„Mér finnst“ pólitíkin og vindmyllurnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 16. september 2024 12:32 „Landið undir vindmyllurnar. Það er auðlindin sem við þurfum að fara varlega með..“ - Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps ritaði áhugaverða og upplýsandi grein á visir.is þann 14 september sl. um harmsögu Búrfellslundar í meðförum Alþingis, ríkisstjórnar og ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála, í kjölfar þess að ráðherrann sakaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að tefja fyrir grænni orkuöflun með því að leggja inn kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem þess er krafist að virkjanaleyfið fyrir Búrfellslund verði fellt úr gildi. Í grein sinni nefndi oddvitinn nokkur dæmi um vinnubrögð fyrrnefndra aðila og fór stuttlega yfir framgang málsins þar á bæ. Þar nefndi hann m.a.a: Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Ráðherra lagði fram á Alþingi í vor stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar er lagt til að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Búrfellslundur er innan miðhálendislínunnar! Í meðferð Alþingis var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Auk þess sem að oddvitinn veltir fyrir sér „hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þarf að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sökum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem [umhverfis-]orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum.“ Með öðrum orðum þá segir oddvitinn að stjórnvöld hafi brugðist hlutverki sínu í því að útvega græna orku en á ráðherranum má skilja að það sé öllum öðrum um að kenna en ráðherranum sjálfum og meðreiðarsveinum hans í ríkisstjórn Íslands sem hefur setið í sjö ár án þess að nokkur stórvirkjun til öflunar grænnar orku hafi verið reist. Af hverju er staðan þessi? Hvernig má það vera að staðan sé eins og hún er og regluverkið sem því fylgir er eins og það er, þegar að regluverkið sjálft er samið og gefið út af Alþingi og ráðherrum? Hver ber ábyrgðina? Í þessu máli er það mat Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málsmeðferð Búrfellslundar á öllum stigum málsins sé ekki í samræmi við lög. Eins og kemur fram í kærunni, þá hefur sveitarfélagið mótmælt fyrirhuguðum Búrfellslundi á öllum stigum í málsmeðferðinni frá því Alþingi tók ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Auk þess sem að Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur einnig bent á að Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna skilaði þeirri niðurstöðu að mati Verkefnastjórnunar rammaáætlunar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur. Í febrúar 2020 kemur fram skýrsla Landsvirkjunar um endurhönnun á tilhögun virkjanakosts R4301B. Þar kemur fram orðrétt í upphafi að um nýja tillögu sé að ræða. Tillagan nær meira að segja út fyrir það svæði sem til umfjöllunar var í matsskýrslu umhverfismats frá 2016. Þeim sem lesa yfir matsskýrsluna sem gefin var út árið 2016 og bera saman við fyrrnefnda skýrslu Landsvirkjunar frá 2020 sjá það fljótt m.a.a. mörk tillagna um vinnslusvæði og áfangaskiptingu uppbyggingar í matsskýrslu eru ekki þau sömu. Og það er rétt sem að kemur fram í upphafi hennar að um nýja tillögu er að ræða. Mynd 1- Mynd tekin úr skýrslu Landsvirkjunar "endurhönnun á tilhögun virkjanakosts R4301B“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur bent á það, að Búrfellslundur sem nú á að heita Vaðölduver sé ekki í nýtingarflokki Rammaáætlunar sökum þess hversu mikið hann hefur breyst frá því að matsskýrslan fyrir Búrfellslund var unnin árið 2016. Óheimilt sé því að leyfa byggingu á honum þar sem hann er ekki í nýtingarflokki rammaáætlunar, svo breyttur. Einnig hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur bent á það, að í meðferð Alþingis var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin því skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Á meðan bendir ráðherra málaflokksins fingri í allar áttir til sakbendingar og hnefanum að Skeiða- og Gnúpverjahrepp, 600 íbúa sveitarfélaginu. Segir samtalið við þjóðina um vindmyllurnar hafa farið fram, (þó enginn kannist við það), og nóg sé komið af þeim samtölum og tími sé til kominn að fara að virkja vindorkuna. Segir ráðherrann þvert á skipunarbréf og tillögur starfshópsins sem hann setti á laggirnar og skilaði af sér niðurstöðu í apríl 2023. Þar sem í skipunarbréfi er sérstaklega tilgreint að starfshópurinn skuli huga að því hvernig ná megi fram sem breiðastri sátt um hagnýtingu vindorku meðal landsmanna. Og í skýrslunni segi að: „Sú staðreynd að vindinn er hægt að virkja mun víðar en vatnsafl og jarðvarma hefur einnig haft áhrif að þessu leyti enda hefur opinber umræða um vindorku að miklu leyti snúist um undirbúning tiltekinna virkjunarkosta í vindi víða um landið og oft á svæðum sem eru mun nær daglegu lífi fólks en hinir hefðbundnu virkjunarkostir. Það er eðlilegt að áform um slíkar framkvæmdir veki upp hörð viðbrögð og dregur enn frekar fram mikilvægi þess að unnið sé að slíkum áformum í sem mestri almennri sátt um málefnið,auk þess sem að sama skapi ríki sem víðtækust sátt um slík áform innan nærsamfélagsins.“ Ítrekað er síðan reynt að etja saman þeim sveitarfélögum sem hagsmuna eiga að gæta með samfélagsmiðlafærslum, greinaskrifum og jafnvel drottningarviðtölum í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Áróðursmaskínan keyrð á fullu vindafli, með óþef. Sjóaðir sveitarstjórnarmenn sjá í gegnum slíkar viðreynslur og láta ekki draga sig í það drullusvað. Ég get ekki annað séð eftir að hafa kynnt mér töluvert af gögnum málsins og annað sem við kemur Búrfellslundi að handvömm hafi orðið í ferlinu af hendi Alþingis og ráðherra málaflokksins. En kannski er þetta bara eðlilegt ferli hjá ráðherra sem telur betra að gera mistök en að gera ekki neitt í loftslagsmálum og gera bara það sem „honum finnst“ þó lög og reglugerðir sem hann hefur komið að því að setja sjálfur á löngum þingmannsferli og almenn skynsemi segi annað. Ráðherrann ber ábyrgðina. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Nokkrir hlekkir þar sem kynna má sér málefni Búrfellslundar og tengd málefni: https://www.skeidgnup.is/is/frettir/skeida-og-gnupverjahreppur-kaerir-virkjanaleyfi-burfellslundar https://vefskrar.orkustofnun.is/utgefin-leyfi/2024/Leyfi-OS-2024-L005-01.pdf? https://www.visir.is/g/20232404389d/mikilvaegt-ad-almenningur-komi-ad-stefnumotun-vardandi-nytingu-vindorku https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/URN/Vindorka_skyrsla_april-2023.pdf https://www.landsvirkjun.is/frettir/leyfi-veitt-fyrir-framkvaemdum http://gogn.lv.is/files/2020/2020-023.pdf https://www.sunnlenska.is/adsent/sattmali-um-vindorkuver/ https://www.sunnlenska.is/frettir/vilja-kenna-vindorkulundinn-vid-vadoldu/ https://www.landsvirkjun.is/frettir/vandadur-addragandi-vindorkuvers Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Vindorkuver í Búrfellslundi Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„Landið undir vindmyllurnar. Það er auðlindin sem við þurfum að fara varlega með..“ - Guðrún Pétursdóttir, fyrrverandi formaður verkefnisstjórnar rammaáætlunar Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps ritaði áhugaverða og upplýsandi grein á visir.is þann 14 september sl. um harmsögu Búrfellslundar í meðförum Alþingis, ríkisstjórnar og ráðherra umhverfis-, orku og loftslagsmála, í kjölfar þess að ráðherrann sakaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að tefja fyrir grænni orkuöflun með því að leggja inn kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem þess er krafist að virkjanaleyfið fyrir Búrfellslund verði fellt úr gildi. Í grein sinni nefndi oddvitinn nokkur dæmi um vinnubrögð fyrrnefndra aðila og fór stuttlega yfir framgang málsins þar á bæ. Þar nefndi hann m.a.a: Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Ráðherra lagði fram á Alþingi í vor stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar er lagt til að ekki eigi að byggja vindorkuver innan miðhálendislínunnar. Búrfellslundur er innan miðhálendislínunnar! Í meðferð Alþingis var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Auk þess sem að oddvitinn veltir fyrir sér „hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þarf að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sökum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem [umhverfis-]orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum.“ Með öðrum orðum þá segir oddvitinn að stjórnvöld hafi brugðist hlutverki sínu í því að útvega græna orku en á ráðherranum má skilja að það sé öllum öðrum um að kenna en ráðherranum sjálfum og meðreiðarsveinum hans í ríkisstjórn Íslands sem hefur setið í sjö ár án þess að nokkur stórvirkjun til öflunar grænnar orku hafi verið reist. Af hverju er staðan þessi? Hvernig má það vera að staðan sé eins og hún er og regluverkið sem því fylgir er eins og það er, þegar að regluverkið sjálft er samið og gefið út af Alþingi og ráðherrum? Hver ber ábyrgðina? Í þessu máli er það mat Skeiða- og Gnúpverjahrepps að málsmeðferð Búrfellslundar á öllum stigum málsins sé ekki í samræmi við lög. Eins og kemur fram í kærunni, þá hefur sveitarfélagið mótmælt fyrirhuguðum Búrfellslundi á öllum stigum í málsmeðferðinni frá því Alþingi tók ákvörðun um að setja Búrfellslund í nýtingarflokk rammaáætlunar í júní 2022. Auk þess sem að Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur einnig bent á að Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna skilaði þeirri niðurstöðu að mati Verkefnastjórnunar rammaáætlunar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur. Í febrúar 2020 kemur fram skýrsla Landsvirkjunar um endurhönnun á tilhögun virkjanakosts R4301B. Þar kemur fram orðrétt í upphafi að um nýja tillögu sé að ræða. Tillagan nær meira að segja út fyrir það svæði sem til umfjöllunar var í matsskýrslu umhverfismats frá 2016. Þeim sem lesa yfir matsskýrsluna sem gefin var út árið 2016 og bera saman við fyrrnefnda skýrslu Landsvirkjunar frá 2020 sjá það fljótt m.a.a. mörk tillagna um vinnslusvæði og áfangaskiptingu uppbyggingar í matsskýrslu eru ekki þau sömu. Og það er rétt sem að kemur fram í upphafi hennar að um nýja tillögu er að ræða. Mynd 1- Mynd tekin úr skýrslu Landsvirkjunar "endurhönnun á tilhögun virkjanakosts R4301B“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur bent á það, að Búrfellslundur sem nú á að heita Vaðölduver sé ekki í nýtingarflokki Rammaáætlunar sökum þess hversu mikið hann hefur breyst frá því að matsskýrslan fyrir Búrfellslund var unnin árið 2016. Óheimilt sé því að leyfa byggingu á honum þar sem hann er ekki í nýtingarflokki rammaáætlunar, svo breyttur. Einnig hefur Skeiða- og Gnúpverjahreppur bent á það, að í meðferð Alþingis var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin því skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Á meðan bendir ráðherra málaflokksins fingri í allar áttir til sakbendingar og hnefanum að Skeiða- og Gnúpverjahrepp, 600 íbúa sveitarfélaginu. Segir samtalið við þjóðina um vindmyllurnar hafa farið fram, (þó enginn kannist við það), og nóg sé komið af þeim samtölum og tími sé til kominn að fara að virkja vindorkuna. Segir ráðherrann þvert á skipunarbréf og tillögur starfshópsins sem hann setti á laggirnar og skilaði af sér niðurstöðu í apríl 2023. Þar sem í skipunarbréfi er sérstaklega tilgreint að starfshópurinn skuli huga að því hvernig ná megi fram sem breiðastri sátt um hagnýtingu vindorku meðal landsmanna. Og í skýrslunni segi að: „Sú staðreynd að vindinn er hægt að virkja mun víðar en vatnsafl og jarðvarma hefur einnig haft áhrif að þessu leyti enda hefur opinber umræða um vindorku að miklu leyti snúist um undirbúning tiltekinna virkjunarkosta í vindi víða um landið og oft á svæðum sem eru mun nær daglegu lífi fólks en hinir hefðbundnu virkjunarkostir. Það er eðlilegt að áform um slíkar framkvæmdir veki upp hörð viðbrögð og dregur enn frekar fram mikilvægi þess að unnið sé að slíkum áformum í sem mestri almennri sátt um málefnið,auk þess sem að sama skapi ríki sem víðtækust sátt um slík áform innan nærsamfélagsins.“ Ítrekað er síðan reynt að etja saman þeim sveitarfélögum sem hagsmuna eiga að gæta með samfélagsmiðlafærslum, greinaskrifum og jafnvel drottningarviðtölum í blöðum, sjónvarpi og útvarpi. Áróðursmaskínan keyrð á fullu vindafli, með óþef. Sjóaðir sveitarstjórnarmenn sjá í gegnum slíkar viðreynslur og láta ekki draga sig í það drullusvað. Ég get ekki annað séð eftir að hafa kynnt mér töluvert af gögnum málsins og annað sem við kemur Búrfellslundi að handvömm hafi orðið í ferlinu af hendi Alþingis og ráðherra málaflokksins. En kannski er þetta bara eðlilegt ferli hjá ráðherra sem telur betra að gera mistök en að gera ekki neitt í loftslagsmálum og gera bara það sem „honum finnst“ þó lög og reglugerðir sem hann hefur komið að því að setja sjálfur á löngum þingmannsferli og almenn skynsemi segi annað. Ráðherrann ber ábyrgðina. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Nokkrir hlekkir þar sem kynna má sér málefni Búrfellslundar og tengd málefni: https://www.skeidgnup.is/is/frettir/skeida-og-gnupverjahreppur-kaerir-virkjanaleyfi-burfellslundar https://vefskrar.orkustofnun.is/utgefin-leyfi/2024/Leyfi-OS-2024-L005-01.pdf? https://www.visir.is/g/20232404389d/mikilvaegt-ad-almenningur-komi-ad-stefnumotun-vardandi-nytingu-vindorku https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/URN/Vindorka_skyrsla_april-2023.pdf https://www.landsvirkjun.is/frettir/leyfi-veitt-fyrir-framkvaemdum http://gogn.lv.is/files/2020/2020-023.pdf https://www.sunnlenska.is/adsent/sattmali-um-vindorkuver/ https://www.sunnlenska.is/frettir/vilja-kenna-vindorkulundinn-vid-vadoldu/ https://www.landsvirkjun.is/frettir/vandadur-addragandi-vindorkuvers
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun