifs hrundi við þær aðgerðir. Áður voru engir svifætufiskar í vatninu og dýrasvifið var því ekki búið undir afrán. Áður en yfir lauk lögðust fiskveiðar nánast alveg af en höfðu áður verið máttarstólpi atvinnulífs á svæðinu, með tilheyrandi félagslegum áhrifum. Að auki hafa bæst við meiriháttar umhverfisáskoranir fyrir íbúa svæðisins en meira en 75 milljónir tonna af menguðu botnseti fjúka árlega frá því svæði sem Aralvatn þakti áður með gríðarlegum heilsufarslegum vandamálum fyrir íbúana. Það má segja að Aralvatn sé skólabókardæmi um mikilvægi þess að beita vistkerfisnálgun í umgengni við náttúruna en það þýðir að taka þarf tillit til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni og gæta þess að nýting sé sjálfbær og sanngjörn fyrir alla hagaðila. Dæmið um Aralvatn er öfgakennt dæmi um vanvirðingu okkar og drottnunargirni gagnvart náttúrunni. Sú trú að við getum stýrt atburðarrásinni og ráðið alfarið útkomunni á tilraunastarfsemi þar sem tegundir eru fluttar á milli svæða og vistkerfum breytt lýsir mikilli vanþekkingu og hróplegri vanvirðingu við þá flóknu ferla sem liggja til grundvallar virkni vistkerfanna. Sú nálgun að við getum með einföldu inngripi lagað ástand vistkerfa og látið þau vinna okkur í hag hefur gert það að verkum að við stöndum frammi fyrir hruni líffræðilegrar fjölbreytni hnattrænt; ástand sem þýðir að við erum að tapa getu kerfanna og lífveranna til að bregðast við óvæntum breytingum. Fjölbreytni felur í sér valkosti og án hennar er ekki valkostum til að dreifa. Það er því ekki lítið í húfi við verndum líffræðilegrar fjölbreytni því þegar hún hefur tapast kemur hún aldrei aftur. Þó að með nútíma erfðatækni sé hægt að endurvekja útdauðar lífverur þá er erfðamengið svo takmarkað miðað við það sem finnst í stórum og heilbrigðum stofnum að nánast er um brandara að ræða en ekki raunhæfan möguleika. Það hlýtur alltaf að vera fyrsta val að vernda það sem við höfum og það sem mótar sérstöðu náttúrunnar í nútímanum. Íslensk mólendi hafa verið í umræðunni nýlega vegna áforma um skógrækt og dylst engum að slíkt myndi hafa í för með sér kollvörpun á vistkerfinu. Sitt sýnist hverjum en vert er að hafa í huga að mólendi er ríkt af líffræðilegri fjölbreytni, fjöldinn allur af fuglum reiðir sig á þetta opna land til varps. Þar þrífst einnig fjölbreytt flóra lággróðurs sem er einkennandi fyrir Ísland. Við tínum bláber, aðalbláber og njótum útsýnisins. Stöndum í móanum og öndum að okkur gróðurlyktinni, hlustum á spóann vella eða dirrindí heiðlóunnar. Mólendi er menningarlandslag og það er ekkert ómerkilegt við það. Okkur ber að vernda þessa sérstöðu Íslands og það á ekki að vera sjálfgefið að móa sé breytt í skóg í nafni loftslagsaðgerða. Ábyrg ákvarðanataka, byggð á vísindalegum grunni er grundvallarforsenda þess að við getum lifað í sátt við náttúruna. Þegar vistkerfi eru eyðilögð tapa margar lífverur sínum kjör heimkynnum og í mörgum tilfellum kemur aðlögun að nýjum veruleika ekki til greina. Fiskur aðlagast ekki lífi í salteyðimörk og heiðlóur verpa ekki í lúpínubreiður eða í eða við skóga. Því berum við mikla ábyrgð þegar kemur að umgengni okkar við náttúruna. Látum ekki íslenska mólendið eða önnur vistkerfi sem einkenna Ísland með öllum sínum ábyrgðartegundum verða næsta vistfræðilega stórslys og manngerða harmleik. Leyfum heiðlóunni að lifa og pössum uppá búsvæði hennar. Höfundur er líffræðingur og starfar sem settur forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun